Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1999, Blaðsíða 5
Frá Friðriki Skúlasyni.
Það er illt að sitja undir aðdróttunum um lögbrot, og gildir þá einu hvort þær
aðdróttanir eru sprottnar af öfund eða þekkingarleysi á því efni sem um er að rœða.
Þegar aðdróttanirnar eru hins vegar komnar á það stig aó spurning sé hvort þær
varói vió meiðyrða/ög get ég hins vegar ekki gert annaó en svarað fyrir mig.
• "Ef Islensk Erfðagreining væri með sínar ættfræðiupplýsingar..." Það skal
tekið skýrt fram að fyrirhuguð útgáfa ættfræðigagnasafns á geisladisk er ekki
að neinu leyti á vegum IE, heldur alfarið á mínum vegum og á mína ábyrgð.
Ég hóf vinnu við gerð umrædds gagnagrunns fyrir rúmum 10 árum síðan,
löngu áður en það fyrirtæki var stofnað. Síðustu tvö árin hef ég hins vegar
verið í samstarfi við ÍE um gerð ættfræðigagnagrunns, sem inniheldur reyndar
ekki nákvæmlega sömu upplýsingar og sá sem mun verða boðinn almenningi
til kaups, en þetta samstarf gerir það hins vegar að verkum að sá grunnur sem
ætlaður er til almennrar útgáfu mun verða tilbúinn til útgáfú mun fyrr en ella
hefði orðið.
• "...að það sé verið að setja allar útgefnar ættfrœðibækur inn á tölvu... " Það
sem við erum að gera er að útbúa ættfræðigagnagrunn með upplýsingum um
ættir allra þeirra Islendinga sem kunnir eru, fyrr og síðar, en hluti af þeirri
vinnu felst í því að fara í gegnum öll handbær útgefm ættfræðirit og bera þær
upplýsingar sem þar eru saman við það sem þegar er í grunninum. Finnum við
upplýsingar sem vantar í grunninn eru þær teknar inn, en finnum við
upplýsingar sem stangast á við það sem þegar er í grunninum þurfúm við að
leita til frumheimilda eða þá að geta þess að óvissa ríki um viðkomandi atriði.
Það er mismunandi hversu miklar upplýsingar er að hafa úr hverju riti en alltaf
má þó finna einhverjar upplýsingar sem við höfðum ekki þegar í grunninum -
til dæmis dánardaga eða tengingar milli einstaklinga. Þegar upp er staðið er
það hins vegar aðeins lítill hluti þeirra upplýsinga sem koma fram í hverju riti
sem við tökum upp í gagnasafnið. Við teljum að vinna okkar sé í eðli sínu ekki
frábrugðin gerð annarra ættfræðiverka, sem öll byggja að meira eða minna
leyti á fyrri vinnu - nema hvað verk okkar er stærra í sniðum - væntanlega
stærsta ættfræðiverk sem nokkurn tíman hefúr verið unnið hérlendis. Við
viljum ennfremur benda á að útgefin ættfræðirit innihalda eingöngu hluta
þjóðarinnar og til að ná takmarkinu um allsherjargagnasafn er að sjálfsögðu
einnig nauðsynlegt að taka upplýsingar úr ýmsum óútgefnum verkum, svo sem
manntölum, kirkjubókum, handritum o.s.frv.
• "...þegar talað er um að selja upplýsingar sem aðrir hafa unnið á diskum eða
á annan hátt er það ólöglegt." Það skiptir í raun ekki máli varðandi
höfúndarrétt hvort um er að ræða útgáfú á diski eða pappírsformi. Það væri
að sjálfsögðu lögbrot að taka eitthvað verk í heilu lagi eða að hluta og
endurútgefa það, en það er bara einfaldlega ekki það sem um er að ræða. Við
notum fjöldan allan af útgefnum verkum sem heimildir og getum þeirra
samviskusamlega, en það er grundvallarmunur á þvi að afrita verk og að nota
hluta þess sem heimild í stærra verki. Ef ekki mætti gefa út verk sem byggðu
á eldri verkum er ég hræddur um að næsta lítið myndi hafa verið gefið út af
ættfræðibókum á Islandi gegnum tíðina, en það er nú svo að flestar þeirra
nýta sér eldri verk að meira eða minna leyti. Ef eitthvað, þá erum við mun
samviskusamari í því að geta heimilda en flestir aðrir útgefendur
5