Nýi tíminn


Nýi tíminn - 10.12.1959, Blaðsíða 2

Nýi tíminn - 10.12.1959, Blaðsíða 2
2) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 10. desember 1959 ----- 84. þáttur . UL Jeseiribejr 1959 ÍSLENZK TUNGA Ritstjóri: Árni Böðvarsson Y*iri búningur og orðaval Fyrir no'kkrum árum komst mjög í tízku að tala illa um skóla landsins og þá einkum íslenzkukennsluna. Siðastur skai ég mæla stéttarbræður mína íslenzkukennarana und- an réttmætri gagnrýni. Mig grunar þó að sumt af þeirri gagnrýni sem komið hefur fram á starfsemi þeirra sé fremur sprottið af öfugugga- hætti eða aðfinnslusemi en þekkingu á íslenzkúkennslu eða rökstuddum skoðunum um það mál. — í þessum þætti ætla ég samt ekki að verja íslenzkukennsluna, held- ur benda á hluti sem betur mættu fara. Þessi kennsla stendur til bóta eins og annað og íslenzkukennarar þurfa betri menntun og meiri víð- sýni en þeir eiga nú til að bera, því að þeir eru í þessu efni ekki frábrugðnir öðrum kennurum, og má í þv'í sam- bandi benda á það hneyksn hversu búið er að kennsiu í undirstöðuatriðum náttúru- vís'ndp f skólakerfi okkar. — ;Um 'íslenzkukennsluna held ég helzt megi finna það að- finnsluvert að of mikil á- herzU er lögð á þurra þætti hennar, ytri búning málsins fremuv en það sem máli skipt- ir. Viðleitni skóla til að kenna nejuendum að búa mál sitt í frambærilegan ritbúning má ekki hindra þá möguleika sem eru til rð kenna þeim málið sjálft, að kunna að koma hugsunum sínuni 'í orð og kunna hverju sinni að vel.ia þau orð sem bezt eiga við. Þar skortir leiðbeiningar á því hver-s vegna þetta orð er heppilegra en hitt í á- kveðnu sambandi, en hitt orðið heppilegra annars stað- ar, athuganir á mismunandi hugrenningartengslum sem orð vckia áthuganir á hátt- jþundinni hrynjandi máls ' og Ijpurð bess eða stirðleika af| þeim sökum, svo að dæmi séu ; nefnd af því sem meira máli , skiptir fyrir íslenzkukunnáttu! nemand? en nákvæmar regl-' ur um ">'einingu orðflokka og undirorMlokka. Veit ég vel að, sumir kennarar taka sum þessi afriði fvrir þegar þeir finne t’lefni til, en mig grun- ar fastlega að þær athugan- ir séu oftar tilviljana'kenndar en ma”kviss kennsla, fremur atriði sem eru nefnd lauslega en skipulagsbundin kennsla í þessum efnum. Og þær kröfur sem gerðr.r eru til nemenda um mikip yfirborðskunnáttu í vtra búningi tungunnar, leyfi næsta l'itinn tíma til frávikq ?f þessu tagi. Málfræðikerfi og stafsetn- ingarreglur eru til málsins vegna en málið ekki vegna þeirra. Rréf frá góðum vini er jafnkærkomið, þó hann kunni ekki staf°etningu, og unplýs- ingor alþýðufólks um móður- Tnálið eru jafrmikils virði, þó að bréfritari kunni ef til vill ekki allar stafsetningarregl- ur né setji allar kommur á réttan stað. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr staf- seningarkunnáttu, heldur að- eins benda á hættuna er í þessum efnum sem öðrum fylgir því að gera ytri bún- ing að aðalatriði. Stafsetn- ingarkunnátta er nauðsynleg þeim sem æilar sér að gera ritmál sitt frambærilegt tii birtingar opinberlega. Það er og venja þeirra sem láta prenta slíkt að lagfæra staf- setninguna, því að það meiðir augað furðu mikið að sjá orö ritað með öðrum hætti en maður hefur vanizt og telur þess vegna rétt. íslenzkri stafsetningu hefur margsinnis verið breytt á síð- ustu mannsöldrum, en ann- ars skal ég ékkí ræða hér um sögu stafsetningar og breytingu á smekk manna að því leyti, heldur benda mönn- um á að lesa grein Jóns Að- alsteins Jónssonar í nýút- komnu héfti af t'ímaritinu ís- lenzkri tungu, þar sem gerð er skilmerkileg grein fyrir sögu íslenzkrar stafsetningar. Stafsetningin er ytri bún- ingur ritmálsins, og sá bún- ingur verður að sjálfsögðu að laga sig eftir tungunni, en hún ekki eftir honum, og er ekki laust við að sumum finnist í þessu hafi verið far- ið aftan að siðunum. Mér koma í hug í þessu sambandi vísur Arnar Arnarsonar um frú Hansen á Öngulseyri: Vinsemd þeim sem vinsemd eiga, virðing þeim sem ber. Eg hneigi mig fyrir hatti þínum, höndina rétti þér. En alltaf stendur það ein- hvern veginn óljóst fyrir mér. hvort þú varst sniðin fyrir fötin eða fötin handa þér. Fötin eru gerð handa mann- inum — a.m.k. venjulega, en maðurinn ekki handa fötun- um. — Á sama hátt er staf- setning, prentlist og annar frágangur í riti til orðinn vegna tungunnar, en hún ekki vegna hans. Þetta vill gjarna gleymast, ef of mikil áherzla er lögð á ytri búning máls- ins og tíminn þá ekki helg- aður meðferð þess að öðru leyti. Verðleikar stílsnilhnga ’ meðferð máls eru tólgnir í því að hann kann að velja rétt orð á réttan stað. Ef skáldum tekst bað miðlungi vel í Ijóðum sínum, köllum viðsmíð’sprip’m hortitt eða e:tthvað þvílíkt. Blíkir smíða- gallar koma síður fram ’í ó- bundnu máli, en orðlist skálda getur komizt svo langt að þau raði saman orðum á hversdagslegan hátt, nærri því eins og í daglegu tali, en þó þann veg að úr verði bundið mál. Eg minni hér aftur á Örn Arnarson, liálfa vísu iir ljóðabréfi hans ti! Vestur-íslendingsins Guttorms J. Guttormssonar: Mig langar — þótt velti á litlu hvar landnemar hvíla í fold — að færa þeim fífil og sóley sem fæddust af íslenzkri mold. Heilli og einfaldari verður varla kveðja íslendingsins heima til landa sinna í út- löndum. Skáldið hefur sett þar rétt orð á réttan stað. Og dæmi mætti taka til við- bótar 'í hundraðatali um kveð- skap þar sem skáldin hitta naglann á höfuðið. rist Bók eftir Sigurð Nordal um Stephan G. Stephansson Bókin heitir .Stephan G. Stephansson, maSurinn og skáldið. Þetta er 163 blaðsíðna bók með nolckrum myndum af Stephani, sumum áður óprent- uðum. tlelgafell hefur einnig sent frá sér nýja útgáfu af Sölku Völku Halldórs Kiljans Lax- ness. Þetta er þriðja útgáfa sög- unnar. The Ilonour of the Ilouse nefnist ensk þýðing á sögu Halldórs Ungfrúin góða og hús- ið. Kristján Karlsson skrifar eftirmála um höfundinn og verk hans. í flokknum Ritsafn Þingey- inga er kómið' út annað bindi Lýsingar Þingeyjarsýslu og Stephan G. Stephansson fjallar það um norðursýsluna. Höfundur er Gísli Guðmunds- son alþíjigismaðúr. Margar myndir eru í bókinni. u Andrew Gilehrist, sem ver- ið hefur sendiherra Bretlands hér á landi undanfarin ár, hef- ur nú iátið a.f embætti. Hann fór héðan alfarinn 4. desember. A. C. Stewart, sem skipað- ur hefur verið til að taka við sendiherraembættinu af Gil- christ, er væntanlegur hingað til Reykjavíkur 10. desember. m Litabækur eru eitt vinsælasta leikfang barna, og nú er komin út bók sem gefur þeim tæki- færi til að lita íslenzkar forn- aidarhetjur í stað kúreka og indíána. Bókaútgáfan Hungurvaka hef- ur gefið út litabók með mynd- um úr sögu Grettis Ásmunds- sonar liins sterka. „Hún á að verða liungurvaka ungum lit- ara, vekja löngun og hungur til að kynnast betur sögunni um Gretti", segir á kápu. Halldór Pétursson hefur gert myndirnar í bókinni en Árni Böðvarsson tekið saman texta. Tilvitnanir eru i Islendinga- sagnaútgáruna frá 1947. í heftinu sem út er komið eru myndir úr fyrri hluta Grettlu, en síðari hlutinn og aðrar ís’-endingasögur munu fylgja, ef þessu verður vel tek- ið. Bókin er. prentuð í offset- prentst. Þegg og kostar 15 kr. m íAÍti Y' Grettir berst við björninn. Ein af myndunum úr litabókinni um Gretti sterka. Erlend tíðindi Framhald af 6. síðu um og sent flugvélar þaðan til að varpa flugritum og nokkr- um sprengjum yfir Havana. Bandaríkjastjórn hefur lagt blátt bann við að Kúbustjórn séu seld vopn, en það voru vopnagjafir frá Bandaríkjunum sem gerðu Batista fært að hanga við völd eins lengi og hann gerði. Kúbumenn telja sér mikla þörf á vopnum af njij- ustu gerðum, einkum orustu- flugvélum, vegna þess að skammt frá eyju þeirra situr Trujiiio, einræðisherra Dóm- iníkar.ska lýðveldisins, grár fyr- ir járnum og heíur í sífelldum heitingum við hina róttæku al- þýðuhreyfingu sem komin er til valda á Kúbu. Trujillo ótt- ast að fordæmi Castro og manna hans geti orðið hættu- legt veidi sínu, sem búið er að standa með bandarísku full- tingi í þrjá áratugi. T»egar engin vopn var að fá í Bandaríkjunum leitaði Kúbustjórn til Vestur-Evrópu, meðal annars Bretlands og Nor- egs, sem bæði seldu Batista vopn. Bandaríkjastjórn brá við og hótaði reiði sinni ef Castro væri seld svo mikið sem ein byssukúla, og nú hefur brezka stjórnin ákveðið að banna sölu orustuflugvéla til Kúbu. Þetta getur orðið til þess að í oddn skerist milli alþýðuhreyfingar- innar á Kúbu og bandaríska dollaravaldsins fyrr en varir. Castro hefur lýst yfir, að meini Bandaríkjastjórn sér að afla vopna til landvarna í Ameríku og Vestur-Evrópu. muni hann leita fyrir sér í Austur-Evrópu. Aðeins eitt ríki í rómönsku Ameríku hefur gerzt svo djarft að reyna að brjóta bandarískt vopnasölubann með viðskiptum við Austur-Evrópu. Það var Guatemala. Ekki voru tékknesk vopn fyrr komin þar á land en bananahringurinn United Fruit og Dulles-bræðurnir stefndu liði inn í landið frá Honduras. Stjórn vinstri manna í Guatemala var fallin áður en vika var liðin. Aðstæður eru aðrar á Kúbu, svo að óvíst er að Castro verði eins auðveld bráð og Arbenz í Guatemala. Atvinnuher Guatemala neitaði að berjast, en á Kúbu hefur at- vinnuherinn verið leystur upp að mestu og í staðinn myndaður byltingarher skipaður fyrrver- andi skæruliðum og bændason- um. M.T.Ö. Eins og Þjóðviljinn skýrði frá á sunnudaginn var hrjd- inn fundur fullskipaðrar sam- bandsstjórnar Alþýðusam- bands íslands hér í Reykja- vík um helgina. í ályktun sem samþykkt var einróma á fundinum lýsti sambandsstjórn samþykki sinu við ályktun ráðstefnu þeirrar, sem sambandsfélögin héldu I haust, en þar var talið nauðsynlegf. að samn- ingum yrði sagt upp af þeim sambandsfélögum, sem það væri kleift vegna uppsagnar- ákvæða samninga, og jafn- framf talið rétt að miðstjórn ASÍ boðaði ti] nýrrar, þeg- ar frekari vitneskja lægi fyrir um verðiagningu landbúnað- arafurða og aðra þróun efna- hagsmála þjóðarinnar. Sam- bandsstjórnarfundurinn. lýsti einnig samþykki sínu á á- kvörðun miðstjórnar um starf fulltrúa sambandsins í verð- lagsnefnd landbúnaðarafurða. I ályktun sambandsstjórnar segir ennfremur: „Með tilliti til þeirrar ó- vissu, sem nú ríkir um að- gerðir stjórnarvalda y efna- liagsmálum þjóðarinnar og lcjaramálum verkalýðssLéttar- innar, telur sambamlsstjórnin eðlilegt að félögin hatl lausa samninga sína þar til fram- vinda þeirra mála skýrist, jafnfrani'i því sem hún vara; alvarlega við öllum fyrirætl unum og aðgerðum er rýr gætu raunveruleg launakjö; alþýðunnar. Fundurinn felur miðstjóri sambandsins að kalla samai ráðstefnu verkalýðsfélagann: þegar hún telur tímabærý aí gan.gá frá megin kröfun þeirra við nýja samning:s ,gerð.“

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.