Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1999, Blaðsíða 6

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1999, Blaðsíða 6
ættfræðiverka, sem margir hverjir hirða ekki um að geta þess hvaðan þeirra upplýsingar eru fengnar. Þess má einnig geta að forsvarsmenn tveggja bókaútgáfa (Þjóðsögu og Vöku-Helgafells) lýstu í upphafi áhyggjum varðandi höfundarrétt þeirra rita frá þeim sem við höfum unnið (eða munum vinna) upplýsingar úr, en eftir að hafa kynnt sér út á hvað þessi starfsemi raunverulega gekk, sáu þeir ekki ástæður til að hafa frekari áhyggjur af þessu máli. Forsvarsmenn ættfræðifélagsins hefðu betur kynnt sér eðli þessa máls fyrr en þeir óðu af stað með sínar aðdróttanir. • "...óheimilt að taka manntöl útgefm af Ættfræðifélaginu og tölvusetja þau." Það skal ítrekað að við erum ekki að tölvusetja neinar bækur í heilu lagi. Gagnasafnið inniheldur nú í dag alla þá einstaklinga sem fínna má í manntölunum 1703, 1801 og 1910. Hvað þau tvö fýrstu varðar, þá byggja þær upplýsingar á tölvuskráningu manntalanna sem var unnin beint upp úr frumgögnunum vestanhafs, en við fengum einnig manntölin 1845 og 1870 frá þeim aðilum.. Varðandi manntalið 1910, þá höfiim við lokið tölvuskráningu nánast allra þeirra einstaklinga sem finnast í því, en sú skráning byggir ekki á þeim hluta manntalsins sem Ættffæðifélagið hefur gefið út. Við höfum borið okkar gögn saman við þá útgáfu og leiðrétt eða bætt við upplýsingum eftir því sem þörf er á og munum halda því áfram. Þær leiðréttingar og viðbætur sem um ræðir varða að langmestu leyti fæðingardaga og dánardaga. Sé það raunverulega stefna Ættfræðifélagsins að ekki megi taka neinar upplýsingar úr manntölum útgefnum á þess vegum til notkunar í verkum sem ætlunin er að gefa út, þá væri eðlilegast að félagið hætti útgáfustarfsemi hið snarasta, enda er þá ljóst að verkin eru vart nothæf nokkrum manni. • "...ekki hœgt að taka hana ófrjálsri hendi..." Ég vona að núverandi stjóm Ættfræðifélagsins sjái sóma sinn í því að biðjast afsökunar á þessari aðdróttun, en ég vil einnig minna á þá aldagömlu hefð sem ríkt hefur hérlendis varðandi gerð ættfræðirita, nefnilega þá að byggja á fyrri vinnu eftir því sem kostur er, í stað þess að byggja eingöngu á mis-aðgengilegum frumheimildum. Það verk sem við erum að vinna er það stærsta sem gert hefur verið hérlendis en í eðli sínu er það ekki frábrugðið verkum eins og æviskrám sem taka eingöngu til tiltekins héraðs - eini munurinn er sá að við emm stærri í sniðum. Það má vera að einhverjum finnist gerð þessa verks ógnun við sig eða séu einfaldlega hræddir við nútíma tækni, en það er hins vegar ljóst að útgáfa þessa gagnagrunns mun valda byltingu í íslensku ættfræðigrúski, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. Hafi Ættfræðifélagið áhuga á nánari skýringum á eðli þeirrar skráningar sem hér um ræðir, er ég reiðubúinn að lýsa verkefninu á almennum félagsfundi hvenær sem er. Friðrik Skúlason 6

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.