Nýi tíminn - 19.10.1961, Blaðsíða 9

Nýi tíminn - 19.10.1961, Blaðsíða 9
4) — ÓSKASTUND Sagan um Sirkus-Pétur Eftir ELSE FISHER-BERGMAN • Galdrakarl ræðst inn á sýningu Kvöld nokkurt var barna- og fjölskyldusýn- ing í sirkusnum. Pétur og Palli Jóns léku og sungu. Sirkusstjórinn sveiflaði svipunni og dýr- in léku allskonar listir. En það allra skemmti- legasta var þegar Milla dansaði á línunni. Línan var svo mjó, svo örmjó, en samt datt Milla ekki niður af henni, og mik- ið var hún falleg hún Milla þar sem hún dans- aði með sólhlífina sína í hendinni. Fn rétt um leið og Mi'la gerði erfiðustu sveifluna og stóð á öðr- um fæti, heyrðist brak og brestir, óp og óhljóð. Hræðilega Ijótur galdra- karl kom fljúgandi niður um sirkusþakið. Ó. ó. Milla hrapaði nið- ir, og fólkið æpti af skelf- ingu. Það leið yfir öll dýrin. sirkusstjórann. Palia Jóns og Pétur. Ha. ha, ha. ' gaidrakarlinn skellihló. Snotur kertastjaki Þú getur búið þér til bæði fallegan og ódýran kertastjaka til þess að hafa í herberginu þínu,' úr smábút af bambus. Bambusinn þarf helzt að vera 10 cm. í þvermál. Þú átt aðeins að nota einn lið, og saga bamb- usinn í sundur rétt fyr- ir neðan næsta lið þann- ig að stjakinn verði opinn að ofan. Svo strikar þú fyrir með blýanti hve stór glugginn á að vera, og sagar stykkið varlega úr. Áður en þú lætur kert- ið í stjakann skaltu bræða dálítið vax í botn- inn svo. það verði stöð- ugra. — Þetta skemmtilega leikfang vil ég fá, sagði hann. (Leikfangið, það var hún Milla). Og svo tók vondi galdrakarlinn hana Millu undir höndina og hvarf upp í gegnum sirkusþak- ið. (Framhald). Refurinn og krákan Slægur og brögðóttur refur sá hvar kráka sat á trjágrein með stóran ostbita í nefinu. Refurinn setti Lpp sinn mesta sakleysissvip og ávarpaði krákuna ísmeygilegri rödd: — Góða kráka, sagði hann, — það er ekki að- eins að þú sért fegursti fugl skógarins, heldur hef ég líka heyrt að þú hafir alveg dásamlega söngrödd. Gerðu mér nú'' þann heiður að syngja Framhald á 3. síðu. uausaruagur OKtuufl l'JOl RITSTJÓRI: UNNUR EIRÍKSDÓTTI R 7. árgangur — 33. tölublað. ÚTGEFANDI: ÞJÓÐVILJINN Úrið, sem geymdi tímann • • • Saga frá Spáni eftir Antoniorrobles • • • Þúfunefur er lítili drengur, hvorki ljós né dökkur heidur einhvers- staðar þar á milli, hvorki mjög góður né mjög slæmur, bara einhvers- staðar þar á milli. Þetta óvenjulega nafn sitt hlaut hann þegar hann var ofurlítill angi, vegna þess að nefið á honum var eins og iítil þúfa í miðju andlitinu. Þúfunefur átti guðföð- ur. sem einnig var guð- faðir Nínu systur hans, og var auk þess mikill listamaður. Á hverjum degi þegar Þúfunefur og Nina komu heim úr skól- anum spurði hann þau: — Hvað á ég nú að teikna fyrir ykkur í dag? — Drengurinn stóð við aðra hlið hans og telpan við hina meðan hann teiknaði allt sem þau báðu um. Dag nokkurn þegar þau systkinin komu heim spurði guðfaðir þeirra: — Jæja, hvað ó ég að teikna núna? — Teiknaðu — teikn- aðu fyrir okkur úr. sagði drengurinn. Og teipan bætti við: — Já, úr, teiknaðu úr. Guðfaðir þeirra sótti pappír og liti. og á með- an hann teiknaði út- skýrði hann fyrir þeim: — Þegar maður teiknar úr byrjar maður á að gera hring, og annan svo- lítið minni innan í hann. Þá þarf að gera kringl- óttan depil í miðju innra hringsins, og út frá hon- um tvo vjsa. Þú skrifan töluna 12 efst og 6 neðst, og töiuna 3 til hægri og 9 til vinstri. Vísarnir eru eins og tvær systurr þó ekki tvíburar, önnur er dálítið minni en hin.. Þessar tvær systur sýna þér hvað tímanum líður hvenær sem þú vilt. Ef maður ætlar að bera úrið í keðju eins og algengast er, þarf að setja ofurlítinn hring í skrúfuna sem úrið er dregið upp með. — Það er enginn vandi, sögðu systkinin. — Og nú, sagði guðfaðir þeirrar ætla ég að segja ykkur- söguna af úrinu. Dreng- ur að nafni Santiagn vann það í keppni í skóL anum. Það var alveg dá- samlegt úr. Það gaf Santiago tíma til alls^ sem hann þurfti að gera,. og þegar því var lokð gaf það honum líka tíma til að leika sér. Þið hald- ið nú kannske að Sant- iago hafi unnið verðlaun- in af því hann hafi lagt meira á sig en nokkur hinna drengjanna. Því var ekki þannig varið. Sannleikurinn var sá að Framhald á 2. síðu. 1 hinni cftirtcktarverðu grcin hcr á síðunni er m.a. rætt um kost og löst á því að ala upp afreksmenn í íþróttum eins og gert cr mcðal stórþjóðanna. Hér er einn þessara afreksmanna: langstökkv- arinn sovézki Ter Ovanesian. ,,Þ|óðíélagið, íþróttirnar og hinir nngn„ Það er algengt að heyra frétt- ir og frásagnir af því að for- ustumenn komi saman til að ræða það sam er að gerast í íþróttamálunum. Flestir þessara funda fjalla mest um skýrslur, um mót, leiki, árangur, met, ferðir úrvalsflokka, sem allt eru snörustu þættir starfsins í iþróttahreyfingunni í dag. Það er sjaldnar að maður heyri langar frásagnir um þing eða ráðstefnur sem fjalla um vandamál æskunnar og þann þátt sem íþróttirnar eiga að geta átt í því að leysa þau. Góðu heilli eru þó alltaf til hugsjónamenn sem vilja ræða vandamál æskunnar sérstak- lega, og leita að leiðum til þess að íþróttirnar geti orðið sem virkastar í þá átt að verða al- menningseign. í þessu munu Norðurlöndin vera einna fremst í heiminum, eins og svo mörgum sviðum félagsmála. Þau gangast fyrir fundum og námskeiðum fyrir menn sem vilja taka að sér leiðsögn ungra manna og leið- beiningar á sviði íþrótta. Á sL sumri fór eitt slíkt nám- skeið fram I Lýðháskólanum í Rómaríki. t Urðu þar miklar umræður um ýmislegt varðandi vanda- mál æskunnar og mörgum spurningum varpað fram og svarað. Frásögn af námskeiði þessu og fundahöldum birtist fyrir nokkru í málgagni Norska Iþróttasambandsins. Að námskeiði þessu stóðu Norðurlöndin 4: Danmörk, Finn- land, Noregur og Svíþjóð. ls- land átti þar engan fulltrúa. HINAR NEIKVÆÐU HLIÐAR Varðandi þetta atriði kom m. a. fram spurningin: „Hvaða nei- kvæðu hlið getum við sagt að íþróttalífið hafi?“ Þessi svör komu m.a. fram: Við álítum að ein af hinum neikvæðu hliðum iþróttastarfs- ins geti m.a. verið hin fjöl- mennu mót toppíþróttamanna, sem nú eru haldin, og líkjast fullkominni atvinnumennsku. Okkur er þó ljós sú áróðurs- þýðing sem það getur haft, en við höfum heldur ekki lokað augunum fyrir því að þau geta haldið sumum frá því að verða virkir í íþróttum. Nútíma íþróttir hafa orðið sýningaratriði . úrvalsmanna, sem krefjast gífurlegrar þjálf- unar, þannig að fjöldinn kem- ur ekki með, en heldur sig á áhorfendapöllum. Norrœnir leiStogar ! ræSa vanda- málin i dag ‘ Annað svar var á þessa leiðr Meiðsli, fyrst og fremst lík- amsmeiðsli, sem orsakast af æf- ingum íþrótta. Sálrænu áföHin geta líka komið vegna þess að allt heppnast ekki, og menn líta skökkum augum á töp sín, og að menn geta ekki haft vald á sjálfum sér. íþróttaofstæki getur leitt tit einhæfni. Að iþróttirnar séu látnar ganga fyrir öllu öðru. Þær geta líka ginnt til persónulegra á- vinninga. AÐ FÁ ÆSKUNA MEÐ Stjórnandinn Carl E. Wang flutti erindi sem hann nefndi: Þýðing íþrótta í nútíma þjóðfé- lagi, mark og leiðir. í sambandi við erindi þetta kom fram eft- irfarandi spurning: Hversvegna er það svo þýð- ingarmikið að draga æskuna með í íþróttlrnar einmitt í dag?' Danskt svar var á þessa leiðt í dag er það ýmLslegt sem get- Eramfa. á bls. 4. . . Fimmtudagur 19. október 1961 — NÝl TÍMINN — (9

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.