Nýi tíminn


Nýi tíminn - 12.02.1959, Blaðsíða 12

Nýi tíminn - 12.02.1959, Blaðsíða 12
Fjögur systkini gefa Skógrækf rikis ins um 300 ha. skógræktarland Jórvíhurshóg í Suðurdalr um í Breiðdul í fyrra gáfu 4 systkini frá Jórvík í Breiðdal, Bjamiið girt og sandfok mikið til Andrés, Björgvin og Hannes M. Þórðarsynir og Sigríðurheft. Þessi gjöf er margra Þórðardóttir, Skógrækt ríkisins allt skóglendi Jórvíkur til milljóna virði í dag. eignar og umráða að því tilsky'ldu að landið væri frið- að og gróðursett í það á næstu árum. 'fc Sandhaugar NÝI TÍMINN Föstudagur 12. febrúar 1959 — 18. árgangur — 6. tölublað. SJö ára stríði STEFS við Bandaríkjalier lokið Skóglendi þetta er víðáttu- mikið, allt að 300 hektarar að stærð, og má gróðursetja í mestan hluta landsins, því að mela og ógróins lands gætir fremur lítið. Jórvíkurskógur er í Suðurdalnum í Breiðdal, um 20 km austur af Breiðdalsvík. Skóglendið er milli 100 og 200 metra hæðar yfir sjó, utan í af- líðandi fjallshlíð, sem veit á móti suðvestri. Þetta er Skógrækt ríkisins mjög kærkomin gjöf, og verður hafizt handa um að reisa girð- ingu og gróðursetja strax á næsta. sumri. ÍC Gerið landið byggilegra Skógrækt á fslanidi er svo stórkostlegt verk og yfirgrips- mikið að það verður aldrei unn- ið til hlítar nema með því að fjöldi manns vinni saman að settu marki, að koma nytja- skógum á íegg og gera landið þannig byggilegra um alla framtíð. Skógræktarfélögin og ein- staklingar hafa líka unnið þessu máli mikið, og í sam- bandi við gjöf þeirra systkin- anna frá Jórvík er ekki úr vegi að minna á nokkur framlög og gjafir einstaklinga frá fyrri ár- um. Þrastalundur Fyrst skal frægan telja Tryggva Gunnarsson, sem gaf Ungmennafélagi íslands Þrasta- skóg í Grímsnesi árið 1911. Á síðari árum hefur allmikið ver- ið gróðursett í skóginum með ágætum árangri, og því mun nú haldið áfram af kappi. -jAr Haukadalur Stærsta gjöfin til skógræktar er Haukadalur í Biskupstung- um, sem Daninn Kristian Kirk gaf SÍkógrækt ríkisins árið 1939, er landið hafði allt ver- Árið 1946 gáfu hjónin á Sandhaugum í Bárðarídal, þau Sigurður Eiriksson og Steinunn Kjartansdóttir, Skógrækt ríkis- ins allt skóglendi jarðarinnar, sem er mikið og frítt. Þetta land hefur verið friðað og í það gróðursett greni og fura, er vex með ágætum. Kvíar Þá hefur Jón Jónsson, fyrr- um bóndi á Kvíum en nú bú- settur á Isafirði, gefið hálfa jörðina til skógræktar, og mun nú reynt, hversu ýmiskonar barrviðir nái að þrífast í Norð- ur-Isafjarðarsýslu. Braathenslundur Ýmsir hafa og gefið mikið fé til þess að standast straum af gróðursetningu í lönd, sem þegar hafa verið girt. Stærsta gjöfin er frá Ludvig G. Braath- en, skipaeiganda í Osló, en sú Framhald á 1C. síðu Bandaríkjaher undirritaði „friðarsamninga'' og greiddi sigurvegaranum fyrstu greiðslu í fyrradag lauk sjö ára stríði STEF’s við Bandaríkja- her — meö sigri Stefs. Undirrituðu fulltrúar Bandaríkja- hers þá „friðarsamning" við Stef og greiddu jafnframt fyrstu greiðsluna til Stefs. STEF hefur síðan snemma í sumar daglega höfðað refsimál gegn yfirmönnum Bandaríkja- hers fyrir heimildarlausan og „þjófstolinn" flutning ýmissa tónverka. Við undirritun samninganna í fyrradag fór STEF að dæmi göfuglyndra sigurvegara og felldi niður öll hin liöfðuðu refsimál gegn yfirmönnum bandaríska hersins og jafn- framt felldi STEF niður skaða- bótamál þau er það hafði höfð- að gegn íslenzku ríkisstjórninni vegna yfirtroðslna og' höfund- arréttarbrota bandaríska hers- ins. Strið þetta hefur sem áður segir staðið í sjö ár, en á s.l. sumri herti STEF sóknina fyr- ir alvöru og lauk þeirri sókn með uppgjöf Bandaríkjahers. Indónesía fær nu hergögn frá USA Bandaríkjastjórn hefur eftir langa mæðu ákveðið að verða við beiðni Indónesíu um að fá að kaupa vopn í Bandaríkjun- um. Indónesar fé létt hergögn handa 14.000 manna liði. Tals- maður hollenzku stjórnarinnar sem óttast að vopnin verði not- uð til að koma Hollendingum burt frá Nýju Guineu sagði í gær að sá sem seldi vopn bæri ábyrgð á til hvers þau væru not- uð. Heildarstjórn á þjóðarbúskap íslendinga Einar Olgeirsson flytur á Alþingi frumvarp til lagaum áœtlunarráS rikisins Einar Olgeirsson flytur á Alþingi „frumvarp til laga um áætlunarráð rík- isins". Er þar lagt til að ríkisstjórnin skipi fjögurra manna nefnd er nefn- ist áætlunarráð ríkisins og hafi það verkefni að semja heildaráætlanir um þjóðarbúskap íslendinga í samráði við ríkisstjórn. Gert er ráð fyrir tvenns konar áætlunum: Heildaráætlunum um þróun at- vinnulífsins og fjárfestingu þjóðarinnar fyrir 5—10 ára tímabil, og áætl- unum um eitt ár í senn um allan þjóðarbúskapinn. Frumvarpið er í tíu greinum og er birt hér í heild. I ýtar- légri greinargerð rekur flutn- ingsmaður tilraunir sem gerð- ar hafa verið til svipaðra ráð- stáfana áður og rökstyður þiirfina á áætlunarbúskap. Greinargerðin er birt á 7. síðu bla§sins í dag. i'Frumvarp Einars er á þessa lélði: ■ i-tV . gr. Ríkisst jórnin skipar fjogurra manna nefnd, er nefn- ist áætilunarráð ríkisins. 2. gr. Hlutverk ráðsins er að semja heildaráætlanir um þjóðarbúskap Islendinga, er gerðar slculu í samráði við ríkisstjórn. Áætlanir þessar skulu vera tvenns konar: 1. Heildaráætlanir um þróun atvinnulífsins og fjárfestingu þ.ióðarinnar fyrir 5—10 ára tímabil. 2. Áætlanir um eitt ár í senn um allan þjóðarbúskap- inn. * 3. gr. Heildaráæ^Janir' þær, sem um ræðir í 1. töluífð .2. 'gr., skulu miðaðar við eftirfarandi: 1. Að öll framleiðslugeta landsmanna sé hagnýtt til fulls og öllum verkfærum mönnum tryggð næg og örugg atvinna. 2. Að auðlindir lands og þjóðar verði sem bezt hagnýtt- ar i þágu þjóðarheildarinnar til þess að auka velmegun og tryggja afkomu þjóðar og ein- staklinga. 3. Að atvinnuvegir lands- manna verði efldir og nýir skapaðir, til þess að þjóðin eignist sem fjölbreytilegast at- vinnuL'f, en þó einbeitt að því að efla fyrst og fremst þær atvinnugreinar, er veita í senn beztu hagnýtingu á auðlíndum þjóðarinnar, mestu afkastagetu landsmanna og beztu nýtihgu fáanlegra markaða og skapa þannig forsendur fyrir sem beztum Iífskjörum þjóðarinnar. I þessum heildaráætlunum skaí áætluð þróun hverrar at- vinnugréinar, eins -og bezt sam- rýmist heildarhagsmunum þjóð- arinnar, svo og hver höfuð- atvinnutæki, samgöngutæki, byggingar og annað þurfi til sjávar og til sveita til þess að tryggja, að þeim tilgarigi, sem vinna skal að samkvæmt þessari grein, verði náð. Áætlunarráðið skal og gera áætlanir um, hvar tækin skuli staðsett, og tillögur um bygg- ingar, bj’ggðarþróun og aðrar framkværridir í því sambandi. 4. gr. Áætlanir þær, sem um ræðir í 2. tölulið 2. gr., skal gera um allan rekstur þjóðar- búskaparins fyrir . ár hvert, bæði rekiítur og þróun hinna einstöku atvinnugreina innan- lands óg viðskipti þjóðarinnar út á við. Áætlanir þær, sem fjalla um tekjur og gjöld. þjóðarinnar í viðskiptum við önnur lönd, sku’u gerðar í samráði við | ráðherra þann, sem fer með viðskiptamál, og skal síðan leggja þær til grundvallar fyr- ir viðskiptin á næsta ári. Þess • ar áætlanir skulu gerðar með það mark fyrir augum að ná sem hagstæðustum viðskipt- um og greiðslujöfnuði við önn- ur lönd, skapa þ.jóðinni öruggt; fjárhagslegt sjálfstæði út á yið og gera henni kleift að fram-: fylgja heildaráætlunum um uppbyggingu atvinnulifsins og j þeim fyrirætlunum um örugga o g batnandi lífsafkomu al- mennings, sem unnið er að hverju sinni. Á sama hátt skal áætlunar- ráð og við samningu áætlana sinna hafa samráð við hin ein- stöku ráðuneyti um hinar ýmsu atvinnugreinar, er undir þau heyra. Áætlunarráðinu ber hins veg- ar ætið að hafa heiidarhags- muni þjóðfelagsins fyrir aug- um og gæta þess, að í öllum áætlunum þess sé fullt sam- ræmi, svo sem bezt fullnægir þeim tilgangi, er því ber að vinna að. Er ráðið því alls ekki bundið við tillögur hvers ráðuneytis í áætlunum sínum. 5. gr. Til þess að ná þeim tilgangi, er lög þessi mæla fyr- ir um að stefna skuli að með framkvæmd áætlana þessara, skal áætlunarráð vmna að því að sameina og efla framtak jafnt einstaklinga, samvinnu- félaga, sveitarfélaga og ríkis- ins. Til þess að skapa sem bezta samstöðu meðal þjóðarinnar og hagnýta sem bezt þekkingu og hugvit einstaklinga, skal'áætl- unarráð a. m. k. ársfjórðungs- léga-bóða til fundar með full- trúum, er kosnir séu af eftir- farandi samtökum og stofn ■ unum eða stjórnum þeirra til þess að mæta í sliku fulltrúa- ráði: Alþýðusambandi Islands, Bimaðarifélagi íslands, Lands- saírilraiicíi ísl. útvegsmanna, Fél. ísl. iðnrekepda, Sambandi ísl- sámvinnufélaga, _ Verzlunarráði Islands, Seðlabáhká Islands, at- vinnudeild háskólans, raforiku- málástjórn r.'ldsins og Fiski- félagi ísiands. hefur og á- ætlunarráð rétt til' að bjóða íleirum^Ái gjí|<um fundum skal á^tjunárinð ‘ xynna hugmynd- ir og fyrirætlanir s'nar_____og gefa fulltrúunum tæk’færi til athugasemda, gagnrýni, til- lagna og hvers konar ábendinga cg.vlte iðbeiri ingaj HÖfuðínatektfeiðið í öllu starf- inúhlsiát'1' að reyna að saafeina %jóðina sem bezt um að tryggja sem skynsamiegasta hagnýtingu á auðlindum lands- ins, framleiðslutækjum, vinnu- afli og fjármagni þjóðarinnar á grundvelli beztu rannsókna á hinum ýmsu sviðum, sem hægt er að gera á hverjum tima. 6. gr. I þeim hlutum áætl- ananna, sem fjalla um vinnuafl og fjármagn til atvinnurekstr- ar og nýrra framkvæmda, skal eigi aðeins gerð grein fyrir, hver nauðsyn sé á hvoru tveggja og í hve ríkurri inæli, heldur og hvernig útvega skuli, ef fyrirsjáan’egur skortur er á vinnuafli eða fjármagni. Skal áætlunarráð um. þessi efni kappkosta að hafa gott sam- ráð við verkalýðssamtökin, bankana og önnur þau samtök og stofnanir, sera framkvæmd áætlananna í þjóðarbúskapnum kemur síðan sérstaklega til að byggjast á. 7. gr. Þegar áætluriarráð hef- ur lokið eamningu þeirra áætl- ana, er um ræðir í 2. gr., skulu þær lagðar fyrir ríkis- stjórniná tii staðfestingar. Þegar ríkisstjórnin hefur staðfest slíkar áætlanir, er það siðan verkefni hennar, hinna einstöku ráðuneyta, seðlabank- ans og allra annarra stofnana ríkisins, undir yfirstjórn ríkis- stjórnnrinnar, að sjá’ um fram- ■kvæmdina ■ á þessurn áætlunum -til fu’ls, og skal öll stjórn á lánsfiármálum þjóðarinnar og öll afskipti hins opinbera af at- vihriu’. og verzlunarlífinu við þetta micað. Framhald á 11. síðu.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.