Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1988, Blaðsíða 1

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1988, Blaðsíða 1
FRETTABREF ITRÆÐIFELAGSINS 4. tbl. 6. árg.______________________________________________________JQlí 1988 GUÐRON KVARAN: íslenzk mannanöfn séð frá ýmsum hliðum Fyrirlestur fluttur í Ættfræbifélaginu 26.5. 1988. "Því engi er sá mabur, hvorki meira háttar né minna, ab ekki fái eitthvert nafn, þá hann eitt sinn er til kominn, því allir foreldrar gefa heiti börnum sínum, þá þau eru fædd.” Þetta lætur Hómer Alkinóus segja við hina róðrargjörnu Feaka í áttunda þætti Odysseifskviðu. í þúsundir ára hefur tíðkazt að mönnum séu gefin nöfn, og dæmi eru urn þau í elztu rituðum heimildum. Astæöur nafngifta eru margvíslegar. Eskimóar trúa því t.d. ab rnaburinn sé saman settur úr þremur hlutum: líkama, sál og nafni. Gybingar gáfu alvarlega veikum sjúklingi nýtt nafn til þess að hann gæti styrkzt og orðið að nýjum manni. Sem dærni um slíkt nafn er Rafael sem merkir "guð læknar". Ýmsir þjóðflokkar telja að nafrii fylgi vernd. Það er trú indíánaþjóðflokks í Suður-Ameríku að hinn látni hafi undir höndum iista með nöfnum ættingja sinna og til þess að hanri komi ekki og sæki þá eru eftirlifendum gefin ný nöfn. Þeir leika þannig á hinn látna og hann þekkir þá ekki aftur. Aðrir þjóðflokkar gefa Ijót nöfn til þess að verja fólk gegn illurn öflum, t.d. rnerkir Sara á sanskrít, hinrii fornu tungu Iridverja, "rotin, skemmd" og Mara merkir "dauði". Nafngiftir eru svipabar í flestum evrópskum málum, og fjöldi nafnliða er öllum germönskum málum sameiginlegur. Að fornu báru Germanir aðeins eitt nafn, og þetta nafn varb um leið að vera hlekkur í ættartengslum. Elzta abferð þeirra til þess að minna á fjölskylduna var ab nota stuðlun. Tacitus segir í bók sinni um Germani frá bræðrunum Segestesi og Segimerusi, en nöfn þeirra hefjast bæði á s-i. i Nif lungaljóðinu þýzka nefnast búrgúndsku bræðurnir Gunther, Gernot og Giselher og konungarnir í Skjöldungasögu hétu Halfdan, Hróar og Helgi. Yngri abferb Germana var sú að foreldrar gáfu börnum sama náfn að hluta eba þá að hlutar nafna gengu í arf, en þab hafði þekkzt lengi hjá öðrum þjóbum. T.d. hétu synir Odysseifs Telemakhos og Telegonos, Sophokles var sonur Sophillosar og Sokrates sonur Sophroniskosar

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.