Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1993, Blaðsíða 3

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1993, Blaðsíða 3
Kynning Guðleifur Sigurjónsson Guðleifur fæddist í Keflavík og ólst þar upp. Á ung- lingsárunum vann hann við almenn fiskvinnslustörf. Hann hóf nám við Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi 1959 og lauk þaðan prófx 1962. Guðleifur starfaði við garðyrkju í gróðrarstöðinni í Krísuvík 1957-58, við Alaska í Hveragerði 1959-61, starfaði við útigarðyrkju á elliheimilinu Ás í Hveragerði 1961-63 og var garðyrkjustjóri Keflavíkurbæjar 1963-83 en hefur verið lóðarskrárritari Keflavíkurbæjar frá 1973. Guðleifur varð byggingarfulltrúi í Keflavík 1972, hefur rekið fyrstu gróðrarstöðina í Keflavík, hefur setið í náttúruvemdamefnd Keflavíkur, í nefnd um gróðurvemd í Gullbringusýslu, í stjóm Skógræktarfélags Suðumesja, í byggingamefnd Skátafélagsins Heiðabúa, í byggðasafns- nefnd Keflavíkur, í B láfjallanefnd fyrir Keflavík, í gróður- vemdarnefnd Landverndar, í stjóm afréttarmála í land- námi Ingólfs og í stjóm Landvemdar á tímabili. Fjölskylda Guðleifur kvæntist 24.12.1954 Ástríði Hjartardóttur, f. 25.10.1932, húsmóður og verslunarmanni. Hún er dóttir Hjartar Sigurðssonar, b. í Auðsholtshjáleigu í Ölfusi, og Jóhönnu Ástu Hannesdóttur húsfreyju. Sonur Ástríðar og fóstursonur Guðleifs er Hjörtur Kristjánsson Wendel, f. 10.1.1952, bankastarfsmaður í Keflavík, í sambúð með Emu Guðlaugsdóttur, skrifstofu- manni og húsmóður, þau eiga tvö böm. Börn Ástríðar og Guðleifs eru Sigurjón Guðleifsson, f. 24.5.1955, múrara- meistari og vömbílstjóri í Maniitoq á Grænlandi, var kvæntur Ásdísi Gígju Halldórsdóttur, skrifstofumanni og húsmóður í Kópavogi og eiga þau einn son en seinni kona Siguijóns er Cecelik Kulul Lyberth, skrifstofustjóri og húsmóðir í Maniitoq; Ásta Guðleifsdóttir, f. 28.5.1956, húsmóðir í Keflavík, gift Magnúsi Jenssyni verslunar- manni og eiga þau íjögur böm; Ragnar Guðleifsson, f. 21.3.1959, verkamaður í Keflavík, kvæntur Hjördísi Har- ðardóttur, húsmóður og eiga þau fjögur böm; Sigurður Guðleifsson, f. 5.2.1963, húsasmiðurí Keflavík; Margrét Guðleifsdóttir, f. 24.5.1966, tækniteiknari og húsmóðir í Keflavík, var gift Þórði Óskarssyni rafvirkja og eiga þau eitt bam. Systkini Guðleifs em Erlendsína Marín Sigur- jónsdóttir, f. 22.7.1936, verslunarmaður og hús- móðir í Keflavík, gift Sigurði Albertssyni, toll- þjóni á Keflavíkurflug- velli, og eiga þau þrjú böm; Guðbjörg Ragna Siguijónsdóttir, f. 25.11. 1938, verslunarmaður og húsmóðir í Keflavík, gift Sveini Guðnasyni lang- ferðabflstjóra og eiga þau tvöböm; SigríðurGuð- rún Siguijónsdóttir, f. 26.1.1941, starfst. dag- heimilis og húsmóðir í Sandgerði, gift Guðna Magnúsi Sigurðssyni lögregluvarðstjóra og eiga þau tvö böm. Foreldrar Guðleifs: Siguijón Sumarliðason, f. 7.10.1909 í Ólafsvík, d. 16.9.1942, verkamaður og sjómaður í Keflavík og kona hans, Margrét Guðleifsdóttir, f. 8.5.1913 í Keflavík, verkakona og húsmóðir í Keflavík. Ætt Sigurjón var sonur Sumarliða, verkamanns í Hafnar- fírði, Einarssonar, frá Stykkishólmi, Einarssonar. Móðir Sumarliða var Halldóra Jósefsdóttir frá Örlygsstöðum, Jónssonar og Amdísar Guðmundsdóttur. Jósef var sonur Hólmfríðar Gísladóttur pr. Ólafssonar, en hún var systir Guðrúnar, formóður Hólmfríðar Gísladóttur, formanns Ættfræðifélagsins. Móðir Sigurjóns var Guðrún Randalín Sigurðardóttir frá Oddastöðum í Kolbeinsstaðahreppi, Þórðarsonar Sveinssonar. Móðir Sigurðar var Guðrún Sigurðardóttir. Móðir Guðrúnar var Sigríður, dóttir Þorsteins, b. á Lækjar- bug, Þorsteinssonar og Randalínar Ólafsdóttur. Margrét er dóttir Guðleifs, verkamanns í Keflavík, Guðnasonar, f. á Berustöðum í Holtum, Eyjólfssonar bónda í Götu í Vetleifsholtshverfi á Rang. Móðir Guðna var Guðleif dóttir Magnúsar bónda í Odda á Rang. Móðir Guðleifs Guðnasonar var Ragnhildur Sigurðardóttir. Móðir Margrétar var Erlendsína Jónsdóttir, sjómanns og þurrabúðarmanns í Keflavík, Eiríkssonar, b. í Hlíð í Steinasókn, Árnasonar Bjamasonar. Móðir Eiríks var Halldóra Eiríksdóttir. Móðir Jóns var Halldóra Eiríksdóttir. Móðir Erlend- sínu var Valdís Erlendsdóttir frá Áshóli í Ásahreppi, Jóns- sonar, b. í Áshóli, Einarssonar. Móðir Valdísar var Marín Jónsdóttir. Til lesenda: Hjálpið okkur að gera fréttabréfið fjölbreytt og skemmtilegt með því að senda okkur greinar um það sem ykkur þykir áhugavert. Fyrirspumir og upplýsingar um hvaðeina sem tengist ættfræðinni em líka alltaf vel þegnar. Ritnefnd 3 J

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.