Landneminn - 01.12.1938, Side 9
u
LANDNEMINN
B
9
vað er framnndaii?
Effir Berg Vígfússon
formann Æskulýðsfylkíngarínnar í Reykjavik,
Stödd á merkilegustu tímamótum í
félagslegri þróun, heldur alþýðuæska
Reykjavíkur hátíðlegt 20 ára afmæli
fullveldisins.
Þessi alþýðuæska er synir iog dætur
þess fólks viðj sjó iog í sveit, sem með
lendalausu striti á löngum vinnudegi,
ýmist úti á hættulegustu fiskimiðum
heimsins, eða í afskektuin sveituin,
allsstaðar í baráttu við blind náttúru-
öfl, skóp verðmætin, sem allt líf og
menning þjóðarinnar byggist á.
Við þekkjum eldri kynslóðina hér í
Reykjavík — kynslóð, sem með eigiin
höndum byggði iupp þann bæ, sem
við lifunr nú; í í dag, vonandi að hún
væri að tryggja sér samastað, þar sem
efnisleg og menningarleg velferð gæti
skapazt sem endurgjald fyrir æfilangt
strit log kæmi að notum eftirkiomend-
unum.
En þessi kynslóð var svikin hrapa-
lega, hún sá það ekki fyr en um sein-
an, að hún hafði verið látin byggja
bæ með fjölmörgum nútíma þægind-
lim, kaupa atvinnutæki, en að þessu
lioknu var henni sjálfri iog börnum
Og værj ekki ástæða til, að leitað yrði
upplýsinga um, hverjar ráðstafanir
stjórnjr annarra lítt numinna landa hafia
gert log gera til þess að fá landnema,
útvega þeim jarðnæði o. s. frv., —
hagnýta síðan úr reynslu þeirra það,
er hér hentar og hefja hér nýtt land-
nám í stórum stíl? Og væri ekki á-
stæða til að koma á hér í Reykjavík
búnaðarfræðslu, er atvinnulausum
mönnum iog öðrum bæjarbúum, er
hugsa til landnáms hér, gæfist kostur
á að sækja? Og því ekki að byrja á
þessum undirbúningi nú þegar?
Og svo þarf að stofna hér almennan
vinnuskóla fyrir unga menn á aldrinum
18—22 ára. Þátttaka sé frjáls. En fyrst
um sinn gangi þeir fyrir um skólavist,
sem atvinnulausir eru. Og þeir, sem
hlotið hafa loflegan dóm fyrir nám og
vinnu, gangi síðar, að öðru jöfnu, fyr-
ir vinnu, er hið ©pinbera veitir. Verk-
efni þessara vinnuskóla eru mörg og
glæsileg. Eitt þeirra er: nýtt landnám á* 1
íslandi! Látum svo vinnufylkingannar
ryðja landið, ræsa fram blauta flóa,
þurrka mýrar ©g búa landið undir rækt-
un, — og afhendum það svo hinum
nýju landnemum til umráða“.
hennar hvergi ætlaður staður, og þau
útlæg ger.
Það eru synir og dætur þessarar kyn-
slóðar, sem samtímis 20 ára ful’l-
veldisafmælinu sameinast tjl átaka í
lokaþætti sjálfstæðisbaráttu þjóðarinn-
ar. Alþýðuæskunni er Ijós sinn þjóðfé-
lagslegi réttur. Hún veit, að svikin við
feður hennar og mæður voru fólgin
í því að tekinn var af þeim umráða-
rétturinn yfir þeim verðmætum, sem
þau höfðu skapað, og þar með umráð
þeirra yfir lífskjörum þeirra yfirleitt,
yfir ágóðanum, sem þau bjuggu í ^t-
vinnuvegunum, sem þau lifðu af, yfir
aðganginum að menningarstofnunun-
um o. s. frv.
Það er því í fullri meðvitund um
þann rétt, sem hún er borin til, að al-
þýðuæskan leggur til baráttu fyrir
hagsmunamáium sínum.
Hún veit, að þessi barátta er hin
innri frelsisbarátta þjóðarinnar, og að
hún er að því leyti sama eðlis og hin
fyrri frelsisbarátta alírar þjóðarinnar
við erlenda valtíhafa, að það vald, sem
um er að ræða, er ranglega til orðið úr
hefðbundnum sérréttindum og ásælni
einstakrar stétiar manna.
Til þess að skapa þann skilning, sem
nú þegar er fyrir hendi í þessum máf-
um, hefir þurft stórt átak. Og alþýðu-
æskunni er það fyllilega Ijóst, að til
þess að vinna fullnaðarsigur, þarf
hiargfalt stærra átak.
En út í hjnn nýja þátt baráttunnar,
sem hefst með þessum tímamótum,
gengur hún ótrauð og vígreif.
Hér í Reykjavík er starfið þegar haf-
ið. Eftir megni mun verða haldið á-
fram því félagsþroskandi starfi, sem
hefir byggt upp þann stofn, sem sam-
einaðist um stofnun Æskulýðsfylking-
arinnar.
Það mun verða lögð stund á að gefa
félögunum kost á að starfa að hugðar-
efnum sínum^ í þeim tómstundum, sem
þeir hafa, bæði á sviði verks og náms.
Þannig mun félagsskapurinn bæta
meðlimum sínum upp, að svo miklu
leyti, Sem unnt er, það sem skortir á
í aðbúnaði þeirra frá hálfu þess bæj'-
arfélags, sem þeir lifa í.
Gildi þess mun inn á við verða fólg-
ið í þrioskuin persómileika einstakling-
anna, og út á við í því, að draga æ
fleira æskufólk að félagssfcapuum, þar
IANDNEMINN
Ctgefandi:
Æsktilý'ðsfj/lkingin.
Ritstjóri: -
Guðmundur Vigfiisson.
Afgreiðsla Hafnarstræti 21.
Áskriftargjald: Kr. 3,00 árg.
I lausasölu 25 aura eintakið.
Vikingsprent h.f. Hverfisg. 4.
Sími 2864.
Landneminn hefur nú göngu sín,a
með það fyrir augum, að fullnægja
kröfurn íslenzkrar æsku og að verða
hennar blað.
Takmark blaðsins er að flytja mál-
efni æskunnar og túlka málstað hennar
í hvívetna og afla honum fylgis. Blað-
ið vill gefa ungu fólki um allt land
kost á að skrifa í blaðið, senda ;því
sögur og kvæði, fyrirspurnir og ann-
að það, sem því liggur á hjarta. M:un
blaðið reyna að leysa úr öllu slíku eins
vel ög á þess færi er. Blaðið hefur í
dyggj11 að efna til samkeppni meðal
lesenda sinna um samningu smásagna,
er fram líða stundir. Mun þar verða
u|m einhver verðlaun að ræða fyrir
þær, er beztar reynast, en frá því verð-
ur nánari skýrt í inæsta blaði.
sem það fær fullnægt starfsþrá sinni
og fundið hugðarefni sín.
Á þennan hátt mun okkur ekki ein-
ungis takast að skapa sterkustu æsku-
lýðshreyfingu, sem nokkru sinni hefir
verið til á íslandi, heldur og grund-
völl að þjóðskipulagi framtíðarinnar,
þar sem hin vinnandi stétt skipar þann
sess, sem henni ber. Þjóðskipulag, þar
sem árangur æfilangs strits fer ekki
til óhófslifnaðar fámennrar stéttar og
áhangenda hennar heldur er fórnfærð
I á altari eftirkomendanna í mynd fiull-
kominna atvinnutækja, sem skila afköst-
um, sem skapa verðmæti til að stofna
holl heimili, þar sem velmegun og ham-
ingja þróast, verðmæti til þess að koma
upp menningarstiofnunum, þar sem
æskan getur eytt tómstundum sínum —
skapað heim, þar sem hinn vinnandi
maður getur hvílzt eftir langan og erf-
iðan dag.