Laugardagsblaðið - 14.05.1955, Blaðsíða 2

Laugardagsblaðið - 14.05.1955, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGSBLAÐIÐ Laugardagur 14. maí 1955 Bjarni frá Gröf: minni Er Norðmenn fóru í frelsisleit, þeir fórnuðu vinum, landi og sveit, og sigldu í haf, þó herti byr, Þeir höfðu gert það fyr. Þeir stefndu á norðurs nœtur eld, þar náði engum degi kveld, og lan4 vort fundu frjálsir menn, og frelsið lifir enn. Vort unga land þeim einum bar, og engum frá það tekið var, þá glampaði sól á gnoðafjöld og glœsta landnámsöld. Þeir fundu önnur frjórri lönd, en fögnuðu alltaf þinni strönd, þú réttir fyrstu hjálparhönd að höggva þrœldómsbönd. Vor frelsiseldur alltaf brann, þótt yrði stundum þröngt um hann, í hjartans innstu öskustó þar aldrei neistinn dó. Frœðaþulur forn á kinn með fjöðurpenna og eltiskinn, þar geymist sagan gullin, skýr, og gömul œvintýr. Við eigum himnesk heiðalönd, sem lieilla frelsisborna önd, þar foldin skilur fuglamál og fjöllin hafa sál. Með kórónu af eldi og ís þau eru draumaparadís, þar drottins óhreyfð standa sterk hin stóru listaverk. Er blikar dögg um blómin þín, ! og blíðust nœtursólin skín, I fuglar syngja um frelsi og vor, þá fyrnast vetrarspor. Því hjörtu vor, þau áttu ein, þau eru blöð af þinni grein, svipur þinn, vor sál það er, vor söngur brot af þér. Að vinna fyrir land og lýð, þó launin vœru eilíft stríð, svo fórnlundaðir fundust menn, og finnast jafnvel enn. v Og hver sem fæðist feðragrund í fátækt, eða gullið pund, fáni okkar föðurlands er frelsismerki hans. --------— ....................-........... íslnitfls- Guðmundur Frímann: Samnr í Brunnárdftl / slökkum, á fjalldrapaflösum er fagurgrœn slikja og sóldœgraglit■ Frá háfjalla- og heiðagrösum ber höfugan ilm fyrir vit. En suður í sortumó var sólskinið bjartast þó og ylur þess eitt sinn mestur og ilmurinn langtum beztur. Á fund þinn, fornvinur, bar mig um firnindi, skriður og refilstig. í vöku og svefni var mig á vorin farið að dreyma þig, — þín háfjöll og hrjósturlönd. Loks héldu mér engin bönd, og minning frá œskuárum olli mér trega sárum. í sólskini og sumarvindi er söm þín fegurð í dag eins og þá. Mitt draumland og œskuyndi 1 enn eru fjöllin þín blá. Og hlíðin er söm við sig, hún segist kannast við mig, og einhneppa’ í flám og í flóum fer um mig sólheitum lófum. Og enn steypist Brunná af bergi í bólið sitt dúnmjúka, lyngskúfum prýtt, og greiðir í gríð og ergi „sitt gullhár furðusítt“. Og allt virðist óbreytt hér, allt eins og vera ber, jafnvel Icekurinn, langt að runninn, % kyssir lyngið jafnblítt á munninn. Og sunnanblœr sóldrukkinn, heitur fer syngjandi niði um hlíðarnar enn, og minnist við mýrar og veitur mildur og ylfrjór í senn. Það er leikið á bjöllulyng í lautunum allt í kring, en lœkurinn Ijómar og syngur og leikur við hvern sinn fingur. Hér bjó eg í bólstað lágum, mörg branda var forðum í lækinn minn sótt. Þá veiddi’ eg með víðitágum margt vor fram á rauða nótt. Ó, visa þín, veiðiá, vekur upp gamla þrá. Ó, syngdu mér hinzta sinni svefnljóð af auðlegð þinni. Við Ijóðagjörð dagurinn líður, og lyngvisnakveðskap og söngvagnótt. Og grávlðigrundin bíður mér gistingu hjá sér í nótt■ Hún g’eymir því, fornvinan góð, svo gjöful á vísur og Ijóð, hve grálynt er œvinnar gengi: Eg gleymdi’ henni alltof lengi. MARÍA BJARNADÓTTIR: jStdkur BRIM. BREYTING. Æsku- sá ég -heiðið hátt hrynda frá sér grímu. Allt er, þá sem bezt var blátt breytt í gráa skímu. Gleðin hló á vöngum vífs, vonin bjó í svörum. Beiskan þó við bikar lífs brosin dóu á vörum. ÞRÁ. Þótt ei fái að þreyta flug þrautum frá og kvíða, dregur þráin hálfan hug heims í bláinn víða. Heggur bjartur hrannarskafl hamra svarta kóra. Brýzt um hart með ógnar afl Ægis hjartað stóra. ■ Tm . . ____ ííL, STAKA. Múrað bak við myrkra þil, — milli klaka handa, — seint er vakið vors í yl vonarkvak míns anda. VOR. Eru að falla ótal göt enn á mjallar-kjólinn- Græn og falleg gróðurföt geymir fjalli sólin. (Höfundur þessara vísna, María Bjamadóttir, hus' freyja í Neskaup:tað, er Húnvetningur að ætt og UPP' runa, fædd að Kárdalstungu i Vatnsdal 7. júní 1896.)

x

Laugardagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Laugardagsblaðið
https://timarit.is/publication/889

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.