Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.1986, Blaðsíða 3

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.1986, Blaðsíða 3
-3- bjó og dó í, og þeirri miskunarlausu baráttu við skortinn sem tímum saman réði mestu um líf eða dauða fólksins í landinu. - Það er líkt og að leysa flókna gátu sem fyrir þig hefur verið lögð, að finna einhverja langa-langa=»langömmu (þær eru sextán) sem hefur verið hulin mistri sögunnar og geta komið henni inn í frændgarðinn á sinn stað, - og hver veit hversu margvísleg eða sérstök vitneskja berst þér í hendur í þessum eftirleitum. Þessar fáorðu umgetningar er ég minntist á, sem oft er eina eftirtekjan er grúsk okkar hefur leitt í ljós, verður ekki spenn- andi lestrarefni þegar það er sett á bók. Þá eru það orðin"fræði", og " fræði " hljóta að vera leiðinleg að margra dómi, og þeir vilja gjarnan fá þessi fræði krydduð með ýmiskonar sögum og frá-sögnum til skemmtilegheita, eða til þess að gera ættfræðina læsilegri. Ýmsum finnst sem ættfræðingar sneiði um of hjá þessháttar,annaðhvort af því að þeir séu í eðli sínu leiðinlegir, eða að þeir taki sjálfa sig of hátíðlega. Um þetta vil ég fara nokkrum orðum. Ættfræðin er sannfræði, með sínum takmörkunum, um fæðingu fólks og giftingu, búsetu og störf, dánardægur, börn og niðja og annað því-líkt. Sögur,sögusagnir og ýmislegt þessháttar er til um einn og annan, óbókfest og ósannanlegt og í breytilegri gerð. Margt þess- háttar er hægt að tína til,en slíkt er sjaldnast fræðimennska. - Nú er ég ekki að setja mig sem fræðimann, eða fræðimennskuna, neitt á háan hest, heldur að reyna að skilgreina munin á þessu tvennu, um leið og ég segi sem skoðun mína að þessu er ekki hægt að blanda saman svo vel fari. Margvíslegar sögur og frásagnir eru ekki sann— fræði og er með réttu hægt að bera á þær brigður, og þá um leið er gefið undir fótinn með að annað sem þar stendur, á undan eða eftir, sem heyrir undir sannfræði,kunni einnig að vera af því tagi að það megi draga í efa. Sannfræðileg atriði,nöfn og ártöl af því tagi sem áður er nefnt, sem varða okkur, foreldra okkar og forfeður, sem tekin eru upp úr opinberum gögnum,prentuðum eða rituðum, eiga ekki að valda hneikslunum manna eða óánægju, og skal þó fara iaeð nokkurri háttvísi. En ef við förum að segja afrekasögur eða gaman- og grínsögur um einn og annan, föður, afa eða langafa,þá lægi sá fræðimaður undir gagnrýni sem erfitt væri að hreinsa sig af. Smasaga um atvik,er sjaldnast sögð eins af tveimur, og því er þegar sannanlegt að sannleiksgildið í atriðum frásagnar er hæpið. Auk þess er svo hitt, að í fæstum til- fellum er það á mínu færi eða þínu að sanna að rétt sé með farið. Þá ber að hafa í huga viðkvæmni nær- eða fjærskyldra einstaklinga. Margir hafa gaman af að heyra grín um sinn náunga og má gjarnan vera blandað svolitlu háði eða ofursmárri illkvitni,en þó margur hafi

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.