Nýi tíminn - 11.01.1962, Side 7

Nýi tíminn - 11.01.1962, Side 7
JÐVÍK JÓSEPSSON SKRIFAR UM AHAGSMAL N hagsmálum er líað, livort þjóð- arí’ramleiðslan — eða nánar til- tekið þjóðartekjurnar — fara vaxandi í nægilega ríkurn mæli, og hvort stefnt er örugglega í þá átt að auka raunverulegar þjóðartckjur. var framkvæmd af vinstri stjórninni og í fullkominni andstöðu við foringja Sjálfstæð- isflokksins log í rauninni í and- stöðu við alla þá, sem nú standa fastast með „viðreisnarstefn- unni“.. Það er nauðsynlegt að átta sig á þeim sannindum, að það er hægt að bæta gjaldeyrisstöð- una, án þess að þjóðartekjurnar vaxi. Það er hægt að slcera niður lífskjörin og það er hægt að stöðva endurnýjun tækja og safna þannig saman gjaldeyr- issjóði og peningainnstæðum í bönkum. En slík efnahagsstefna er röng, hún hefnir sín síðar. framleiðslu* árið 1961 að keyptir hefðu verið of marg- ir bátar, byggðar of margar verksmiðjur og stofnað til of mikilla skulda erlendis vegna slíkra framkvæmda. Afli á grunnmiðum bátaflot- ans hefur einnig orðið góður á árinu 1961. Smábátar á Aust- urlandi hafa fiskað betur en nokkru sinni áður. Enginn vafi leikur á að þessi góði afli er vegna stækkunar landhelginnar 1958. Stækkun landhelginnar þá Landbúnaðarframleiðslan hef- ur aukizt. Hver er ástæðan til þess? Tvímælalaust er ein að- alástæðan hin mika uppbygging og vélvæðing landbúnaðarins, sem átti sér stað á tímum vinstri stjórnarinnar. Þannig er lítill vafi á, að framleiðsluaukningin 1961 bygg- ist í aðalatriðum á þeim fram- kvæmdum, sem gerðar voru í tíð vinstri stjórnarinnar og þeirri stefnu sem hér ríkti í efnahagsmálum áður cn „við- reisnarstefnan'* kom til sögunn- ar. ★ Stórkostleg aukning fiski- skipaflotans, ★ bygging nýrra frystihúsa, ★ bygging síldarverksmiðja, ★ bygging sementsverksmiðju, ★ bygging nýrrar Sogsvirkj- unar, ★ stórfelld uppbygging land- bunaðarins ásamt mörgum fleiri stofnframkvæmdum — allt þetta kostaði að sjálfsögðu mikið fé, mikinn erlendan gjaldeyri; en með þessu var vcrið að leggja grundvöll undir framtíðar efnahagsþróun í landinu. „Viðreisnin" og framleiðslan En hvað hefur „viðreisnar- stefnan" gert til þess að þjóðar- framleiðsan geti farið vax- andi? „Viðreisnin" hefur svo að segja stöðvað allar bátabygg- byggingar. Nú kostar 70 rúm- lesta. fiskibátur 7„—8 milljón- ir króna og handbært peninga- framlag verður að vera 2V2 milljón krónur. Auk þess verð- ur kaupandinn að útvega er- lent lán fyrir tveim þriðju hlutum verðsins til minnst sjö ára. Afleiðingar „viðreisnarinnar“ eru þær, að fiskiskipaflota landsmanna er ekki einu sinni haldið við. I landinu eru um 600 fiski- bátar. Árlega þarf að minnsta kosti 30 nýja báta aðeins vegna við- halds og til þess að fylla í þau skörð, sem verða af tjónum. Togararnir eru um 50. Um tvö ný skip þarf að kaupa á ári aðeins til að halda í horfinu. Nú er þetta viðhald fiski- skipaflotans vanrækt. Samskonar vanræksla á sér stað í öðrum greinum sjávar- útvegsins. Og sömu sögu er að segja frá landbúnaðinum. Og hvað er að segja um orku- verin sem „viðreisnin“ hefur komið upp? Hvar er sambærilegt raforku- ver viðreisnarstefnunnar og síðasta Sogsvirkjun, sem gerð var á tímum vinstri stjórnar- innar? Nei, „viðreisnarstefnan" hef- ur ekkert gert, sem miðar að vaxandi framleiðslu. „Viðreisn- arstefnunni" er ætlað að safna peningum í banka og nokkrum gjaldeyri, á þann hátt. að svíkj- ast um að endurnýja fram- leiðslutæki þjóðarinnar. „Viðreisnarstefnan“ étur því upp stofninn sem aðrir lögðu til og framtíð þjóöarinnar átti að byggjast á. Framhald á 8. síðu. Þrír af stóru, nýju bátunum, sem fest voru kaup á í stjórnartíð A'instri stjórnarinnar og verið að koma til laudsins fram á síðasta ár. Þessir stóru og vel búnu bátar eiga drýgstan þátt í aukningu sjávaraflans á síðasta ári. Efst er Höfrungur II, norskbyggður bát- ur, sem um áramótin var hæstur Akranessbáta á vetrarsílðveið- ínni. Myndin var tekin þegar hann kom inn með 2000 tunnur daginn fyrir gamlársdag. I miðið er austurþýzki báturinn Arn- firðingur II og neðst Hafnarfjarðarbáturinn Auðunn, en myndin af honum er tekin úti í Noregi. GREIN HLÖÐVERS Framhald af 2. s(ðu. um Sovétríkin. Gott dæmi um þetta er Þjóðvarnarflokkurinn. Ég held, að flestir í þeim flokki hafi unnið, í góðum tilgangi og góðri trú, en af takmörkuðu hugrekki og öllu minna póli- tísku raunsæi. Það er ekki nóg að vera saklaus af kommún- isma. Sá sem ætlar sér að vinna gegn hernámsspillingunni, auð- valdssvínaríinu og cllu þess at- hæfi en fyrir sjálfstæði lands- ins, bættum kjörum og menn- ingu þjóðarinnar, verður að vera reiðubúinn að láta kalla sig kommúnista. Ef hann þolir ekki þá nafngift og aðrar verri — ég tel orðið ekki neitt skammaryrði — þá trevsti ég lítið á forustu hans. Sá sem ætlar sér að verða framherji nýrra hugsjóna, verður að geta staðið einn með hugsjónum sín- um, ef því er að skipta. Ætli , hann að geyma sér að segja sannleikann þangað til það er honum sjálfum hagkvæmt, er hætt við að hann segi þann sannleika aldrei. En afturhald- ið fyrirgefur engum, sem vinn- ur gegn því af heilum hug. Nú mátt þú ekki túlka orð mín svo, að við íslenzkir sósíalista'' eigum að gjalda jáyrði við öllu, sem þeir segja eða gera austur í Moskvu, en við ættum að láta okkur hægt um að dæma þá meðan við þekkjum ekki alla málavöxtu. Mér virð- ist, að oftast hafi Þjóðviljinn gætt hófs á þessu sviði, þótt honum kunni líka að hafa skeikað. Það má glöggt sjá, að Tímanum, Þjóðvörn, svo maður nefni nú ekki Moggann og Al- þýðublaðið. hefði oft komið bet- ur, að Þjóðviljinn væri ákaf- ari málsvari Sovétríkjanna, en hann er, og þá hafa þau bara tekið það ráð að ljúga því, að hann væri það. VI Ég lofaði þér því, að ég skyldi minnast ofurlítið á Stalín áður en ég lyki þessum línum. Meistari Þorbergur hefur eitt sinn sagt: „Gott skipulag skap- ar góða menn, sem gera skipu- lagið enn þá betra“. Þá var hann að svara þeirri röksemd, að sósíalisminn væri að vísu gott skipulag, en mennirnir væru ekki nógu þroskaðir fyr- ir hann. Eitthvað svipað hefur nú raunar oft verið sagt um kristindóminn. Það má eflaust segja, að Stalín hafi átt mikinn þátt í að skana þann sósíalisma, sem nú rikir í Sovétríkjunum, en sósí- alisminn liefur ekki skapað Stalín. Þegar .litið er á ævi- feril hans, allar þær ofsóknir, sem hann varð að þola í Rúss- landi keisarans eins og fleiri foringjar Bolsévika, alla þá grimmd, sem beitt var gegn al- þýðunni í Rússlandi, allan fjandskap auðvaldsheimsins gegn Sovétríkjunum, svik og undirferli bæði heima og er- lendis gegn málstað sósíalism- ans, þá er kannski ekki að furða þótt hann yrði bæði grimmur og tortrygginn, eink- um þegar leið á ævina. Hann var nú ekki alinn upp í neinu hálfvolgu lýðræðisríki eins og v;ð, frændi minn. Hann hefur eflaust talið sjálfur, og stundum ef til vill með réttu, að hann væri skarpskyggnari, en aðrir. Ýmsar ytri aðstæður, einkum Framhald á 10. síðu. Fimmtudagur 11. janúar 1962 — NÝI TÍMINN —

x

Nýi tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.