Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1988, Blaðsíða 14

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1988, Blaðsíða 14
- 14 - kvenna, sbr. nöfn eins og Þór, Örn, Már, Björk, Dögg, Ósk. Með þessurn riýju nöfnum eöa þessari nýju nafnatízku virðist hafa komið upp sá siður aö fyrra nafn af tveimur er gjarnan tvíkvætt en hið síöara einkvætt, t.d. Einar Örn, Ari Fregr, Linda Björk, Heiður Ósk Deiia má um hvort tvínefni séu æskileg, en lögum samkvæmt má hver maöur heita einu nafni eöa tveimur, og tvínefnasiöurinn er orðinn svo gróinn að erfitt yrði að berjast gegn honum. Rétt er þó aö benda á þrennt. Þeirri nýju tízku, sem ég gat um áöan, fylgir aö foreldrar reyna aö sýna frumleik og sjálfstæði í nafnavali. Þeir vel ja síður hefðbundin nöfn sem gengið hafa í ættum mann fram af manni. Þetta hefur oft í för með sér að valin eru óæskileg nöfn sem geta orðið nafriberunum til ama á lífsleiðinni. Oft er erfitt að beygja þessi nýju nöfn. Oftar en einu sinni hef ég verið spurð um beygingu nafns. Þá var búið að skíra barn og ættingjar næstum komnir í hár saman út af beygingunni. Sem dæmi mætti nefna Reginn. deilt varum hvort segja ætti í þágufalli Regin eða Regni. Mörg þessara nýju nafna eru ung í málinu sem skírnarnöfn og lítið ber á þeim. Meðal 100 algengustu nafna karla og kvenna 1982 er t.d. ekkert sem ekki telst gott og gilt íslenzkt nafn. En nýju nöfriin skjóta rótum og breiðast út og því er nauðsyn að fylgzt sé grannt með því hvaða nöfn eru gefin. Annað atriði sem rétt er að nefna er að talsvert ber á því að einsatkvæðisnöfn eru ekki beygð. Það er mun algengara um kvenmannsnöín en karla. “Ég ætla til Ósk, ég ætla til Björg" segja ekki aðeins börn heldur einnig fullorðnir í vaxandi mæli. Ekki er gott ab segja hvernig á þessu stendur. Ef til vill eiga tvínefnin eirihverja sök því að algengt er að fyrra nafnið sé beygt en hið síðara látið óbeygt, ef um kvenmannsnöfn er að ræða t.d.: ég ætla til Elvu Björk. í karlmannsnöínum er fyrra nafnið oft óbeygt en hið síðara beygt t.d.: ég ætla til Einar Gunnars. Víst er þarna vandamál sem glíma þarf við. Ef fer sem horfir endar með því að beyging mannanafna riðlast öil og verður þá erfiðlega aftur snúið. Því tel ég nauðsynlegt ab drepa á þetta atriði í bók ætlaðri almenningi. Ég hef nú komið víða vib og af mörgu er enn að taka. Ég læt þó hér staðar nurnið og þakka áheyrnina. Guðrún Kvaran orðabókarritstjóri

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.