Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1999, Blaðsíða 8

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1999, Blaðsíða 8
Kæra Ættfræðifélag Eg hef talsvert spurst fyrir um þetta frændfólk mitt, sem fór til vesturheims, á síóum fréttabréfs Ættfrœðifélagsins og orðið talsvert ágengt og ber að þakka þaó. Enn á ný er stungið niður penna eða þannig. Mörgum í Ættfræðifélaginu finnst eflaust meira en nóg komið af þessu fyrirspumar-stagli í mér um löngu gengið ættfólk mitt og hugsanlega afkomendur þess, sem enn eru ofar foldu; ailir verða sinn djöful að draga, hvemig svo sem hann er úthts. Hvað um það, nú fýrir stuttu var ég að msla til í blaða- og bréfabunk- um, sem safnast hafa sam- an í áranna rás, til að senda í glatkistuna til eyðingar, nema hvaö í þessu blaða- og bréfafjalli rakst ég á bréf skrifað í Belmont í Canada í marz 1905, af frænda mínum, Gísla Torfasyni, til systur sinnar, Guðrúnar Torfadóttur, þá til hehnilis að Fellsenda í Miðdölum, Dalasýslu; en Guðrún giftist Jóhanni Guðmundssyni frá Bíldhóli á Skógarströnd, sem bjó í Miðskógi allan sinn búskap að ég held. Það er vitað að Gísli Torfason, bóndi í Kirkjuskógi, Miðdölum, fluttist til vesturheims árið 1888 með fjölskyldu sína, ári síðar en faöir hans, Torfi Sveinsson, fluttist vestur um haf með síðustu konu sinni, Guðrúnu Jónsdóttur, og bömum þeirra: Kristjönu fngibjörgu, Kristmanni og Matthíasi, líka fór meö þeim miðkonubam Torfa, Kristfríður Jensína. Það em líkur fyrir því að bræðumir Kristmann og Matthías séu fæddir vestanhafs. Ég hef talsvert spurst fyrir um þetta frændfólk mitt, sem fór til vesturheims á síðum fréttabréfs Ættfræðifélagsins og orðið talsvert ágengt og ber að þakka það. Eitt langar mig þó til að vita. Kristfríður Jensína mun hafa átt 5 böm með manni sínum Jónasi Jónssyni frá Krithól í Skagafirði. í 2. tbl., 15 árg. apríl 1997 Fréttabréfi Ættfræðifélagsins, er svar til mín frá Nelson S. Gerrard í Canada, varðandi Kristfríði Jensínu. Þar nefnir Nelson S. Gerrard yngsta bam þeirra hjóna Torfa Johnson. Nú vitna ég til bréfs Gísla Torfasonar í Belmont skrifað í marz 1905, þar getur hann um yngsta son Kristfríðar Jensínu, systur sinnar, sem heiti Torfi Jens Júlíus. Nú spyr ég: er þettað sama bamið, sem Gísli nefnir, og það sem Nelson S. Gerrard getur um? Væri mér mikil þökk á að vita það rétta. Það er vitað að Nelson S. Gerrard safnaði ættartöliun í bók, sem heitir "Icelandic River Saga". Á blaðsíðu 392 í þeirri bók mun vera bæði mynd og æviskrá fjölskyldu Jónasar og Kristfríðar. Mikið yrði ég kátur, ef hægt væri að útvega mér ljósrit af æviskrá þeirra hjóna og bömum þeirra, það er sennilega ekkert verra ef þessi bók "Icelandic River Saga", væri enn til sölu og fengist keypt. Fyrir stuttu var ég að blaða í Fréttabréfi Ættfræðifélagsins, þar rakst ég á klausu, sem ég hafði lesið áður, en leitt hjá mér, en snerti mig samt. Bréfritarinn, Eyolf L. Erickson / 4863 Stonntide Way / Victoria, British Columbia / Canada V8Y 2R7, þar var netfang tilgreint líka. í bréfi sínu segist hann kannast við fólk, sem tengist því fólki, sem ég hef verið að spyijast fyrir um í vesturheimi. Hann segist ekki geta skrifað á íslenzku og sér þyki það miður. Nú er vandamálið, að ég get ekki tjáð mig á enska tungu að neinu leiti, en langar samt til að vita meira um frændfólk mitt í vesturheimi. í ljósi þess fer ég þess á leit við alla þá í Ættfræðifélaginu, sem vilja og nenna að aðstoða mig, við að leita efitir því við Eyolf L. Erickson, hvaða upplýsingum hann búi yfir varðandi minn frændgarð í vesturheimi. Þessi klausa hans Eyolfs L. Ericksonar er í 4. tbl. 16 árg,- júní 1998 á blaðsíðu 23-24. Þar sem tungumálaerfiðleikar em til staðar, er örðugt við að eiga. Verður þá að treysta á velvild annara, sem kunnáttu hafa á viðkomandi máli, til að bregðast drengilega við og veita aðstoð. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Verið öll sæl að sinni. Akranesi í nóvember 1998 Ásmundur Uni Guðmundsson Suðurgötu 124 300 Akranesi P. S. þess skal getið að Guðrún Torfadóttir er amma mín. Sami, Á.U.G. I ljósi þess fer ég þess á leit við alla þá í Ætt- fræðifélaginu, sem vilja og nenna að að- stoða mig 8

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.