Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1992, Blaðsíða 6

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.07.1992, Blaðsíða 6
því konungur hafði losað kanslaraembættið frá embætti prófastsins við Maríukirkju í Osló í tíð forvera Jens. En Norðmenn kröfðust þess við hyllingu Kristofers af Bayern, að embættið yrði aftur flutt til baka og varð Gunnar Holk kanslari 1443-53, en hann tekur við biskup- sembættinu við dauða Jens Jakobssonar. ívar Víkingsson varð þá kanslari eins og fyrr segir. Jens Jakobsson var mikið fjarverandi frá biskupsstól sínum og dvaldi þá við hirð konungs og hélt þá ýmsa umboðsmenn t.d. Gottskálk Kcneksson Hólabiskup á árunum 1440-3. Gottskálk var kjörinn af erkibiskupi árið 1440 en varð að bíða eftir biskupstól sínum, því páfi hafði kjörið Englending, sem aldrei kom til landsins en gaf upp stólinn 1443 og fékk þá viðurkenningu páfa. Jens var ávallt óvinsæll í Noregi og þótti vcra aðaltalsmaður danskra áhrifa í Noregi. Það kom jafnvel til tals að flytja hann á danskan biskupstól með því að láta hann skifta við norðmanninn Þorleif Olafsson, biskup í Viborg. Um ætt frú Margrétar Johansdóttur er ekki fyllilega ljóst, því ekki þekki ég innsigli hcnnar. En vcgna Jóhönnu- nafnsins hcfur mér helst dottið í hug, að hún hafi verið dóttir Jóhönnu Amaldsdóttur Gerst, en hún var tvígift. Fyrri maður hennar var af ættinni Ziesendorf frá Meklen- burg. Ekki þckkist nafn hans, en sá Johan Ziesendorf, sem kemur við bréf 1458 er frekar sonur hennar en eigin- maður. Síðari maður hennar var Lyder van Bergen og voru böm þeirra Anders van Bergen, sem kemur við heimildirásíðari hluta 15. aldarog Ingcborg Lydersdótlir, móðir hinnar frægu Ingegerd Ottesdóttur af Austrátt, en hún og danskir tengdasynir hcnnar koma mjög við sögu Noregs á fyrri hluta 16. aldar. Það er alls ekki ólíklegt, að fyrri maöur Jóhönnu Amaldsdóttur hafi heitað Johan og þau verið foreldrar frú Margrétar, sem hefur látið dóttur sína heita eflir móður sinni. Ættin Ziesendorf er þekkt í Meklenburg þegar á síðari hluta 13. aldar en erfitt er að greina hana í sundur í heimildum. Menn af ættinni berast til Svíþjóðar með Albrckt hcrtoga af Meklenburg, sem barðist til valda um konungstign í Svíþjóð gegn Fólkungaættinni cn varð að lokum að láta í minni pokann gagnvart Margréti drolln- ingu.Zicsendorfarnir hafa sestað í Svíþjóð og samið frið við Margréti og berast þaðan yfir til Noregs. Fikkc Zie- sendorf kemur við norsk bréf á árunum 1406-16 og cr búsettur í Víkinni og hefur mjög líklega verið tcngdafaðir Jóhönnu Arnaldsdóttur. En heimildir um þessa ætt cru af skomum skammti. Jóhanna Amaldsdóttir var af annarri þýskri ætt, sem ncfndist Gerst. Hún var þó eldri í Norcgi og var upprunnin frá eyjunni Rugen norðan Pommern en hafði gengið í þjónustu Ingibjargar Hákonardóttur hertogaynju á fyrri hluta 14. aldar, en móðurætt hennar var frá Rugen. Jó- hanna var systirriddarans hr. KolbjarnarGerst, sem kemur við heimildir 1430-54. Þau hafa verið böm hr. Gersts, sem kemur við heimildir í byrjun 15. aldar en er aldrei nefndur með nafni. En af innsigli hr. Kolbjarnar sést, að hann hefur verið Arnaldsson. Jóhanna systir hans er aðeins nefnd í norskum erfðasögnum en kemur ekki við aðrar heimildir, en hún nefnist alltaf Amaldsdóttir. Af nafni sonarins sést, að hr. Arnaldur Gerst hefur verið kvænlur inn í norskar ættir og hefur væntanlega verið tengdasonur Kolbjarnar Ketilssonar, vopnara, sem kemur við heimildir um 1370 og gæti verið kvæntur inn í Suðurhcimsætt eftir jarðeignum hr. Kolbjarnar Gersts að dæma. Þctta cr þó aðeins getgátur af minni hálfu. Engar heimildir eru fyrir þessum tengingum. Ekki er vitað mcira um þcssa Gersts- ætt. Ég hefi nú gcrt grein fyrir hugleiðingum mínum um næstu framættir Hannesar Eggertssonar, hirðstjóra. Eins og séð verður eru engar beinar heimildir fyrir þeim heldur má leiða mismunandi sterkar líkur að þeim með saman- burði mismunandi heimilda. í sjálfu sér eraðcins heimild fyrir því, að Hannes hafi verið sonur Eggerts Eggcrtssonar, lögmanns í Víkinni. íslenskir afkomendur Hannesar virðast lítið vita um framættir hans a.m.k. hafa engar vísbendingar varðveist. Þó mætti halda, að Eggert Hannesson, lögmaður og hirð- stjóri, hafi haft áhuga fyrir afa sínum, því hann fær stað- festingarbréf á aðalsbréfi hans frá 1488 um leið og hann nælir sér í hirðstjóraumboð yfir íslandi 1551. En á sama tíma höfðu Hvítfeldarnir yfirstjórn yfiríslandi, þannig að Eggert gæti verið umboðsmaður þcirra. Hvítfeldarnir voru ættaðir frá Fjóni og eru framættir þeirra nokkuð óljósar, en það er samt talið, að þeir gætu verið afkom- endur Skele Otte Skinkel, þannig að fjarskyldur skyldlciki hefur verið á milli Páls Hvítfelds og Eggerts. Annar merkilegur Fjónbúi tcngist íslandi á dögum Hannesar Eggertssonar. Það var hr. Sörcn Norby, scm cr talinn meðal merkilegri sjóhetja Dana. Hann er sendur til íslands árið 1514 af Kristjáni II og hann er talinn hafa haft landið að léni árin 1515-17, en á þcim árum er Hanncs Eggertsson talinn hirðstjóri sem fyrr segir. Hr. Sören Norby var ákafur stuðningsmaður Kristjáns og scm flciri vildi ekki þjóna öðrum konungi. Hann gckk í þjónustu keisarans af Þýskalandi og andaðist á Ítalíu. Ennþá minna er vitað um framættir Norbyættar, en þeir eru af svipuðum slóðum og Hvítfeldarnir. í gegnum Görseætt hefur Hannes Eggcrtsson vcrið skyldur tveimur hirðstjórum á íslandi, Hans Rantzau, scm var hirðstjóri 1412 og eftirmanni sínum, Jóhanni Ped- ersen, hirðstjóri 1525-29. En með tengingunni við hertogaættina af SuÖurjót- landi opnast hcldur bctur framættarleiðir Hanncsar og þeirra íslendinga, sem rekja ættir sínar lil hans. Raktar hafa verið um 200 ættgrcinar til konungs- og keisaraælla, hertoga-, markgrcifa- og greifaætta víða um Evrópu. Ef telja ætti einhver nöfn forfeðra Hanncsar af handa- hófi mætti telja frá honum talið: í 10. lið: Abcl Valdimarsson, kon. Dana d. 1252 Jarismar fursti af Rugcn d.1260. í 11. lið: VaIdimarsigursæli,kon. Danad. 1241, Adólf IV grcifi af Holstein d. 1261, Svantepolk hertogi af Pom- merellen d. 1266. í 12. lið: Valdimar mikli, kon. Dana d. 1182, Albrekt bjöm,hertogi af Saxlandi, Sancho, kon. íPortugal d. 1211, Mieszko III, hertogi af Póllandi d. 1202. í 13. lið: Hinrik ljón, hertogi af Saxlandi og Bayern d.l 195, Knútur Magnússon, kon. Dana d. 1157. í 14. lið: Magnúshertogi afSaxlandid. 1106, Hinrik II, 6

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.