Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1983, Síða 1

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1983, Síða 1
FRÉTTABRÉF ÆTTFRÆÐIFÉLAGSINS 1. tölubl. 1. árg. Febrúar 1983 Oft hefur verið rætt um að efla kynningarstarf á vegum Ættfræði- félagsins. í>að hefur dregist of lengi að hefjast handa. Nu er ætlunin að bæta úr þessu. Með þessu bréfi er Stigið fyrsta skrefið í þá átt að láta félagsmenn fylgjast betur með starfsemi félagsins* Það er von stjórnarinnnar að framhald verði á útgáfu þessa tengiliðar. Innihald fréttabréfsins verður í fyrstu fréttir af féiagsstarfinu og orðsendingar frá stjórninni. Það er einnig ætlunin að fréttabréfið verði vettvangur annars efnis. Til dæmis mætti hugsa sér að í blaðinu birtust útdrættir úr erindum sem flutt væru á félagsfundum. Það gæti Líka verið fróðlegt að birta stuttar athugasemdir eða greinarkorn frá félagsmönnum. Felagsfólk er hér með hvatt til að láta í sér heyra. Þar sem stærð fréttabréfsins er óráðin þyrfti aðsent efni að vera í sem ailra stystu máli. Það mun eðlilega ráðast af fjárhagsgetu og umfangi starfsins hversu oft fréttabréfið kemur út. Til að byrja með er hugmyndin sú að sameina fréttabréfið fundarboði, nema sérstakt annað tilefni gefist til. Ættfræðingar geta víst ekki talist pennalatir menn. Þess vegna væntir stjórnin þess, að þeir láti í sér heyra á þessum vettvangi sem öðrum. Manntalið 1845 komið út. í huga ættfræðings mun hið nýútkomna manntal frá 1845 vera ein merk- asta bók ársins 1982. Manntöl eru þeir stiklusteinar sem ættfræðingar nota mikið. VÍst er, að það er mikið ættfræðilegt efni sem fólk vildi fá gefið út. Það hefur lengi verið brýnt að koma út prentuðum hinum ýmsu manntölum. Þau hafa óumdeilanlegt gildi. Enn eru mörg merkileg manntöl óútkomin. Það er ósk og von ættfræðinga að það takist að halda áfram útgáfu manntala. Nanar verður fjallað um þetta nýútkomna manntal síðar í þessu fréttabréfi. í þessu manntali, sem mun öllum ættfræðingum að nokkru kunnugt, eru miklar upplýsingar sem eru taldar áreiðanlegar. 3jami Vilhjálmsson þjóðskjalavörður gaf út af miklum dugnaði og vand- virkni. Það er mikill kostur við prentaðar útgáfur á manntölum, að fólk er ekki eins háð opinberum skjalasöfnum og áður. Með útkomu t.d. manntals- ins frá 1845 gefst fólki um allt land kostur á því að hafaheimildarritið á borði heima hjá sér. Þetta sparar vitanlega mikla fyrirhöfn og mikinn tíma. Auk þess hlífir þetta frumritum í söfnum.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.