Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.1986, Blaðsíða 2

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.1986, Blaðsíða 2
-2- hann, hvað varð um hann? Hverjir voru eða eru niðjar hans, og hvat manna eru þeir? = Þetta eru meðal annars og aðallega þær spurn- ingar sem okkur eru ofarlega í huga,sem erum að fást við þessi fræði. Þetta þúttu næsta eðlilegar spurningar í mínu ungdæmi í minni sveit, þegar menn hittust á förnum vegi, og ef menn áttu eitthvert samneyti að ráði eða dvöldu samvistum, lá við að það þætti aula- háttur að vita engin deili á sínum næsta náunga eða samverkamanni. Nú bregður því fyrir í einmanaleik fjölbýlisins að sumum einstak- lingum finnist, að eftirgrennslan um uppruna þeirra og ætt, og tengsl við annað fólk,vera í ætt við það sem stundum er nefnt hinu óhugnanlega orði,persónunjósnir. - Hitt er þó miklu algengara og gleðilegt tímanna tákn, að yngri kynslóðin er forvitin um uppruna sinn. Tengslin við fortíðina hafa svo víða rofnað sökum búsetuskifta síðustu áratugi. Frændgarðurinn hefur tvistrast. Aður vissu flestir um nána frændur,því þeir bjuggu sjaldnast langt undan. Nú eru náfrændur á öllum landshornum og bærinn þar sem feður og mæður, ömmur og afar bjuggu, er aðeins rúst á grænum bæjarhól. Þarna er að finna orsakir ættarmótanna sem nú eru haldin svo víða, - en þetta var nú raunar útúrdúr. En hver er svo hvatinn að þessu grúski okkar um þennan eða hinn, spurði ég áðan, » þegar það eina sem oft og tíðum verður skrifað niður og bókfest, eru nokkur ártöl í ævi einstaklingsins og kring um nafn hans, ásamt fáum bæja- eða staðanöfnum. Þetta virðist í fljótu bragði ekki líklegt til skemmtunar eða frjósamrar vitneskju, en þó er það svo, oft og tíðum. Jafnframt því sem þú ert að fylgja ferli þessara einstaklinga,oft harla fábreyttum, bæ frá bæ eða sveita í milli, þá færðu innsýn í ævi þeirra og lífsbaráttu og margvíslegar kringumstæður, stundum með einu orði eða stuttri setningu,sem um þá er sögð, eða frá þeim, í miðjum klíðum lífs þeirra eða við leiðarlok. Hitt er líka stundum, - og oftar þegar lengra er aftur í tímann sótt, að þú festir naumast hendur á nokkru, heldur verður einungis þess var sem lesa má milli línanna í bókstaf- legri merkingu, með svo óskilgreinilegum hætti þó, að það verður naumast og máske alls-ekki öðrum tjáð. Þó segja megi að þær upplýsingar sem til eru um allan þorra manna frá liðnum tíma séu svo mjög af skornum skammti,er þó hægt eftir ýmsum kennimerkjum, að draga sennilegar og jafnvel öruggar ályktanir um fólkið, um atgerfi þess,og seiglu þess og úthald í baráttu við nakið allsleysið. Og sé lesin af kunnáttu sú örstutta umgetning sem finna má um margan einstakling er hægt að lesa ýmislegt út úr því, en þá þurfa menn að hafa nokkra þekkingu á lífssögunni og jafnframt staðfræðilega þekkingu á þeirri sveit eða héraði sem þessi eða hinn,

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.