Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1999, Blaðsíða 3
Félagsfundur Ættfræðifélagsins
haldinn 19. nóvember 1998 á Hverfisgötu 105.
Formaður setti fundinn kl.20:30 og bað Þuríði Kristjánsdóttur aó vera fundarstjóra. Ólína
Þorvarðardóttir þjóðfræðingur flutti erindið “Galdramál á Brennuöld”. Rannsóknir Ólínu á
galdramálum em gerðar til ritgerðar í doktorsvöm hennar. Erindinu var vel tekið og urðu nokkrar
umræður um þaö. Séra Gísli Kolbeins fór í pontu og sagði ýmislegt um sína vitneskju af göldrum, m.a.
um Pál í Selárdal og konu hans. Ýmsir gerðu athugasemdir sem Ólína svaraði af hógværð og þekkingu.
Þar sem Ólína hefur ekki lokið doktorsritgerð sinni sá hún sér ekki fært að birta erindið að svo stöddu.
Drukkið var kaffi og meðlæti og talað saman til 10:30 um ættfræði og skyld mál. Formaður sleit fundi.
HALLDÓR HALLDÓRSSON útvegsfræðingur:
PRÓFSVEINAR
STÝRIM ANNASKÓLAN S
1901 OG 1902.
Það mun hafa verið í ársbyijun 1996 sem ég flutti erindi í Ættfræðifélaginu um prófsveina
Stýrimannaskólans fyrstu 50 árin . Skólinn hafði orðið 100 ára nokkm áður og hafði í því tilefni verið
gefin út bók. í hana vantaði myndir af nokkrum árgöngum og við athugun í myndadeild
Þjóðminjasafnsins komu strax í ljós myndir af árgöngum 1901 og 1902 en þeir vom ekki í bókinni.
Þetta em hópmyndir með alls 41 prófsveina af 56 sem höfðu útskrifast þessi ár. í grúski mínu síðan hef
ég fundið út hveijir em á myndunum nema um þriðjungur. Hefur það verið á þann hátt að ég hef talað
við böm eða bamaböm prófsveinanna. Nú er orðið illmögulegt fyrir mig að finna út fleiri afkomendur
og því leita ég til félaga í Ættfrasðifélaginu um aðstoð. Hér er listi yfir þá sem ég er að eltast við en í
mörgum tilfellum er verið að biðja um að benda á afkomendur systkinabama viðkomandi. Ég bið fólk
um að hringja í mig á kvöldin í síma 567 2173. Ég vil taka það fram að minnsta ábending gæti verið
gullsígildi og hvet fólk eindregið til að hringja. Best væri ef viðkomandi finnst í einhverri ættartölu eða
niðjatali. Ég verð á næsta fundi Ættfræðifélagsins en betra væri þó að vera búinn að tala við mig áður.
ÚTSKRIFAÐIR 1901
Ebenezer J. Guðmundsson fæddur í
Hnífsdal 23. des 1875. í Amardalsætt I.
bindi bls 218-19 er nokkuð um hann og
þar sagður fæddur 22. nóv 1974. Hann er
sagður hafa fluttst til Noregs. í leiðréttingu
í Amardalsætt III. bindi er haxm sagður
dáinn 22. des 1922 og hafi verið skipstjóri
í Haugasundi í Noregi. í Vestfírzkum
slvsadögum fyrra bindi bls 350 er minnst á
að hann hafi tekið út af fiskiskipinu Sigríði
í maí 1904, sem hann var skipstjóri á, en
bjargast aftur upp í skipið heilu og höldnu.
Friðrik Ólafsson fæddur á Kjalamesi 5.
jan 1874. í Skipstjóra og stýrimannatalinu
I. bindi kemur fram að hann hafi verið
mikill aflamaður á fiskiskipinu Asu en
gerst síðar togarasjómaður og minnist
Tryggvi Ófeigsson á hann í ævisögu sinni.
í Skipstjóratalinu er mynd af Friðriki en
ekki get ég þekkt hann af henni. Einnig er
mynd af honum í Kjalnesingum á bls 214.
Friðrik dó 17. ágúst 1942 ókvæntur og
bamlaus.
Gunnlaugur Grímsson fæddur í
Reykjavík 24. maí 1883. í Ægi í ágúst
1906 á bls 112 er greint frá að Gunnlög
Grímsson stýrimann hafi tekið út af
fiskiskipinu Milly frá Seltjamamesi þann
9. apríl 1906 og hann dmkknað.
♦
Jóhannes Einarsson fæddur í
Rauðasandshreppi l.jan 1876.
Sjómannadagsblað Akraness 1985 er
helgað kútter Sigurfara sem þá var kominn
á byggðasafiiið að Görðum. I blaðinu er
mynd af Jóhannesi en hann hafði verið
3