Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1999, Blaðsíða 10

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1999, Blaðsíða 10
Faðir Jónatans var: Jón Amundason, f. 25. júní 1761 á Kollabúðum, d. um 1807. For.: Ámundi, bóndi á Kollabúðum 1760, Loftsson, sterka, bónda á Miðjanesi 1753, Ormssonar, bónda s.st. 1703, Pálssonar, og k.h. Guðrún eldri Bjarnadóttir, bónda á Kollabúðum 1735, Jónssonar. Kollabúða-Bjarni var f. 1679, d. 17.des. 1753. Hann var albróðir Amfinns Jónssonar, bónda á Hallsteinsnesi 1735. Bóndi í Múla 1801, en ekki er hægt að vita um búskap hans annars staðar, því sóknarmannatal er glatað allt til ársins 1850, og prestsþjónustu bók týnd til 1816. - K. Gróa Ámadóttir, f. 1768, d. 18. júlí 1845 í Múla í ísafirði. For.: Árni og k.h. Marín Sigmundsdóttir. Böm þeirra: a) Guðrún, f. 1795. - M. Þorsteinn Þorvaldsson, bóndi í Múla í ísafirði 1845 og 1870. b) Vigdís, f. 1801. - M. Jón Einarsson, bóndi á Ingunnarstöðum í Múlasveit. c) Jónatan, f. 27. júlí 1802, d. 31. ágúst 1853, bóndi á Vöðlum í Mosvallahreppi. K. Helga Hjaltadóttir, prests Þorbergssonar. d) Jón, f. 1804. Bóndi í Seljalandi. Seinni maður Gróu Ámadóttur var Gísli, f. 1781, d. 12. júní 1839, húsmaður í Múla í Isafirði, Jónsson. Þau fluttust, með Gísla son sinn 5 ára, ffá Fjarðarhomi að Kirkjubólr í Langadal 1819. Gróa bjó nokkur ár í Múla eftir lát f.m. síns. Haukur Hannesson Aðsent svar til Einars Ingimundarsonar Einar Ingimundarson spyr um framætt sína í 5. tbl. 16 árg. Fréttabréfs. Hluti framættar hans er Árgilsstaðaætt. Og þar er einnig ein grein minnar ættar. Árgilsstaðaætt mun oftast rakin til Bergsteins Sigurðssonar á Árgilsstöðum 1781 - 1848 og Þómnnar Einarsdóttur. Steingrímur Jónsson, síðar biskup, var prestur í Odda 1812 - 1824. í ættatölum sínum rekur hann ætt Þuríðar Bergsteinsdóttur, móður Bergsteins Sigurðssonar á Árgilsstöðum en minnist ekki á ætt Sigurðar, manns hennar. Getur einhver upplýst mig um hans uppmna ? í ættatölum Steingríms (bls. 1042 - 1050 ef rétt er munað) segir svo: „Bergsteinn Guttormsson, kynjaður af austurlandi. Honum gaf í löggjöf ektakvinna hans, Ragnheiður Bjarnadóttir, þann 11. desember 1659 að Gunnarsholti 15 hundmð í föstu, tilgreint Minnahof, og í lausu 15 hundmð. Hann bjó þann vetur að Minnahofi. Þau vom bamlaus." Ragnheiður er dáin fyrir 1668, því þá fæðist Guttormur, sonur Bergsteins og Margrétar Jónsdóttur, seinni konu hans. Um uppmna Margrétar er mér ekki kunnugt. Kona Guttorms Bergsteinssonar hét Gróa Þorsteinsdóttir. Hún átti að erfa eitt hundrað og 20 álnir í Eystra-Fíflholti. Systur Góu virðast vera Ingveldur á Hrútafelli og Sesselja í Miðkoti Þorsteinsdætur, því þær eiga einnig eitt hundrað og 20 álnir í Fíflholti hvor um sig. Karl Sigurðsson Reykjabraut 6 Þorlákshöfn 10

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.