Alþýðublaðið - 22.01.1924, Blaðsíða 4
AE.Þ YÐUDLAÐIÐ
4 .
set ég hér kafla úr bréfi, sem
ég tésk í gær trá Lelpzig:
>. . . Á jólafÖRDuði Hjálpræð-
ishersins á föstudaginn von
það helzt eignaiaus >viðskift i-
ráð< (Kammerz'enf áte), sem tóku
við gjöíunum, og sömuieiðis
ekkjur lærdómsmanna, er fyrr
voru mjög í metum hafðir.< <
Svona er. hagur almennings (
Þýzkalandi, en í tinnes á ioo
milijónir gulldollara og ýmsir
aðrir auðmenn Þjóðverja eiga
hrúgur fjár f öðrum iöndum.
Hins vegar fjöigar stöðugt at-
vinnulausum verkamönnum,. en
þó krefjast atvinnurekendur, að
vinnutfmi sé lengdur og kaup-
gjald lækkað. Er furða, þótt nú
sé ólgusamt í Þýzkalandi?
Um daginn og veginn.
Fnndnrinn í kvöid ki. 8 í
Jafnaðarmannaféiagi íslands er
oplnn fyrir ölium Alþýðuflokks-
mönnum, hvort sem þeir eru í
pambandsfélögunum eða ekki.
Verður þar rætt um bæjarstjórn-
arkosningarnar, og eru fuiltrúa-
efni Alþýðuflokksins fyrstir ræðu-
menn, en auk þeirra taka margir
aðrir ræðumenn til máls. Ættu
flo' ksmenn ekki að sitja sig úr
færi um að komast á fundinn,
en þá er og vissara að koma
tíojanlega.
Sknggamyndavél barnaskól-
ans hin nýíengna, er myndirnar
með fyrlrlestri Ólafs Friðriksson-
ar um Tut-Ankh Amen Egypta-
landrkonung voru sýndar með,
er mesta veltiþing. Má með
henni sýna bæði skuggamyndir
af piötum og filmum eins og
gerist, en auk þess má sýna
með henni myndir á bréfspjöld
og í bókum, teikningar o. s.
frv., eins og þær koma fyrir.
Um myndir þær, er sýndar voru
með fyrirlestri Ólafs Friðriksson-
ar, skal það tekið fram um leið,
að þær voru einstaklega vand-
aðar og gerðar af hinni mestu
alúð, þvf að uppgraítirmaðurinn
Carter hafði fengið ijóstnyndara,
Barton að nafni, frá Metiopoli-
tan-aafninu í New York til áð
t'ka myndirnar, og hann hafðj
ekki gefist upp við að tak<
myndir at hverjum h*ut fyrr »n
hann var öru'í’gur um, að á
þeim sæist alt, sem sést gat. En
skuggamyndavélin sýndi þetta
ait aftur jafngreiniiega á tjaidinu.
Yerkainnnnafélag Húsavíknr
hefir gengið í Afþýðusamband
ísisnds m»ð ársbyrjun Félags-
menn eru ©inum miður en ioo.
Þannig smáfærist f rétta átt
með samtök verkalýðsins, en
fulikoronun þeirra er eina ráðið
tii að græða sárin, sem landið
hefir fengið við strandhögg og
nesnám braskaranna undanfarin
ár, og hefja þjóðina ti! nýs vegs
og gengis.
Hjúsk&pnr. Á nýársdag voru
gefin tatnan í Kaupmannahöfn
ungfrú Dýrleif Árnadóttir cand.
phil og Skúii V. Guðjónsson
iækoir.
Kaupmannafandnr er hald-
inn í dag kl. 4 í Eimskipafélags-
húsinu Er sagt, að þar eigi að
ræða um ráðstafanir til takmörk-
unar á hinni frjáisu samkeppni f
verziun, og myndi s(zt hafa yerið
búist við því úr þeirri átt; en
skyldi nú ekki fara að bila
traustið á goðið, er þessar stoðir
bresta?
Inniend tíðindi.
(Fiá Fréttastofunni.)
Stokkseyri, 21. jan.
Búist er við, að þingmennirnir
haldi þingmálafundi hér í hóraðinu
á næstunni. Einnig heflr heyrst,
að fundur verði haldinn út aflög-
um þeim, sem samþykt voru á
Biðasta þingí um friðun lax í
Ölfusá. Eru þeir, sem ofarlegabúa
við ána, sáróánægðir með lögin
og vilja fá þeim breytt. Teija þeir,
að ákvæði laganna um að leyfa
að láta laxanet liggja yflr helgar
hefti göngu laxins upp eftir ánni.
Menn eru hór sem óðast að
búa sig undir vertíðina. Annars
er lítið um vinnu og hagar ýmsra
þröDgur, ef sjórinn bregst. Þó
bætir mikið úr, að kartöfluupp-
Málaravörur
alis konar. Fernisolía. Litir.
Lökk o. fl.
Ht. Rafmt. Hitl & Ljós.
Þakkarávarp.
Hugheilar þakkir færi ég hér
með öilum þeim, sem glöddu
mig og styrktu í mínum erfiðu
kringumstæðum út af burttör
mannsins míns Jóhanns sál. Gtsla-
sonar, sem drukknaði af >Maí<
17. dez. f. á. Ég nefni ekki nðfn
þessara manna, veit, að þau
geymast á betri stað.
Góður guð blessi þá alla og
launi þeim, þegar þeim mest á
liggur!
Reykjavík, 20. jan. 1924.
Lovísa Brynjölfsdóttir,
Lindargötu 36.
skera varð hér með allra bezta
móti í haust, og munu allir bafá
nóg af kartöflum fram á vor.
Stykkishólmi, 22, jan.
Aíbragðstíð heflr verið hér við
Breiðafjörð sunnanverðan það, sem
af er vetrinum. Heflr sauðfénaður
og hross óvíða komið í hús og
mjög lítið verið geflð.
Útræði er hór ekkert um þessar
mundir, enda hefir ekki geflð á
sjó í langan tima.
Sandgerði, 22. jan.
Á yflrstandandi vertíð, sem hófst
upp úr nýárinu, stunda hér veiði-
skap 80 — 40 bátar héðan og úr
nálægum stöðum, en um 20 frá
ísaflrði. Sunnletzku bátarnir eru
flestir 10 — 15 smálestir að stærð,
en Vestfjarðabátarnir 80 — 40 smá-
lestir.
Aflinn var tregur í fyrstu, en
heflr verið góður síðustu vikuna.
Beir bátar, sem byrjuðu fyrst, eru
búnir að fá 70 — 80 skippund af
þorski.
Frá Keflavik ganga um lObátar
og úr Njarðvíkum 2 eða 3.
ítitstjóri og ábyrgðarmaður:
Hallbjöm Halldörsson.
Prentsm. Hallgrims Benedíktssonar
Bergstaðastræti 19.