Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.1986, Blaðsíða 4

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.1986, Blaðsíða 4
-4- skemmtun af þessu,kæra menn sig yfirleitt ekki um að láta bókfesta slíkar sagnir um sig eða sína, og sízt í bókum er teljast fræðilegs eðlis. Þetta hefur ekki verið ættfræðingum neitt vandaefni til úrlausnar; þeir hafa fundið mörkin, oftast nær, milli fræðimennsk- unnar og sögusagnanna. Verið gæti að sum ykkar færu að brosa með sjálfum ykkur, yfir þessu spjalli mínu um sannfræði, og verði þá hugsað til þess sem er vinsælt efni til aðhláturs, að við,þessir fræðingar rekjum ávallt eftir karlleggnum sem sé óviss, en ekki í kvenlegginn sem sé oftast nær viss, - okkar fræðimennska nái nú ekki lengra, og svo getur hver og einn sagt af því sögu, að allir viti að þessi eða hinn sé sonur eða dóttir þessa eða hins, þó svo að allt þessháttar tal sé oftast nær með öllu ósannanlegt og hvergi skjalfest,og af þeim sökum einum,þótt ekkert kæmi annað til,ætti ekki heima í slíkum ættrakningum. - Það gefur að skilja, að einhver lítill hundraðs- hluti, einhver fá prósent í öllum ættfræðirannsóknum allra tíma eru skökk, en svo er í fleiri fræðum,og flestum vísindum raunar, að þar er ekki allt sannreynt til hlítar,og er oft ekki hægt.Mín skoðun, sem mjög hefur styrkst með árunum er sú, að bollaleggingar og sögu- sagnir um rangfeðranir og fleira af því tagi,séu mjög orðum auknar og oft verði ein fjöður að heilli hænu,þegar út í þá sálma er farið. Stundum heyrist sagt sem svo, - að það skifti minnstu máli hverjir forfeður manns voru,heldur skifti hitt öllu máli hvað maður sé sjálfur að manngildi og atgerfi. Það er rétt,að það skiftir samtíðina mestu hverjir við erum, en við megum vera þess minnug, að dúfa hefur aldrei komið úr hrafnseggi. Það skiftir mestu máli og hefur gert ævinlega, hvað foreldrar okkar, afar og ömmur og aðrir áar lengra frá, hafa lagt til í þá síbreytilegu mannblöndun sem við hvert og eitt erum ávöxtur af. - Otlit,vaxtarlag, hreyfingar og framkoma; verklegir og andlegir hæfileikar, ásamt með skapsmunalegum kostum og göllum,er erft, - en svo kemur til uppeldis, atlætis og kringumstæðna að hjálpa til að gera okkur,hver og eitt, að einstaklingi sem lifi og starfi sér og samtíð sinni til sæmdar og gagns. - Fjórðungi bregður til fósturs,segir máltækið,og ber svo að skilja að ekki sæki einstaklingurinn nema að minna leyti atgerfi, hegðun og hátterni til uppeldisins, hinn þátturinn sé stærri sem sóttur er " úr ættanna kynlega blandi ", eins og Jón Helgason prófessor og fræðimaður orðaði það svo skemmtilega. Vegna þessarar vissu um andlegar og líkamlegar erfðir,er það ekki út í bláinn, eða einber hégómaskapur, eins og sumir vilja halda, eða látast halda, - að vilja vita einhver deili á ætt sinni. Ættfræðihneigð er algengari hjá okkur íslendingum en víðast hvar annarsstaðar og er margt sem stuðlar að þvi. Við erum fáir og vorum

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.