Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.1992, Blaðsíða 3

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.1992, Blaðsíða 3
Eyjólfur Jónsson: Ríkey Helga Sigríður Þeir sem grúska í ættfræði reyna oft að rekja æviferil fyrri kynslóða. Þessi leit er oft tafsöm og leiðin ekki ávallt auðrötuð, þótt viðkomandi einstaklingur haldi óbreyttu nafni og föðumafni alla sína ævidaga. Hér á eftir verður fjallað um konu, sem á annan hátt er skráð í kirkjubók Ögurþinga við fæðingu, en þar sem hennar er getið í dánarskrá á ísafirði. Ríkey Helga Sigríður Kristjánsdóttir var fædd 4. desember 1873 á Hvítanesi í Ögurhreppi. Kirkjubókin skráir þannig foreldra hennar: Jóh. Kristján Karl Ebenesersson og Rebekka Bjamadóttir (38 ára) ógift vinnuhjú á Hvítanesi, hans 3., hennar 2. brot. Móðirin Rebekka var fædd 20. júní 1836 á Seljalandi íÁlftafirðidóttirBjarna, f. 1811,d. 1861, Jónssonarbónda á Seljalandi og k.h. Helgu Borgarsdóttur, Jónssonar. Helga var f. 1805 í Tungu í Valþjófsdal og dó 16. des. 1846 á Seljalandi. Bjarni var tvíkvæntur, fyrr Helgu Borgarsdóttur og eignuðust þau fimm dætur og síðan Kristínu Jónsdóttur og áttu þau sjö böm. Niðjar Bjama em fjölmargir. Af dætrum Helgu dóu þrjár bamlausar, en Rebekka og Sigríður eignuðust böm. Aðeins ein dóttir Sigríðar, Helga Guðmundína, f. 1866, d. 1934, Sveinbjamardóttir, á aíkom- endur. Rebekka Bjamadóttir giftist ekki en eignaðist þrjú böm, sitt með hvomm manni. Fyrst átti hún andvana dreng, er fæddist 1866 í Súðavík. Næst var Ríkey Helga Sigríður og loks Bjöm Helgi, f. 1876 í Súðavík, Kristjánsson, síðar formaður og útgerðarmaður í Súðavík og Hnífsdal, er drukknaði í Sundunum við ísafjörð 14.júní 1927. Þau urðu ævilok Rebekku að hún varð úti 21. nóvember 1890 á leið frá Hestfjarðarkoti yfir í Álftafjörð. Skráður faðir Ríkeyjar Helgu Sigríðar var Jóh. Kristján Karl Ebenesersson þá vinnumaður á Hvítanesi, f. um 1830 í Þórukoti í Þorkelshólshreppi í Húnavamssýslu. Ríkey Helga Sigríður var á Seljalandi í Álftafirði 1880 og hún fermdist í Ögurþingum 1888. Húsbændur hennar voru þá Jón Bjarnason og k.h. Gróa Jónsdóttir búendur á Seljalandi. Gróa og Rebekka móðir Ríkeyjar vom systkina- dætur. Árið 1890 varRíkey HelgavinnukonaáSvarthamri í Álftafirði og var þar enn í árslok 1893,20 ára vinnukona. Allan þann tíma sem þessi stúlka var í Álftafirði er hún skrifuð Ríkey eðaRíkey Helga Kristjánsdóttir. Ekki hefur fundist hvert hún fór fyrst þegar hún yfirgaf Álftafjörð 1894. Árið 1897 er, samkvæmtmanntali, íhúsi Bjama Jóhan- nessonar skipstjóra, m.a. Helga Magnúsdóttir 24 ára vinnu- kona. Helga var þar ekki 1896 og er farin þaðan 1898. Bjami var kunnur skipstjóri og stjómaði oft fiskiskút- um frá ísafirði. Meðal innkominna í Skarðsþing í Dala- sýslu 1899 er Helga Jónsdóttir (svo) vinnukona, er kom frá Stykkishólmi í Rauðseyjar. Á manntali í Rauðseyjum í árslok 1899 eru m.a.: Kristján Stefánsson 23 ára vinnu- maður, sem þar hafði verið árið áður, og Helga Ríkey Jónsdóttir (svo) 26 ára vinnukona. Hún var þar enn í árslok 1900. Kristján fór úr Rauðseyjum 1900 til Ólafsvíkur, en Rikey Helga fór þaðan 1901 og var talin fara til Stykkishólms. Eftir aðalmanntali 1. nóvember 1901 eru í Glaumbæ á Bíldudal, m.a.: Kristján Stefánsson 24 ára, ókvæntur, f. Skarðsþingum, húsbóndi er stundar trésmíðar og sjómennsku hjá P.J. Thorsteinsson og Helga Sigríður Magnúsdóttir, ógift, 27 ára, f. Ögurþingum, bústýra hans. Þau eru bæði sögð koma til Bíldudals úr Rauðseyjum 1901. Þann 11. janúar 1902 voru gift á Bíldudal Kristján Stefánsson lausamaður og Helga Sigríður Ríkey Magnúsdóttir bústýra hans. Kristján var fæddur 29. janúar 1877 á Ballará á Skarðsströnd í Dalasýslu. Foreldrar hans vom Stefán Steinsson bóndi á Krossi og Una María Jónsdóttir, ógift vinnukona á Ballará (Dalamenn II, 274). Kristján Stefánsson húsmaður á Bíldudal drukknaði í marz 1903 fyrir Suðurlandi af fiskiskipi frá útgerð P.J. Thorsteinssonar á Bíldudal. Þau Kristján og Helga Sigríður Ríkey eignuðust þrjá drengi á Bíldudal, er allir fæddust andvana, einn 12. september 1902 og tveir 13. ágúst 1903. Eftir drukknun Kristjáns og bamamissirinn var Helga áfram á Bíldudal. Árið 1905 var hún skráð í húsi Einars Magnússonar, sögð ekkja og lausakona 30 ára gömul. Hvort hún hefur farið til Reykjavíkur til ljósmæðranáms eða læri þau fræði ann- arsstaðar er ekki fullljóst. En eftir því sem segir í Ljósmæðra- tali lauk hún prófi í þeim fræðum í Reykjavík 11. janúar 1906. Þar er sagt að faðir hennar væri Magnús Jónsson vinnumaður í Hvítanesi og síðar á Hrafnabjörgum í Ögurhreppi. Sú Ríkey Helga Sigríður Kristjánsdóttir er fór úr Álftafirði 1894, hefur því skipt um föðurnafn eftir að hún fór af æskuslóðum og notar aðallega Helgu nafnið eftir það og skrifar sig Magnúsdóttur. Að loknu námi gerðist Helga ljósmóðir í Mosvalla- hreppi í Önundarfirði 1906 og var þar síðustu æviár sín. Helga Magnúsdóttir 32 ára ekkja og yfirsetukona var meðal innkominna í Holtsprestakall 1906, sögð koma frá Bíldudal. Hún var í Hjarðardal ytri, árin 1906 og 1907, en síðan í Hjarðardal innri, ráðskona hjá Kristjáni Bjama- syni bónda og ekkjumanni þar. Helga Ríkey Sigríður Magnúsdóttir ekkja, sögð 36 ára, dó á ísafirði 2. janúar 1911 og grafin þar 10. sama mánaðar. Hún er á dánarskrá á ísafirði, en ekki í Holtspresta- kalli í Önundarfirði. Magnús Jónsson, er Helga taldi réttan föður sinn, var fæddur 15. febrúar 1832 í Hergilsey. Móðir hans var Guðný Þorleifsdóttir ráðskona Jóns gamla Eggertssonar í Hergilsey. Faðir Magnúsar var skráður Jón Jóhannesson vinnumaður í Hergilsey. Guðný hafði áður eignast son með húsbónda sínum. Sá drengur dó samdægurs. Guðný og Magnús sonur henn- ar fluttu úr Hergilsey í Sauðeyjar 1840 og þau eru bæði á Brjámslæk 1845. Magnús barst síðar norður að ísafjarð- ardjúpi og kvæntistþar 30. sept. 1859 Kristínu Gísladóttur, 50 ára húskonu á Hvítanesi. Þau voru bamlaus. Magnús eignaðist böm utan hjónabands. Sonur hans var Jón Eggert, f. 2. nóv. 1865, er var alinn upp hjá föður sínum og konu hans. Móðir Jóns Eggerts var Sigríður Pétursdóttir, ógift vinnukona. Jón Eggert bjó síðar á framhald á bls. 8 3

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.