Nýi tíminn


Nýi tíminn - 10.12.1959, Blaðsíða 10

Nýi tíminn - 10.12.1959, Blaðsíða 10
21 — ÓSKASTUNDIN ÓSKASTUNDIN — X3 Eg vildi ég ætti mér jólaá Sá siður hélzt sums staðar fram á síðustu öld; að slátra kind fyrir .iólin. Það var kölluð jólaær. Einu sinni var bóndi. sem hafði ekki efni á að slátra neinni jólaá. Þá orti hann vísu um fá- tækt sína og minnist þar á nágranna sinn, sem lík- lega hefur verið nirfill. Vísan er svona: „Ég vildi ég aetti mér jólaá jafnliáa niér og feila. En hana er n ú hvergi að fá, hvar sem ég gjöri leita. Job er nú fallinn frá, fjárríki bóndinn sá. Brandur þótt búi eins, bið ég hans ekki neins. Hann mun sem Nabal neita“. Bóndanum hefur. sem eðlilegt er. orðið hugsað til þeira mestu fjár- bænda, sem biblían get- ur um. Job kvað hafa átt eitthvað um fjórtán þús- und fjár, þegar hann dó. TRÖLLA SAGA Einu sinni var tröll, sem átti heima í stórum helli. Það stal hesti frá bónd- anum á Hvassafelli. Bóndinn sá þegar tröll- ið lagði hestinn á herðar sér. Og svo hljóp maður- inn á eftir tröllinu og hafði hann byssu í hendi sinni. Hann hl.jóp og hann hljóp þangað til hann kom í hellirinn.. Þá skaut hann tröllið og kom skot- ið í fótinn á tröllinu. Tröllið sleppti strax hest- inum og fór að sleikja sár sín, en bóndinn náði hestinum lifandi og fór með hann heim til sín. Gunnar Gauti Gunn- arsson, Bifröst, Borg- arfirði. Kæra Óskastund. Viltu gjöra svo vel og birta þessa sögu fyrir mig. Ég er 7 ára. Gauti. Strákarnir skrifa sögur Þegar við fengum spá- nýja tröllasögu eftir 7 ára mann í Borgarfirði datt okkur í hug að leyfa ykk- ur til gamans að lesa sögu eftir jafnaldra hans í los Angeles í Bandaríkj- unum. Einu sinni var gíraffi. Hann átti heima í frum- skóginum. Honum þótti gott að borða gras og banana og laufblöð af trjánum. Á kvöldin heim- sótti hann önnur dýr. Og talaði við þau og spilaði póker og drakk límonaði til miðnættis. Annar drengur í Banda- ríkjunum var að skrifa um landið sitt: Fvrst voru bara Adam og Eva og þá var bara eitt ríki. Svo kom Kól- umbus siglandi á þremur skipum og fann upp fleiri. Svo kom Davy Crokkett og tók við öllu saman. Vinur okkar Guðmundur | Jóhann scndi þessa vel tciknuðu mynd. „Hæ-jó-ú!“ sagði úlf- urinn. „Hvað rekur bróð- ur minn svo langt frá héímili sínu?‘f ■ ■ • ,,Ó!“ svaraði' Stór'a-Ör- ið. „Ég er að leita að heimkynnum sólguðsins. Ég er sendur á fund hans“. ,,Ég hef farið víða,“ sagði úlfurinn. ;,Ég þekki gresjurnar, dalina og fjöllin, en hvar heim- kynni sólguðsins eru veit ég ekki. Bíddu,. Farðu til bjarnarins og spurðu hann. Hann er mjög vit- ur. Hann getur kannski Framlialdssagan: í. Sagan af StóraÖrínu fer aldrei langt að heim- an. Þarna inni í skógin- um er fjallakötturinn. I-Iann er á sífeldum flæk- ingi. og verður margs vís. Kannski að hann geti sagt þér það“. ejtir George Bird Grinnell sagt þér hvar sólguðinn býr.“ Daginn eftir hélt ungi maðurinn ferð sinni á- fram, við og við stanz- aði hann til að tína ber, og um kvöldið kom hann að bæli bjarnarins. „Hvar átt þú heima?“ spurði björninn. „Hví ert þú, bróðir minn, einn á ferð?“ „Hjálpaðu mér, aumk- aðu mig!“ svaraði ungi maðurinn. „Fyrir hennar orð leita ég að sólguðn- um. Ég fer með skilaboð hennar til hans.“ „Ég veit ekki hvar hann dvelur“, sagði björninn. „Ég hef ferðazt meðfram mörgum fljótum, og ég þekki mörg fjöll, þó þekki ég ekki dvalarstað sól- guðsins. Það er annar mér fremri, hann með röndótta andlitið er mjög vitur. Farðu og spurðu hann“. Greifinginn var í holu sinni. Ungi maðurinn hrópaði niður í hana. „Ó, slægvitra, röndótta og göfuga dýr! Ég óska að tala við þig?“ „Hvað vilt þú?“ sagði greifinginn og rak haus- inn út úr holunni* „Ég er að leita að heimkynnum sólguðsins", svaraði Stóra-Örið. „Ég þarf að tala við hann“. „Ég veit ekki um þau“, anzaði greifinginn. „Ég Stóra-Örið fór til skóg- ar að leita að fjallakett- inum, en hann fanr. hann hvergi í skóginum. Að lokum settist hann niður til að hvíla sig. ,;Hæ-jó-ú! Hæ-jó-ú!'1 hrópaði hann. „Fjalla- köttur, hlustaðu á mig. IVIalurmn minn er tómur og Mokkasínurnar mínar gatslitnar. Nú hlýt ég a& deyja“. „Hvað vilt þú bróðir?“ heyrði hann sagt fyrir aftan sig, og þegar hann leit við sá hann fjalla- köttinn sitja rétt hjá. „Hún sem ég ætla að giftast“, sagði Stóra-Ör- ið, „er eign sólguðsins. Ég er að leita að bústað hans- til að færa honum skila- boð frá henni“. 10) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 10. desember 1959 --- Arftakar Skúla fógeta Niðurlagskafli ræðu Karls Guðjónssonar alþingismanns í út- varpsumræðum um þingfrestunartillögu ríkisstjórnarinnar í En hvað er þá að segja um hitt atriðið, nauðsynina á næði frá þingstörfum til að íinna leiðir út úr vandamálunum? Skyklu nú ekki ráðherrar og annað stórmenni er að stjórn- inni stendur nota hverja stund sem frá þinghaldinu er hægt að víkja, til þess að „glíma við vandann", brjóta heilann yfir lausnarorðinu og bera saman ráð sín? Að vísu hafa sézt um það ráðherrayíirlýsingar í blöðum að svo sé fjarvist þeirra úr þingsölum hversdagsleg að þá sofi þeir i bólum sínum, þegar þeirra er saknað af þingíund- um. En auðvitað er þetta ekki hin almenna regla, enda hefur for- sætisráðherra nýlega brýnt það fyrir alþjóð að nú beri nauðsyn til að menn haldi vöku sinni. Og það hafa dæmin sannað, að þegar næturfundum þings hefur verið nægilega lengi frestað til þess að þingheimur fengi að njóta nærvistar þeirra sem saknað var, þá hafa það ekki verið framlágir eða syfjaðir menn upprifnir úr nætursvefni, sem á þingi birtust. Það vildi t. d. til upp úr mið- nættinu, aðfaranótt síðasta fimmtudags, að þegar forseti neðri deildar svipaðist um þing- bekki, áður en til atkvæða væri gengið,' að honum munu hafa þótt ráðherrastólar þunnskipaðir og einnig fleiri skörð í þing- mannaraðir, þar sem stjórnin átti sér stuðnings að vænta. — Nú eru þeir stóru auðvitað önnum kafnir að glíma við vandann, hugsuðu menn. Og þingstörfin urðu að dragast á langinn, því forseti sýndi fullan skilning á því að þingfylgi stjórnarinnar er það naumt að ekki má mörg skörð í, til að af sé meirihlutavald þess. En hér skyldi atkvæðagreiðslan fara fram á hinni tilteknu nóttu og þeir stóru voru til kvaddir, þótt það kostaði þá nokkurt ónæði og frátafir frá glímunni við vandann. Eftir að beðið hafði verið svo sem hálfa stund, birti heldur yfir í þingsal. Ráðherrar og háembættis- menn, einmitt hinir ábyrguslu gagnvart vandanum, gengu til sæta sinna. Þeir voru búnir skartklæðum þeim sem tíðkan- leg eru einungis við hinar stærstu hátíðir og allir hinir höfðinglegustu í fasi. Þetta eru sannir höfðingjar, hlutu þeir að hugsa er vottar voru að þeim hátíðleik er hér birtist. Þeir fara að eins og Skúli fógeti gerði þegar hann sá syrta í álinn hér forðum. I-Jann klæddist litklæðum er hann tók til sinna ráða gegn vandanum og í þeim vann hann sitt afrek i það skiptið. Síðan hefur aldrei til neins höfðings- skapar spurzt er næði neinum samjöfnuð við það, fyrr en þarna, að þingsalur uppljómað- ist á náttarþeli af hvítum skart- bringum og skínandi ásjónum stórmenna, sem nú nutu ekki næðis að glíma við vandann heldur urðu einnig að sinna til- tölulega lítilmótlegum atkvæða- greiðslum á þingi. En þetta gerðu þeir og mögluðu hvergi, og síðan var íundi slitið, svo að væntanlega hefur aítur gefizt tóm til glímunnar við vandann. Nú eru vandamál þjóðarinn- ar auJvitað margþætt. Og ekki vissu þeir er í þingi urðu á- sjáéndur þessa hátiðleika er þar birtist umrædda nótt að hver.ium þættinum störf hinná fjarstöddu stórmenna beindust, fyrr en Alþýðublaðið gaf um það nokkra visbendingu hinn 4. þessa mánaðar, en þar birtist þá grein á forsíðu, þar sem þessar upplýsingar er meðal annars að finna, og vitna ég nú orðrétt til bess er þar stend- ur með úrfellingum þó, með leyíi hæstvirts forseta: „Andrew Gilchrist, ambassador Breta á íslandi, íer héðan alfarinn ein- hvern næstu daga. Hann heldur fyrst til Bretlands — en þaðan til Chicago þar sem hann verð- ur aðalræðisrnaður. , Á miðvikudagskvöld var hon- um haldið kveðjuhóf í ráð- herrabústaðnum við Tjarnar- götu. 'Hver sem hlutur þessa brezka embættismanns i lar.dhelgis- deilunni hefur verið; — hefur hann persónulega og hans fjöl- skylda ekki átt sjö dagana sæla síðan deilan hófst. Menn muna grjótkastið á sencliráðið í byrj- un. Síðan hefur allur þorri ís- lenzkra embætismanna og íleiri íslendingar afþakkað öll boð brezka sendiráðsins og neitað að.stíga inn í það fæti, og' það var fátítt að brezka sendiherr- anum væri boðið til elns eða nein's' af opinberum aðilum hér.“ Þarna. höfðu sem segt um- ræður um þjóðmál á þingi, orðið (il þess að truflá okkar ráðherra, okkar fiskimá!astjóra- og máske fleiri sanna og góða íslendinga í bví að bæts brezka . ssndiherranum upp þurrlæti það sem þjóðin hefur sýnt hon- um síðan herskip þau, sem hann er hér talsmaðu' fyrir tóku að v.ernda fi'elsið á úthöf- inum. eins og framferði brezku víedrakanna í laildhelgir.m okk- ar heilir samkvæmt hugmynd- um hr. Andrew Gilchrist og- stjórnar þeirrar er har. i hefur hér starfað fyrir. 1 Hinu er svo ekki að r.úta. að' alltaf eru til, menn sem ekki kunna gott að meta, t. á. ekkf vinafögnuð. ríkisstjórnari.uaar og. Framhald á 11, sííu.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.