Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1991, Blaðsíða 3

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1991, Blaðsíða 3
3 Guðríður Oddsdóttir kona Ketils Bjarnasonar og móðir Úlfheiðar var fædd 1757. Hún var dóttir Odds Gíslasonar er bjó á Egilstöðum í Ölfusi 1783. Um konu hans móður Guðríðar er mér ókunnugt. Oddur Gíslason bóndi á Egilstöðum var fæddur 1724. Foreldrar hans voru Gísli Oddsson bóndi í Ósgerði í Ölfusi 1729 og 1747 og kona hans Þorgerður Ásbjörnsdóttir sem sögð er 39 ár í Manntali 1729 en mun talin þar tveimur árum of gömul. Foreldrar Gísla Oddssonar bónda í Ósgerði voru Oddur Gunnarsson f. 1673 og kona hans Guðný Kjartansdóttir f. 1673. Þau bjuggu 1703 í Potti (Vestri-Kálfholtshjáleigu) í Holtum, 1709 á Húsum í Holtum og 1729 í Jórvík í Flóa. Þorgerður Ásbjörnsdóttir kona Gísla Oddssonar bónda í Ósgerði er vafalítið sú sem var 11 ára 1703 í Gljúfurholti í Ölfusi þó tveimur árum skakki um aldur hennar miðað við manntalið 1729. Foreldrar hennar voru Ásbjörn Þorvarðsson f. 1652 d.1727, bóndi í Gljúfurholti 1703 en á Eystriþurá 1708, og fyrri kona hans Þóra Tómasdóttir f. 1666. Þeirra feðga Odds Gíslasonar á Egilstöðum og Gísla Oddssonar í Ósgerði er getið í bókinni Ölfusingar en engin grein gerð þar fyrir ættartengslum þessa fólks. Það sannar þó á engan hátt að þessi ættfærsla sé röng hjá Hannesi Þorsteinssyni því sú bók er meingallað rit og varla nema hálfunnið verk. Að síðustu vil ég geta þess, þó ekki komi fyrirspurninni við, að Einar Einarsson bóndi á Jaðri, maður Úlfheiðar Ketilsdóttur, var ekki sonur Einars Sveinssonar bónda í Köldukinn eins og sagt er í Víkingslækjarætt. (Gamla útgáfan bls. 323.) Foreldrar hans voru Einar Jónsson f. 1747 d.6.febr.1811 bóndi í Kvíarholti í Holtum og fyrri konu hans Guðrúnar Einarsdóttir f. 1750 d.25.ágúst 1785. Ætt Einars Jónssonar í Kvíarholti er ókunn en foreldrar Guðrúnar Einarsdóttur voru Einar Magnússon lögréttumaður í Haga og síðar Stúfholti í Holtum f. 1681 enn á lífi 1762 og þriðja kona hans Þuríður Jónsdóttir f. 1709 d.27.okt.1790. Einar Einarsson fékk að erfðum úr móðurætt sinni lítinn óbyggðan part úr Þykkvabænum og á þeim jarðarparti byggði hann sér nýbýli 1815 og nefndi Jaðar. Þingskálum á Rangárvöllum 18.júli 1991. Valgeir Sigurðsson. Konráð Bjarnason og Páll Lýðsson fá sérstakar þakkir fyrir frábæra leiðsögn í Sumarferð Ættfræðifélagsins um Árnessýslu þann 20 júlí síðastliðin. Eins þökkum við samferðafólki okkar fyrir ánægjulega ferð. Stjórnin

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.