Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1993, Blaðsíða 8

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1993, Blaðsíða 8
Býlatal í Hrunamannahreppi, Árnessýslu, frá fyrri hluta 19. aldar Eftir Magnús Andrésson bónda á Berghyl 1. Hamarsholt, Gata, Hildarsel, 2. Haukholt, Snússa, Miðfell. 3. Berghyl, Reykjadal, bæði Sel, 4. Birtingholt, Galtafell. 5. Tungufell, Jaðar, tvö Langholt, 6. Tún núps, Þórarinsstað, 7. Hörgsholt, Sólheimar, Hvítárholt, 8. Högna- og Rafnkelsstað. 9. Kaldbakur, Skipholt, Kotlaugar, 10. Kópsvatn, Gróf, Langholtskot, 11. Unnarholt, Kotið, Ás, Laugar, 12. ísbakki, Hólakot. 13. Þverspyma, Jata, þá Kluftar, 14. þar með er Bakki sóleyjar, 15. Bryðjuholt, Krók, Hruni, 16. Bær í dal, Bakki grafar. 17. Foss, Hlíð, Hellisholt, Gröf og Hólar skal 18. hróðrar í fagra smíð. 19. Ytrahrepps býla endar tal; 20. átt hef ég við það stríð. Skýring bæjamafna í býlatalinu, þar sem sum þeirra em stytt og breytt vegna rímsins. 2. lína : Snússa heitir nú Ásatún. 3. “ Berghylur, Reykjadalur, Efra-Sel, Syðra- Sel. 4. “ Birtingaholt. 5. “ Efra-Langholt, Syðra-Langholt. 6. “ Núpstún, Þórarinsstaðir. 8. “ Högnastaðir, Hrafnkelsstaðir. 11. “ Kotið: Unnarholtskot. 12. “ ísabakki. 14. “ Sóleyjarbakki. 15. “ Krók: Hrunakrókur. 16. “ Dalbær, Grafarbakki. 17. “ Hólar: Hrepphólar. Býlatalið er trúlega ort einhverntíma á ámnum 1820- 1830. Jörðin Bolafótur (nú Bjarg), sem byggðist árið 1830, er ekki nefhd. Reyndar vantar einning Laxárdal, Reykja- dalskot (nú Túnsberg) og Skrautás. Höfundurinn, Magnús Andrésson var fæddur 10. nóv. 1790 Efra-Seli, dáinn 30. júní 1869 Kópsvatni. Konahans var Katrín Eiríksdóttir ljósmóðir fædd 1. apr. 1792 Reykjum Skeiðum, dáin 19. maí 1866 Kópsvatni. Magnús og Katrín áttu fjölda bama. Er mikil ætt frá þeim, er nefnist Langholtsætt. Þau Magnús og Katrín bjuggu að Berghyl 1818-1832; Syðra-Langholti 1832-1856. Magnús Andrésson var alþingismaður Ámesinga 1852- 1864. Guðjón Óskar Jónsson Fréttabréf Ættfræðifélagsins. Útg.: Ættfræðifélagið, pósthólf 829, 121 Reykjavík Ábm.: Hólmfríður Gísladóttir, hs. 74689 Ritnefnd: Anna G. Hafsteinsdóttir hs. 618687, Klara Kristjánsdóttir hs. 51138, Hálfdan Helgason hs. 75474 8

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.