Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1988, Blaðsíða 16
16
UM ÆTTFRÆÐIFERÐINA.
Lagt verður af stað frá Hótel Lind Rauðarárstíg 18 kl. 08.00
laugardaginn 23. júli og ekið uin Hvalfjörð til Borgarness.
Frá hótelinu i Borgarnesi verður farið kl. 10.30 vestur á
Mýrar um Álftaneshrepp og Hraunhrepp. Stansað verður á
Alftanesi, Ökrum og vióar. Frá Ökrum veróur haldið upp í
Hítardal á slóöir Jóns Halldórssonar og fleiri merkra ætt-
fræðinga fyrri tíma. Þaðan verður svo haldið niður i Borgarnes.
Þar gefst góóur timi til aó skoða sig um og líta inn til Bjarna
Backmann safnvarðar í Safnahúsinu nýja, en i bóka- og skjala-
safninu er sérstök aðstaða fyrir ættfræðirannsóknir. Frá
hótelinu i Borgarnesi verður farið kl. 19.00 og ef veður og
aðstæóur leyfa er ætlunin að fara um Lundarreykjadal, Uxahryggi
og Þingvelli til Reykjavikur og koma þangað um kl. 22.00.
Aðalleiðsögumaður ferðarinnar verður Ari Gislason ættfræðingur
en fleiri fróðir menn rifja upp sögu og sagnir með ættfræðilegu
ivafi og lýsa staðháttum. Tilkynna þarf þátttöku fyrir föstudag
22. júlí í síma 40763 þar verða einnig gefnar nánari upplýsingar
um ferðina.
K5H KSfl BBSB E153I BH39
ÆTTFRÆÐIFERÐ
ÆTTFRÆÐIFÉLAGIÐ fer í ættfræðiferð vestur á
Mýrar og upp í Hítardal laugardaginn 23. júlí
næstkomandi.
Farið verður frá Hótel Lind, Rauðarárstíg 18,
kl. 8:00. Ráðgert er að koma til baka til
Reykjavíkur um kl. 22:00.
Aðalleiðsögumaður verður Ari Gíslason ættfræð-
ingur.
Fargjald verður 1200 krónur.
Tilkynna þarf þátttöku í síma 40763 fyrir
föstudag 22. júlí. Félagar eru hvattir til að
taka með sér gesti. stiórm'n
FRÉTTABRÉF ÆTTFRÆÐIFÉLAGSINS. Útgefandi: Ættfræðifélagið, Pósthólf 829, 121 REYKJAVÍK.
Ritnefnd/ábyrgðarmenn: Arngrímur Sigurðsson, Keilufelli 2, 111 REYKJAVlK, s. 78144, og
Einar Egilsson, Oigranesvegi 56, 200 KÖPAVOGUR, s. 40763.