Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1992, Blaðsíða 3

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1992, Blaðsíða 3
Eggert heíur án efa verið frændi ívars Víkingssonar kanslara, þar sem uppsetning innsigla þeirra er sú sama. En þar sem þetta vopnamerki er algerlega óþekkl í Noregi fyrir þeirra dag, er mjög líklegt að það berist frá Dan- mörku, þar sem það er algengara. Ég hefi hér áður skýrt frá hugmyndum mínum um tengsl ívars við hinar dönsku ættir. Við athugun á þeim ættum, sem Danir kalla einu nafni Skram kemur í ljós að þær búa að einni undantckningu á svipuðum slóðum í Suðurjótlandi í nágrenni Ribe. Þær hafa samskifti h vor við aðra og eru eflaust stofnar af sama meiði. Aðeins ein ættgreinin nefnir sig Skram en hún lifir lengst og blómstrast mest. En aðrir ættmenn bera önnur viðurnefni, sem hafa verið persónuleg og ekki hugsuð sem ættarnöfn eins og gerist í Skramætt. Riddarinn Jón Jónsson litli er sá eini af þessum ætlmcnn- um, sem ekki býr á sínum heimaslóðum. Viðurnefni hans, litli, hefur verið til aðgreiningar frá samnefndum föður sínum frekar en hann hafi verið lítill vexti. Faðir hans kemur ekki við heimildir svo vitað sé og gæti hann hafa andast ungur og sonur hans borið nafn hans. Hr. Jón kemur yfirleitt við bréf, sem tengjast Margréti drottningu eða Eiríki konungi og gæti það bent til þess, að hann hafi tilheyrt daglegri hirð þeirra. Hann selur talsvcrt af eignum sínum í Suðurjótlandi en ávallt í gegnum um- boðsmann, sem sýnir að hann dvelur ekki þar um slóðir. í cinu þessarra bréfa kemur fram, að riddarinn Valdimar Sappe hefur verið afi hans og þá móðurfaðir, því hann nolar allt annað vopnamerki en Skramætt. í Danmarks adels aarbog (1914) cr Valdimar Sappe talinn sonur Abels Valdimarssonar, launsonar Valdimars Eiríkssonar, her- toga af Suðurjótlandi. I innsigli Valdimars er hann aftur á móti sagður Eiríksson og hefur hann því verið launsonur Eiríks Valdimarssonar, hertoga og bróður Abels. Valdimar Sappe fer árið 1355 suður í páfagarð ásamt Ingeborg, konu sinni. Þar er hann nefndur í páfabréfi “ Nobil viro Valdimaro nato quondan Erici ducis Jutie militi et mulicr ejus Ingeborg” þ.c. göl'ugi maður Valdimar riddari fæddur af Eiríki fyrrum hertoga af Jóllandi og kona hans Ingeborg. Þessi heimild tekur af allan vafa um faðerni Valdimars. Valdimar er eflaust fæddur áður en Eiríkur hertogi kvænist árið 1313, en í því hjónabandi átti hann Valdimar, hertoga af Suðurjóllandi, sem um tíma var konungur í Danmörku sem leppur móðurbræðra sinna, greifanna af Holstein. Dóttir Eiríks hcrtoga var einnig Hclwig, móðir Margrétar drottningar. Hr. Jón litli erþví að 2. og 3. lið við Margréti að skyldleika. Það er því skiljanlegt, að hann dvelur mjög við hirð hennar. Margrét drottning veitir þessum frænda sínum lén á Fjóni í Orebirk og Skamhérað. Hún innleysir þetta lén 12/ 11 1397 væntanlega til að veita það hr. Jóni og heldur hann því til dauðadags. í Danmarks adels aarbog (1916) er gert grein fyrir ættinni Skinkel, sem var frá Holstein en hefur komið til Danmcrkur með greifunum af Holstein, sem öllu réðu í Danmörku um tíma í gegnum systurson sinn, Valdimar Eiríksson. Skinkelættin sest að á Fjóni og eru nefndir bræðurnir hr. Ludeke og Skele Otte Skinkel búsettir þar eftir miðja 14. öld. Hr. Ludeke er höfuðsmaður í Nyborg en ekki er vitað um, h vort Skele Otlc hefði einhver lén þar, en hann hefur kvænst inn í danskar ættir og er frá honum mikil ætt á Fjóni. Meðal barna hans var riddarinn Bcrncke Skinkel, höfuðsmaður í Hindsgavl á vesturströnd Fjóns. Hann átti miklar eignir á Fjóni auk þess sem Margrét drotlning veitti honum ýmis lén á þeim slóðum. Það cr athyglisvert, hvernig þau fléttast saman við eignir og lén hr. Jóns. Skele Otte Skinkel átti dóttur að nafni Birgittc, scm ættbækur telja gifta hr. Jens Skram. Nú kemur fyrir í hcim- ildum hr. Jens Skram á árunum 1388-1424 og var búsctlur á Jóllandi. En það geturekki verið hann.því konahans var Elsif Níelsdótlir og er hún nefnd 1388 og vcrður ckkja eftir hr. Jens Skram. En Birgitte hefur verið kona hr. Jóns litla (Skram), sem býr á Fjóni í samkrulli við Skinkelættina. Hcimild hinna dönsku ættbóka er ekki samtímaheimild hcldur mikið yngri og nafn Jóns breytist í hið algengara nafn Jens enda hverfur Jónsnafn nokkuð fljótt hjá Dönum. Ættbækurnar hafa vitað að eiginmaður Birgitte hafi verið af ættinni Skram en ekki áttað sig á því, að hann hafi aldrei borið það nafn. Birgilte hefur andast um 1400 í þeirri pest, sem gengur um Norðurlönd og berst til íslands á árunum 1402- 4. Það er vitað, að hr. Jón litli kvænist frú Abele Al- brektsdóttur af Tovskov, ekkju hr. Olte Snafs, sem andast 1402. Þcirra sonur var Anders Jónsson af Tovskov, sem kvænist Gisele Folmersdótlur (Knob). Hcnnar móðir var Anna Pétursdótlir (Oxe), systir frú Lucic Pétursdóttur, cig- inkonu norska riddarans hr. Eiríks Björnssonar í Raadc í Víkinni í Noregi. Eggert lögmaður er á cinhvern hátt tengdur hr. Eiríki eins og síðar kemur fram. Þá er að athuga, hvort hr. Jón litli gæti hafa átt börn með Birgitte Ottcdóttur Skinkel. Hcr berast böndin sér- staklega að Kristjáni Willæ, sem innsiglar með hálfa einhyrningnum. Ekki kemur fram föðurnafn hans í hcim- ildum né innsigli. Viðurnefni hans er í innsiglinu ritað Wildæ (hinn villti?). Hann kvittar Árhúsbæ fyrir skattinn af Árhús um 100 mrk. dags 18/1 1415 í Aarhus. En skv. bréfi dags. 11/11 1413 í Hindsgavl á Fjóni kvittar Nafni Jcnsson, kanoki í Roskilde en síðar biskup í Odense fyrir skatlinn í Aarhus. Það er athyglisvert, að Nafni Jensson er staddur í Hindsgavl í þessu tilefni og það mætli hugsa sér, að höfuðsmaðurinn þar hafi eitthvað með innheimtuna að gera og fyrrnefndir menn hafi aðeins verið hans umboðs- menn og þénarar. Hr. Bemeke var bróðir frú Birgiue Ottedóttur, konu hr. Jóns litla. Kristján Willæ gæti því verið systurson hr. Berneke og verið í hans þjónustu. Hr. Berneke Skinkel héltHindsgavl til dauðadags árið 1418 og eftirmaður hans verður Albrckt Bydelsbak og er hann nefndur 1419 í Hindsgavl en árið 1423 er hann orðinn höfuðsmaður í Baahúsi í Víkinni og hcldur því fram til 1441, þegar norðmenn krefjast þess við hyllingu Kristofers af Bayern, að norðmaður verði þar höfuðs- maður. Albrekt er mjög líklega sonur hr. Valdimars Sappc Bydelsbaks, sem gæti hafa haldið Baahús á árunum 1396- 1400. Hr. Valdimar Bydelsbak hefur verið dótturson hr. Valdimars Sappe eins og Jón litli. Þar sem faðir hr. Jóns 3

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.