Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1988, Síða 6
- 6 -
4. Yfirlit yfir sögu ísienzkra mannanafna.
Ef skrifa á um sögu íslenzkra mannanafna er af mörgu aö taka. Eins
og kunnugt er var mestur hluti þeirra nafna sem tíbkaðist hér í heibnum
sið norrænn að uppruna. Flest nafnanna voru einnig notuð í Noregi en
dálítið var um dönsk nöfn og seensk. Margir landnámsmenn báru keltnesk
nöfn, og lifa sum þeirra enn í dag ýmist sem eiginnöfn eða ættarnöfn og
önnur má finna í örnefnum. Nöfnin Kjartan og Njáli hafa lifað allt frá
landnámsöld. Önnur keltnesk nöfn hafa verið tekin upp aftur á pessari öld.
Nafnið Kormákur var notað frá landnámsöld T'ram á 14. öld en fellur þá í
gleymsku. í manntalinu frá 1910 má finna einn Kormák en 1982 eru þeir
orðnir tólf. Nafnið Brjánn er einnig talið keltneskt að uppruna. Ekki er
vitað um neinn íslending sem hét því nafni á landnámsöld en í Landnámu
er getið um Brjánslæk á Barðaströnd. í fornbréfurn kemur Brjánn fyrir
á 15. öld en síðan lítið sem ekkert fyrr en á 20. öld. Af keltneskum
kvenmannsnöfnum náðu engin að lifa fram á landnámsöld til okksar daga.
Aðeins þrjú nöfn virðast mér hafa verið endurlífguð. Árið 1982 hétu 22
konur Melkorka, en Melkorka var sem kunnugt er móðir Kjartans
Ólafssonar í Laxdælu. Tvær konur hétu Eðna 1982, en það nafn kom fyrir
á landnámsöld sem nafn á dóttur Ketils landnámsmanns á Akranesi. Þriðja
kvenmannsnafnið af keltneskum toga er Kaðlín en það bar ein kona 1982.
Kaðlín Göngu-Hrólfsdóttir var amma Einars skálaglamms.
Fáein engilsaxnesk nöfn voru notuð á fyrstu árum íslands byggðar.
Sem dæmi má nefna: Játgetr, Játmundur og Játvarður. Þar af hafa tvo
verið endurlífguð. Einn Játmundur er í þjóðskránni 1982 en fjórir
Játvarðar. Sem dæmi um kvenmannsnafn af engilsaxneskum uppruna er
Vilborg, sem notað hefur verið frá landnámsöld og fram á þennan dag.
Við kristnitöku urðu nokkrar breytingar á nafnsiðum, og þegar á 11.
öld fer að gæta nafna sem berast hingað með kristni. Með þeim elztu er
Jón, sem er stytting á Jóhannes. Talið er að Jón biskup Ögmundsson hafi
fyrstur borið það nafn en hann fæddist 1052. Önnur nöfn sem komu inn
með kristni eru t.d. Pétur og Páll, Tómas, Andrés og Filippus, sem öll
koma fyrir þegar á 11. og 12. öld. Athyglisvert er að María fer ekki að
tíðkast að ráði fyrr en á 18. öld en 1982 er það orðið sjötta algengasta
kvenmannsnafn á landinu.
Eftir að ísland er orðið hluti af ríki Danakonungs fer að bera á
dönskum og þýzkum nöfnum og áhrifin vaxa eftir því sem tímar líða. í
manntalinu 1703 koma t.d. fyrir nöfn eins og Jens, Jóakim, Jóst og Kláus.
í sama manntali eru einnig þrír sem heita Friðrik og níu sem heita
Kristján, en bæði þessi nöfn berast hingað frá Danmörku.
Sjálfstæðisbarátta íslendinga hafði talsvert áhrif á nafngiftir og
nöfn voru sótt bæði til fornbókmennta og goðafræði. Dæmi um slíkt nafn
er Ingólfur. Enginn hét því nafni 1703, einn 1801 og tveir 1855, En 1910
eru Ingólfar orðnir 166 og flest þeirra nafna voru gefin eftir