Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1993, Blaðsíða 4

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1993, Blaðsíða 4
Dr.phil. Fríða Sigurðsson : Sigurður Gíslason faðir Erlends á Sperðli og systkina hans í íslenskum æviskrám II49 segir, að sumir telji og son sr. Gísla Eiríkssonar formanns á Krossi, Sigurð á Flanka- stöðum. í Sýslumannsævum er þessu hiklaust haldið fram. Ég ætlaði mér að komast til boms í þessu eftir að hafa átt svo lengi við Erlend á Sperðli. Til að vera örugg byrjaði ég á því, sem aldrei hefur verið talað um; ég ætlaði að vita, hvort hann kunni ekki að hafa verið Suðumesjamaður eins'ög eiginkona hans. Sigurður Gíslason á nokkra alnafna á Suðumesjum 1703, og lengi renndi ég hýmm augum til þess þeirra, sem er á Kirkjuvogi IV, þar sem koma saman nöfnin Illugi og Erlendur, eða þangað til ég sá, að sá drengur var enn á lífi 1740, þegar Sigurður Gíslason var búinn að liggja í gröf sinni í rúm 20 ár. Fór ég þá að leita Sigurð Gíslason uppi í Landeyjum án þess að fmna hann. Ég kom þó auga á einhvem Erlend Gíslason (Austari Klasbarði, 1703 bls. 482) og dóttur hans Ástríði Erlendsdóttur, 1703 14 ára á Krossi hjá sr. Vigfúsi Gíslasyni. Sá prestur er skv. ísl. æviskrám sonur sr. Gísla Bárðarsonar í Stórólfshvolsþingum og fyrri konu hans Þrúðar Árnadóttur að Heylæk, Magnússonar. Vígðist að Krossi 1692. Sr. Gísli Bárðarson (um 1639-1714) vígðist 1660 prestur að Stórólfshvols- og Skúmstaðaþingum og var þar til dauðadags. Bjó a.m.k. síðast í Forsæti í Landeyjum. Sr. Gísli Bárðarson er 1703 (bls. 481) 64 ára á Forsæti í Vestur-Landeyjum, kvæntur Ásdísi Sigurðardóttur, 44 ára. Hefðu þessi hjón átt son, þá voru allar líkur fyrir því, að hann hefði verið skírður Sigurður Gíslason. í ís- lenskum æviskrám er sr. Gísli Bárðarson þó talinn bam- laus með seinni konu sinni. Samkvæmt reynslu minni af þessu verki lét ég mér þetta þó í léttu rúmi liggja. Spumingin er, hvenær sr. Gísli Bárðarson giftist seinni konu sinni, hvort það hefði verið svo snemma, að böm þeirra væru komin að heiman. Ámi, 1703 talinn 30 ára, var ömgglega bam fyrri konu hans, sem hefur því verið á lífi 1673. Þá var sr. Gísli 34 ára og tilvonandi seinni eiginkona hans 14 ára. En þau gætu hafa gifst þremur árum seinna! Nú hef ég það fram yfir fyrri tíma ættfræðinga að nú er til nafnaskrá yfir Manntalið 1703, og því var ég enga stund að fmna Sigurð Gíslason. Hann dvelst 1703 hjá Þorsteini Brandssyni ábúanda á Egilsstöðum í Villinga- holtshreppi í Flóa í heyvinnu, 23 ára að aldri. í rauninni dvelst hann þó hjá húsfreyjunni, Sesselju Gísladóttur (26 ára), systur sinni, sem heitir eftir móður sr. Gísla, Sesselju Skúladóttur á Eiríksstöðum Einarssonar, systur Þorláks biskups. Er Sesselja fædd 1677, þegar faðir hennar er 38 ára og móðir 18, óneitanlega seinni konu bam hans. Kemur nú líka fram, að Sólveig, fyrri kona Korts Magnússonar í Holtum, er dóttir sr. Sigurðar í Forsæti, fædd árið eftir Sesselju - sé Manntalið 1703 rétt. Sigurður Gíslason var aðeins um stundar- sakir hjá systur sinni, hið fasta aðsetur mun hafa verið nær Suðumesjum, nefnlilega Snjóthús (?) í Selvogshreppi. En hvemig stendur á því, að í ísl. æviskrám er sr. Sigurður Bárðar- son talinn bamlaus með seinni konu sinni? Skýr- ingin gæti verið sú, að böm þeirra voru ekki lengi heima og langt í burtu og dóu ung. Sesselja var í Flóanum og dó ung í bólunni, því 1729 er maður hennar enn á sama stað, kvæntur annari konu. Sesselja dóttir hans er 20 ára, þ.e. fædd eftir bóluna miklu. Einnig Sólveig, var fyrri kona Korts Magnússonar, og mun einnig hafa dáið í bólunni. Sigurður bjó á Suðumesjum og dó um miðjan annan áratug 18. aldar, þar sem ekkja hans ól öðmm manni son um 1720. Viðbót Hallur Jónsson lögréttumaður, fæddur nálægt 1720. Faðir hans er talinn Landeyingur! í Manntali 1703 er aðeins til einn maður í Landeyjum með þessu nafni: 44 ára bóndi, Jón Hafliðason, á Strönd, kvæntur Höllu Þor- geirsdóttur. Hann er enn á sínum stað 1709. Telja má víst, að Hallur Jónsson sé heitinn eftir fyrri konu Jóns Hafliða- sonar, Höllu. Telja má ömggt, að Hallur lögréttumaður sé fæddur á Flankastöðum, þar sem móðir hans er enn skráð ábúandi 1735. Niðurstaðan Sigurður Gíslason var prestssonur úr Landeyjum, en ekki sonur sr. Gísla Eiríkssonar formanns á Krossi, heldur sonur sr. Gísla Bárðarsonar að Stórólfshvols- og Skúm- staðaþingum. Nýir félagar Guðmundur Arason, Húnabraut 40, 540 Blönduósi, f. 1.2.1946 á Blönduósi. S. 95-24009 Sigurður Magnússon, Hofteig 38,105 Reykjavík, f. 13.3.1934 á Brjánslæk á Barðaströnd. S. 91-32880 Svavar Gestsson, Suðurlandsbr. Ártúnsbl.2, llOReykjavík, f. 26.6.1944 áGuðnabakka, Borgarfirði 4

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.