Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1988, Blaðsíða 11

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1988, Blaðsíða 11
- 11 - þjóðíundinn 1874. Annað dæmi er Ragnar. Enginn bar það nbafn 1703, enginn 1855 en 191 maður hét Ragnar 1910, og það nafn er nú í 21. sæti algengustu karlmannsnafna. Af goðfræðilegum nöfnum sem komust í tízku um síðustu aldamót má nefna Baldur, Bragi, Þór, Fregja, Laufey og Nanna. Ekkert þessara nafna hafði verið notað fyrren um miðja 19. öld og síðar nema Bragi sem borið er af einum manni 1703 og kemur fyrir að minnsta kosti einu sinni til forna. Á árunum 1931-1950 ber allnokkuð á nýjum nöfnum af engilsaxneskum uppruna. Af mörgu er að taka, en ég nefni sem dæmi Allan, Arthúr, Dan og Marvin, Alice, Annetta, Bessý og Bettý. Þessi breyting á rætur að rekja til vaxandi brezkra og bandarískra áhrifa á stríðs- og eftirstríðsárunum. Af þjóðskránni má sjá að öll þessi nöfn eru notuð enn og þeim fer fjölgandi. Tízkusveiflur af ýmsu tagi flokkast einnig undir sögu mannanafna. Til danskra áhrifa má rekja að mynda kvenmannsnöfn af karlmannsriöfnum og öfugt með því að nota ákveðin viðskeyti. Þessi nafnatízka kom upp á 19. öld og er orðin mjög útbreidd um aldamótin 1900 eins og sjá má í manntalinu frá 1910. Þá voru 6.8% nafna mynduð með viðskeytum. Þessi viðskeyti voru miklu færri í karlmannsnöfnum enda minna gert af því að skíra drengi í höfuðið á stúlkum en stúlkur í höfuðið á körlum. Þó rná finna viðskeytin -íus í Guðrúníus og Katríníus og viðskeytið -us í Liljus og Katrínus. Viðskeyti kvenmannsnafna voru mörg. Sem dæmi mætti nefna -etta í Árnetta, -ía í Axelía, Baldvinía, -ína í Daníelína, — Iín í Björnlín, -lína í Bárðlína, Einarlína, -ólína í Gíslólína og sína í Bjarnasína. Mjög var amazt við nöfnum af þessu tagi, og eftir því sem leið á öldina dró verulega úr þessari tízku. Arið 1982 er t.d. ekkert nafn af þessu tagi meðal 100 algengustu karlmannsnafna og 75 kvenmannsnafna. Bókmenntir hafa haft veruleg áhrif á nafngiftir og er forvitnilegt að kanna hve nöínum fjölgar skyndlega fyrir áhrif sögu eða Ijóðs. Ég get aðeins nefnt örfá dæmi. Arið 1910 var engin Kolbrún á landinu, þrjátíu árum síðar eru þær orðnar 122 og 883 árið 1982. Það sem veldur þessum vinsældum er án efa kvæðið Kolbrún. Það var ort á dönsku af Bertel Þorleifssyni, einum Verðandimanna, en þýtt á íslenzku af vini hans Hannesi Hafstein. Kvæðið varð f Ijótt vinsælt, en þó jukust vinsældir þess til mikilla muna þegar hluti þess, Kolbrún mín eínasta, var sungin inn á plötu af Hreini Pálssyni. Kolbrún sú sem Þormóður Kolbrúnarskáld er kenndur við hét Þorbjörg Giúmsdóttir og er kolbrún þar viðurnefni en ekki eiginnafn. Arið 1918 gaf Stefán frá Hvítadal út fyrstu Ijóðabók sína Söngvo förumannslns. Hún átti strax miklum vinsældum að fagna og hafði þegar verið gefin út þrisvar 1940. Eitt kvæðanna í bókini ber titilinn Erla. Sigvaldi Kaldalóns samdi lag við kvæðið og kom það út á plötu á milli 1935 og 1940. Þetta litla vögguljóð hreif hjörtu fólks með þeim árangri

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.