Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1993, Blaðsíða 5

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1993, Blaðsíða 5
1 ) Aðsent Og meira aðsent Ættfræöifélaginu hefiir borist eftirfarandi bréf frá Jóni Steingrímssyni, Hagamel 4, 301 Akranes: Vestur-íslendingurinn John Arnason, sem nefndur er hér í dálknum til hliðar hefur skrifað Ættfræðifélaginu varðandi vanda þann, er hann á við að glíma varðandi niðja Þórðar Pálssonar og Bjargar Halldórsdóttur á Kjarna í Eyjafirði. Birtist bréf hans, sem skrifað er 29.12.1992, hér í lauslegri endursögn: Ættfræðifélagið Pósthólf 829 121 Reykjavík Hagamel 4, 9. nóv. 1992 Mér barst nýlega bréf frá kanadískum þremenningi við mig, John Herbert Amason, íslenskum í báðar ættir, sem hefur verið að skoða Kjamaættina, sem rakin er frá Þórði Pálssyni (f. 1772 á Þórðarstöðum í Fnjóskadal) og Björgu Halldórsdóttur (f. 1779 í Hólshúsum í Eyjafirði). Þessi kafli vakti sérstaka athygli mína: “Ég hef haft samband við konu í Minneapolis sem ráðist hefur í stórvirki - hún er að taka saman allar íslenskar ættir (fram til 1900) [greinilega vestur-ísl. ættir, innskot bréfritara] þannig að hver sá sem getur rakið sig til nafns um það leyti, getur rakið sig aftur í fomöld eftir því sem íslenskar heimildir hrökkva til. Ritverk hennar verður ekki tilbúið fyrr en í fyrsta lagi að ári, og hún áætlar, að það muni fylla 4-5 bindi. Hún hefur gefið mér upp nokkur nöfn á fjölskyldum tengdum Þórði og Björgu og Jóni Jónssyni vefara og konu hans.” Jón vefari (f. 1782 á Grund í Þorvaldsdal) átti Sigríði Davíðsdóttur (f. 1784 á Hvassafelli). Meðal bamaþeirra var Jón Jónsson timburmaður (f. 1808 í Ytri-Villingadal), sem átti Björgu Þórðardóttur (f. 1813 á Sörlastöðum) Pálssonar og Bjargar Halldórsdóttur. John Herbert er 4. ættliður frá báðum þessum hjónum, Þórði og Björgu og Jóni vefara og Sigríði. í bréfinu segir JHA einnig, að “konan í Minneapolis” hafi fundið út, að böm Þórðar og Bjargar hafi í reynd verið 14 talsins og eitt þeirra dáið í frumbemsku. Þetta kemur mér á óvart, því að í frásögur er fært, að þau hjón hafi komið upp ÖLLUM 13 bömum sínum. Af þessum sökum hef ég hvatt JHA til að hafa samband við “konuna í Minneapolis” og mælast til þess að hún leiti eftir sam- starfi við Ættfræðifélagið eða einhvem raunverulegan ættfræðing hérlendan. Ranghermi í prentuðum heim- ildum er sorglegra en tárum taki. Bestu kveðjur, Jón Steingrímsson (sign.) "í ættfræðirannsóknum mínum hef ég lent í smá vanda og hefur mér verið bent á að skrifa ykkur í von um lausn. Frá þremur all áreiðanlegum heimildum (um niðja Þórðar Pálssonar) hefur komið upp missögn hvað varðar bam nr. 2, Benedikt Þórðarson, nr. 3188 í tölvuskráminni. Kirkjubók Illugastaðasóknar (í hverri Sörlastaðir vom að minni hyggju) virðist glötuð og hvorki bam nr. 2 né nr. 3 er að finna í manntölum. Hugsast gæti að nr. 1 og nr. 2 væm tvíburar, því tvíburar koma fyrir síðar í sömu fjölskyldu eins og sjá má á nr. 11 og 12. Ekki hefur fundist nokkur niðji bams nr. 2 svo spumingin er hvort sá aðili hafi fæðst eða e.t.v. dáið í frumbernsku. (skrá yfir böm Þórðar og Bjargar, samkv. bréfi) nr.l Guðný Þórðardóttir 2. Benedikt Þórðarson 3. Benedikt Þórðarson 4. Ámi Þórðarson 5. Páll Þórðarson 6. Þórdís Þórðardóttir 7. Sigurbjörg Ingibj. Þórðard. 8. Ingibjörg Þórðardóttir 9. Þorbjörg Þórðardóttir 10. Björg Þórðardóttir 11. Aðalbjörg Þórðardóttir 12. Jón Þórðarson 13. Kristbjörg Þórðardóttir 14. Kristjana Guðbj. Þórðard. 5.maí 1799 31. júlí 1799 30. júlí 1800 ll.okt. 1801 2. jan. 1804 18.jan. 1807 lO.jan. 1808 20. sept. 1810 5.nóv. 1811 lO.okt. 1813 2. nóv. 1814 2. nóv. 1814 9.ág. 1818 ló.júlí 1820 Með kveðju: John Amason, 9490 214th Street, Langley B.C., Canada VIM 1T3 Eins gott að hafa ættfræðina í lagi Piltur nokkur frumvaxta kom að máli við föður sinn og kvaðst hafa í hyggju að staðfesta ráð sitt. Karl tók vel í það og spurði, hvaða stúlku hann hefði hug á. "Það er hún Sigga í Norðurkoti," svaraði piltur. "Það var slæmt," svaraði karl, "því, þér að segja, er hún dóttir mín." Pilturinn lét sér þetta lynda, og leið s vo nokkur tími. Þá kom hanu aftur að máli við föður sinn um sama efni. Hann tók því vel eins og í fyrra skiptið, og spurði líka, hvert hann ætlaði nú að leita. "Til hennar Gunnu í Efra-Gerði,” svaraði pilturinn. "Það var afleitt," svaraði karl, "því það er eins um hana, hún er dóttir mín.” Þálagðist pilturinn íþunglyndi og hugarvíli, og hafðist ekki úrhonum orð. Móðir hans gekk á hann um tilefni til ógleði hans, og þótt hann væri tregur til að láta nokkuð uppi um það, kom svo að lokum, að hann sagði henni upp alla söguna. "Láttu það ekki á þig fá, Jón minn," mælti kerling, "það getur allt lagast, því að hann pabbi þinn á heldur ekkert í þér." 5

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.