Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.1986, Blaðsíða 8

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.1986, Blaðsíða 8
-8- "Þetta verk [Ættmeiður] má því teljast áframhald af Frændgarði, en þó í öfuga átt, upp á við, en ekki niður á við. Ættmeiður má það einnig heita, því að greinar stofnins verða óteljandi, eins og á miklum meiði. Þó ætti að vísu enn betur við að taka líkingu af rótunum, sem liggja í allar áttir og greinast djúpt í jörðu, svo að sumar verða aldrei raktar." Svo mælir einhver afkastamesti, núlifandi ættfræðingur á Islandi. Aftan á bókar- kápu Ættmeiðs stendur Þetta m.a.:"Með nákvæmri nafnaskrá og tilvísunum milli greina er gert auðvelt að finna hvern og einn og jafnframt að rekja fram allar ættir í kvenlegginn. Bókin ætti því að geta sparað mörgum þeim, er leita forfeðra sinna, mikla og tímafreka leit." FéLAGATALIÐ er væntanlegt úr prentun næstu daga. Möguleikar eru á að það verði afhent á fundinum 11. desember, en að öðrum kosti verður það sent í pósti fyrir jól. Gleðileg jól og ánægjuleg áramót!! Aðalfundur i janúar. Eins og félagar muna breyttum við lögum félagsins þannig í sumar, að aðalfundur skal haldinn í janúar ár hvert. Um leið var ákveðið, að reikningsárið skyldi vera almanaksárið. Starfstímabil núverandi stjórnar er því ekki nema tæplega hálft ár. Ekki verður annað sagt en að starfsemin hafi verið fjölbreytt og lífleg. Fundar- sókn hefur verið ágæt'enda fundarefni jafnan fróðlegt og umræður góðar. Með þessu 7. fréttabréfi ársins viljum við hvetja félaga til að hugleiða félags- málin og undirbúa tillögur um það sem til bóta horfir. -------------------------------------------------------, FELAGSFUNDUR í Ættfræðifélaginu verður haldinn að Dvalarheimili Rauða krossins (Hótel Hofi), Rauðarárstíg 18, fimmtu- I daginn 11. desember 1986 kl. 20:30. Fundarsalurinn verður opnaður kl. 19:30 vegna bóka- kynninga og fl. Fundarefni: 1. Kolbeinn Þorleifsson flytur erindi með skyggnum um Eyrbekkingabyggðir á Washingtoneyju. 2. Kaffihlé. 3. Félagsmál. Frá kl. 22:00 verður "frjálst kvöld." Stjórnin FRÉTTABRÉF ÆTTFRSÐIFÉLAGSINS. Otgefandi: Jtttfræðifélagið, Pósthólf 829, 121 REYKJAVÍK. Ritnefnd/ábyrgðarmenn: Arngrímur Sigurðsson, Keilufelli 2, 111 REYKJAVlK, s. 78144, og Einar Egilsson, Digranesvegi 56, 200 KOPAVOGUR, s. 40763.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.