Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 14.03.1931, Blaðsíða 7

Skólablaðið - 14.03.1931, Blaðsíða 7
-7- eirikunnum, sje allsstaðar eins í útreikningn- um. En nú er til daanis munurinn á 5 og 6 i útreikningi 1 en á 1 og 2 er hann 16. Heð Þessu fyrirkomulagi væri Það unnið fyrir nem- endur, að til að vega. á móti -f8 i einu fagi Þyrfti ekki nema eitt fag með +8 og anriað með +5,5, svo að bekkjarprófi væri náð. Nú Þarf aftur á móti 7 fög með +8 og eitt með +3,67 til að vega. á móti stærsta minus. - í Þessu kerfi eru minusamir tveimur fleiri en i hinu, en hinar einkunnirnar eru Þó ekki nema einni færri, svo að hættan á að'fá min- us er ekki að sama ska.pi meiri, sem Þeir'eru fleiri. Þriðji minus i Þessu kerfi á að vera. gefinn fyrir litið eitt lakari frammistöðu en fyrsti minus i núverandi kerfi. En sjeu Þessir minusar bornir saman við lágmarkseink- unnimar, hver i sinu kerfi, sjest, að fyrsti minus i Þvi gamla liggiir 5,58 neðar en hún, en i Þessu er Þriðji minus ekki nema 4,00 lægri en lágmarkseinkunnin. Þaö er fljótsjeð, að Þetta kerfi hefur Þann stóra kost, að menn eru ekki útilokaðir frá stúdentsprófi, Þótt Þeir sjeu litt færir i einni námsgrein, ef Þeir eru góðir i öðrum. En Það mundi og láta mönnum að nokkru í koll koma, ef Þeir, sökum hirðuleysis, vanræktu Þær námsgreinar, sem Þeim eru minnst að skapi. Margt fleira mætti segja um Þetta fyrir- komulag. En Það, er sagt hefur verið, býst jeg við að nægi til að sýna, að með Þvi að taka Það upp, væri breytt til hins betra frá Þvi, sem nú er. Guðm. Guðmundsson. -----x----- SPYR oÁ, SEM EKKI VEIT. Nýskjeð hefur lykillinn aó kenslustofu 6. bekkinga C verið tekinn af umsjónarmanni bekkjarins og fenginn kennurum til varö- veislu. Skólareglumar mæla svo fyrir, aö umsjón- armaður "gæti lykilsins" svo að Þetta kemur mönnum undarlega fj'rir sjónir. Hvað veldur? Hvað hefur umsjónarmaður gjört af sjer? -----x----- SKÖLASECtLUENAR. Rector hefur enn i ár gefið nemendum kost á að leggja fyrir skólastjórn lær breytingar á reglum skólans, er Þeim Isetti æskilegar. Ritstjórninni Þykir rjett, að nemendur eigi reglumar i Þvi formi, sem nefnd nem- enda lagði Þær fyrir skólastjóm, og birtir Þvi reglurnar hjer i blaðinu, eins og feer komu fram frá nefndinni. -----x----- REGLUR FYRIR NEMENDUR HINS ALIíffiNNA MENNTASKÖLA I REYKJAVÍK eins og nefndin leggur til að Þær verði. Nemendur og kennarar skólans skulu temja sjer prúðmannlega framkomu, og i hvivetna haga sjer svo, sem samandi er. Skólanum skulu Þeir vera. hollir og sýna hver öðrum gagnkvaana varðingu. 1. gr. - Skólahúsið er opnað á hverjum morgni kl. 8, en kennslustundir byrja kl. 8,15, og eiga. nemendur Þá allir að vera komn- ir i sæti sin, hver i sinni kennslustofu. Kennslustundir standa venjulega til kl. 2,40 siðd. 2. gr. - Nemendur skulu geyma yfirhafnir sinar, höfuðföt og skóhlifar i fatastofu, hver á sinum stað, og er Þeim bannað að taka Þessa hluti með sjer inn i kennslustofur. 3. gr. - Nemendur skulu haf a ákveðin sæti i kennslustofum siniim og halda. Þeim allt skólaárið. Enginn nemandi má ganga. út úr kennslustund, nema með leyfi kennara, heldur skal hver sitja kyr i sæti sinu,Þang- að til stundin er úti og ha.fa. hvorki samræð- ur nje neinskonar óreglu. Ef svo ber við að kennari kemur ekki i kennslustund, skulu nemendur Þeirrar bekkj- ardeildar hvorki hafa umgang nje hávaða, en er 5 min. eru liðnar af kennslustund, skal umsjónarmaður gera rektor aðvart, eða ein- hverjum kennara, ef ekki næst til rektors, og afræður hann hvað gera. skuli. í kennslustundum skal jafnan vera hljótt á. göngum og í stigum skólans. 4. gr. - G-efa skal nemendum tómstund,10 min. á milli kennslustunda, og skulu Þeir Þá allir ganga. út úr kennslustofum og nota minútur Þessar sjer til hressingar undir berum himni, ef veður leyfir. Kennslustofur skulu lokaðar i frim. Umsjónarmaður geymir lykilsins. Þá er hringt er til kennslustunda, skulu nemendur ganga tafarlaust og stillilega. hver til sinnar kennslustofu. . Frá kl. 11 og 45 min. til kl. 1, er hlje

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.