Laugardagsblaðið - 14.05.1955, Blaðsíða 4

Laugardagsblaðið - 14.05.1955, Blaðsíða 4
4 LA VGA RDACSBLAÐIÐ Laúgardagur 14. maí 1955 Kvennnslióli Mnietniago ¥5 S'ðastliðið haust átti kvenna- skólinn á Blönduósi merkisaf- mæli. Þá voru liðin 75 ár síðan kvennaskóli Húnvetninga var sett- ur í fyrsta sinn, en það gerðisl 24• október 1879. A árunum þar á undan hafði risið upp almenn vakningaralda í landinu til auk- innar menn'unar, og einkum |>ó til þess að gefa stúlkum nokkurn kost á skólanámi. Reykvíkingar riðu á vaðið með stofnun kvenna- skóla undir forystu Þóru Melsted árið 1874. í Eyjafirði og Skaga- f.rði hófust kvennaskólar 1877, og loks komu Ilúnvetningar 1879 eins og fyrr segir. Helz'i hvatamaður að stofnun kvennaskóla Ilúnvetnifiga var Björn Sigfússon á Kornsá- Fékk hann ýmsa góða menn í lið við sig, má þar nefna til prestana sr. Hjörleif Einarsson á Undirfelli og sr. Pál Sigurðsson á Iljaltabakka, ára starfi til 1895, en liafði áður stað- ið fyrir skólanum á Lækjamóti eitt ár. Það kom í hennar hlul að móta hinn unga skóla, og ber öll- um saman um, að hún hafi leyst það starf af hendi með ágætum- Var hún bæði gáfuð kona og fjöl- menntuð og gædd þeim persónu- leika, sem nauðsynlegl er til þess að forysta fari vel úr hendi. Námsgreinir Eyjarskóla voru: skrift, réttritun, reikningur, landa fræði, íslandssaga, mannkyns- saga, danska, söngur, fatasaumur, útsaumur og ýmsar hannyrðir, þvottur og matreiðsla. Fjórar fyrsttöldu námsgreinarnar, tvær þær síðasttöldu og fatasaumur voru skyldugreinar. Ýmsir erfiðleikar voru á skóla- haldinu. Einkum átti liann við þröngan^fjárhag að búa- En fyrir frábæra atorku og áhuga for- ráðamanna hans, svo og skilning Kvennaskólinn á Blönduósi. þau Lækjamótshjón Margréti Ei- ríksdóttur og Sigurð Jónsson og ungfrúrnar Margrétu Olsen á Stóru-Borg og Ingibjörgu og Kristinu dætur sr. Jóns Sigurðs- sonar á Breiðabólsstað. Fé var safnað um alla sýsluna- Sýslu- nefnd tók að sér yfirumsjón skólans og lagði honum fjárstyrk. Þegar svo var komið var ráðist í að hefja starfið. Skólinn starfaði fyrsta árið að Undirjelli í Valns- dal. Var starflnu hagað þannig að kennslutímanum 24 vikum var skipt í þrjú skeið. Voru 5 stúlkur við nám í einu, svo að alls fengu 15 stúlkur notið námsins yfir vet- urinn- Sr. Hjörleijur Einarsson var skólahaldari og kenndi bók- legar greinar, en kennslukona var ráðin Björg Scliou. Á þessu fyrsta starfsári skólans kjöri sýslunefnd forstöðunefnd skólans. Sakir þrengsla gat skólinn ekki s'arfað áfram á Undirfelli. Flutt- ist hann því 1880 að Lœkjamóti og var þar tvö næstu árin. En haústið 1883 fluttist hann að Ytri Ey í Vindhælishreppi- Voru þar húsakynni ifieiri en þá var títt á sveitabæjum, og þau þar að auki bætt vegna skólans. Gátu nú 20 stúlkur dvalizt þar og var nú gert ráð fyrir að þær stunduðu nám allan veturinn. Fors'öðukona var ráðin Elín Briem. Hélt hún því héraðsmanna almennt tókst að halda í horfinu og heldur auka við. Enda sýndi skólinn þá þegar að hann var góðs verður, því að brátt tók áhrifa hans að gæta, þegar námsmeyjarnar dreifðust út um sveitirnar. Elin Briem hvarf frá skólanum 1895, er hún giftist Sæmundi Eyj- ólfssyni. Þá tók Guðrún Jónsdótt- ir frá Auðkúlu við íorstöðunni og síðar Kristín systir hennar. Ýmsum þótti skólinn illa settur á Ytri Ey og því varð það að ráði, að hann fluttist til. Blöndu- óss 1901, og hefir hann starfað þar síðan- Var þar reist nýtt skólahús, er brann 1911. Var ]>á reist hús það er nú stendur, þótt breytingar hafi verið gerðar á því. Kennsla hófst í því 1912. Hin síðari ár skólans í Ytri Ey gerðust þær breytingar á skólan- um að skólatíminn var lengdur, og nám í bóklegum fræðum var aukið. Varð hann á þeim árum þriggja ára skóli og að nokkru leyti með gagnfræðaskólasniði Hélzt svo fyrstu árin eftir að r 11 Blönduóss kom. Með reglugerð um 1912 og 1915 var verklegi húsmæðranám þó aukið að nokkru en samt er gagnfræða- nárnið meginþá'tur allt til 1923. En þá er skólanum hreytt í reglu- legan húsmæðraskóla og bókleg-i Saumastoja skólans. ar greinar niður felldar, nema ís- 'enzka, reikningur og danska. Jafnframt var honum breytt í ains velrar skóla. Hefir hann hald izt svo í meginatriðum síðan- Af bóklegum greinum hefir þó danska verið felld niður, en hins vegar tekin upp kennsla í uppeld- isfræði, manneldisfræði, heilsu- Eræði og búreikningum. Auk þess eru bækur notaðar til stuðnings verklega náminu í vefnaði, mat reiðslu og við þvott og ræstingu. Árið 1952 var skólahúsið tekið til gagngerðra endurbóta. Féll kennsla því niður veturinn 1952- 53 og fram að nýári 1954. Er hús- ið nú vel úr garði gert í hvíve'na og mun skólinn geta tekið við um 40 námsmeyjum- Hér er ekki unnt að gera skýrslu um fjölda námsmeyja þeirra, er dvalið hafa í kvenna- skóla Húnvetninga á hinum liðnu þremur aldarfjórðungum. En þær eru vissulega margar, og hafa unnið sín störf víða um land. Verður það menningarhlut- verk, er slíkir skólar vinna seint metið til fullnustu. Einkum er torvelt að benda á beinan á- rangur skólans, þar sem nemend- ur lrans hafa unnið hin kyrrlátu og hljóðu störf sín innan veggja heimilanna. En margt myndar- heimilið bæði í Húnaþingi og víðar hefir notið góðs af kvenna- skólanum á Blönduósi- Eins og geta má nærri hafa margir lagt skólanum lið. Verða nöfn þeirra ekki rakin hér. En minnast má nokkurra þeirra, er lengst hafa setið í skólanefndj eða verið formenn hennar. Fyrstan má nefna Björn Sigfússon á Kornsá, sem alla ævi var einn helzti stuðningsmaður skólans og lengi í skólanefnd. Af þeim sem lengst hafa setið í skólanefnd má nefna: Árna Á. Þorkelsson, Geita- skarði, Jónatan Líndal, Ilolta- stöðum, Jónínu Líndal, Lækja- móti og Þórarin Jónsson, Hjalta- bakka, var hann formaður skóla- nefndar óslitið frá 1920 til dauða dags 1944. Þessar konur hafa farið með forstöðu skólans siðan hann flutt- ist til Blönduóss: Elín Briem 1901—03, 1912— 15. Kristín Jónsdóttir 1903—04. Guðrún Sigurðardóitir 1904— 11. Sigurrós Þórðardóttir 1911— 12, 1915—18. Anna Þorvaldsdóttir Arasen 1919—23. Guðrún Björnsdóttir 1923— 24. Kristjana Pétursdóltir 1924—■ 29. Árný Filipusdóttir 1929—32- Hulda Stefánsdóttir 1932—37- Sólveig Benediktsdóttir 1937— 47. Salome Gísladóttir 1947—48. Ásdís Sveinsdóttir 1948—52. En síðan 1953 hefir Hulda Stef ánsdóttir aftur veitt skólanum for- stöðu. Odeis ðod eciiott Svo nefnist ljóðabók, sem Páll Bjarnason í Vancouver í Canada hefir nýlega gefið út. Eru þetta tvö ljóðasöfn, hið fyrra á ís- lenzku, en síðara á ensku og eru í hvorttveggja frumsamin Ijóð og þýðingar. Sjálfur ritar Páll formála að ljóðunum, þar sem hann lýsir hinni almennu skáldskaparhneigð Islendinga, og hvernig hin auð- uga og sveigjanlega tunga þeirra hafi beinlínis lagt þeim efnivið- inn í hendur. Alls eru 71 kvæði eftir 30 ís- lenzk skáld, austan hafs og vest* an, sem Páll snýr á enska tungu« en flest eru þau eftir Einar Bene- diktsson, eða 18 alls. Baðsloja skólans.

x

Laugardagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Laugardagsblaðið
https://timarit.is/publication/889

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.