Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.1992, Blaðsíða 1

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.1992, Blaðsíða 1
FRETTABREF 'ÆTTFRÆÐEFÉL AGSIN S 7. tölublað 10. árg. Nóvember 1992 Frá félagsfundi Almennur félagsfundur í Ættfræðifélaginu 8. október 1992 að Hótel Lind við Rauðarárstíg í Reykjavík. Húsið var opnað kl. 19.30, margir fundarmenn mættu þá til að kynna sér bækur er voru til sölu hjá Ættfræðifél- aginu og öðrum og til að bera saman bækur sínar við aðra og skiptast á upplýsingum. Formaður setti fundinn og stjórnaði honum, bauð félagsmenn og gesti velkomna, gaf síðan Árna Björnssyni þjóðháttafiræðingi orðið. í klukkutíma erindi Áma Bjöms- sonar var margskonar fróðleikur, um húsakynni fyrri alda, merkisdaga, vetrarkomu og hvemig reynt var að spá fyrir vetri. Eftir erindi Áma Bjömssonar var kaffihlé og stóð það í 35 mín. Þá tók til máls Kristín H. Pétursdóttir og skýrði frá samantekt sinni um íslenskar ættfræðiheimildir. Fund- armenn fengu í hendur sýnishom af því hvemig hún setur upp skrána fyrir íslenskar ættfræðiheimildir. Kristín H. Pétursdóttir talaði um þá erfiðleika og slæma aðstöðu hér á landi fyrir vinnandi fólk til að komast að gögnum er tilheyrðu ættfræðigrúski og bar saman við þær aðstæður er hún kynntist erlendis. Ásthildur Steinsen bað um orðið og skýrði frá við- brögðum félagsmanna við fyrirspumum sínum til þeirra í síðasta fréttabréfi. Það kom fram hjá Ásthildi Steinsen, að félagsmenn brugðust fljótt og vel við og sendu henni upplýsingar um nokkrar talsímakonur, og lagði hún fram fyrirspurnir til fundarmanna um enn fleiri talsímakonur. Hilmar Friðrik Thorarensen bað um orðið og kynnti Árbækur nemenda Samvinnuskólans, 13. bindi, 2600 bls. sem innihalda 15000 mannanöfn, og væri núverandi verð kr. 16.800 en áður kr. 21.800. Eiríkur Eiríksson tók til máls og spurði hvort nokkur vissi um mynd af Hákoni Espólín, pr. á Kolfreyjustað, hann var sonur Jóns Espólíns. Formaður sleit fundi kl. 23 og var fundarsókn mjög góð. Ritari Ásthildur Steinsen: Fyrirspurnir til félagsmanna Ættfræðifélagsins á félagsfundi 8. okt. 1992 v/gagnasöfnunar T alsímakvennatals Enn er ég komin af stað og nú til að láta ykkur vita að ég er búin að fá svör við fyrirspurnum mínum frá síðasta fundi varðandi Maríurnar tvær, sú frá Löngumýri giftist og átti börn, hún er móðir Knúts heitins Knudsen veðurfræðings. Mér áskotnaðist mynd af hinni síðari, þeirri sem heitir Kristín María Elísabet Jónsdóttir, svo nú eru þær frágeng- nar. Sólveig Guðmundsdóttir vann við miðstöðina í Reykjavík 1910 og einnig er kona með sama nafni 1915, hvort það er sú sama veit ég ekki, en allt um það, ég leita bara að einu nafni og hefi haldið fram að þessu að þetta væri dóttir Guðmundar landlæknis en hún giftist síðar vestur um haf og ílengdist þar, ef þetta er sú, er hún 14 ára 1910, en kona Ingimars Jóhannessonar kennara hét einnig þessu nafni og þetta gæti alveg verið hún... f:26.02.1893/ d:25.01.1971 Hvor þeirra er þetta? Svo áskotnaðist mér vitneskja á dögunum um Ólafíu Guðfinnu Sigurðardóttur símavörð á ísafirði f:04.10.1886 /d:16.02.1924. Foreldrar hennar voru Sigurður Þorvarðarson kaup- maður á ísafirði (f:26.09.1860) og k.h Halldóra Sveins- dóttir (f:24.06.1860) Veit einhver meira um hana?? Kannist þið við Björn Kristjánsson st.stj. á Kp. f:26.02.1858/13.08.1939, k.h var Sigþrúður Guðmunds- dóttir f: 13.05.1852/02.03.1928. Þau hafa sennilega átt dætur. Og svo er það Einar Runólfsson st.stj. á Vp. 1930-36 f: 12.11.1872/24.07.1936 konahans var Sólveig Elínborg Vigfúsdóttir f:30.07.1879, hún er 27 ára þegar síminn kemur til landsins. Þau gifta sig aldamótaárið.. áttu þau dætur, sem voru við símann?? Framhald á næstu síðu 1

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.