Foreldrablaðið - 01.12.1970, Qupperneq 27

Foreldrablaðið - 01.12.1970, Qupperneq 27
25 Skólamál eru fjölsóttur veítvangur þeirra, sem vinna að þjóðfélagslegum umbótum. Þetta er mjög að vonum, því að skólamál snerta flesta eða alla, beint eða óbeint. Sú gagnrýni, sem fræðsluyíir- völd hafa sætt, er sjálfsagt misjafnlega vel rök- studd, eins og alltaf viil verða, en endurspeglar þó almennan áhuga, sem er lyftistöng allra fram- fara. í því greinarkorni, sem hér fer á eftir, hef ég þó ekki í hyggju að reyna að slást í för með þeim, sem hafa heildarendurskipulagningu fræðslukerfis- ins að takmarki, heldur minnast fáeinum orðum á miklu takmarkaðra og hversdagslegra viðfangs- efni, þ. e. a. s. skólatíma barna. Hér mun sjálf- sagt mörgum þykja um smámuni að ræða og margrædda að auki, en þeir ,,smámunir“ skipta börn og foreldra talsverðu máli. Þótt hugleiðingar mínar séu bundnar við barnaskóla Reykjavíkur, mun ástandið vera svipað víða annars staðar. í fyrsta lagi hefst skóladagur barna (yfirleitt) á óhentugum tímum, annað hvort mjög snemma morguns eða fyrst síðdegis. í öðru lagi er skóla- dagur barnanna sundurslitinn af aukatímum. Mörg börn eiga að vera mætt í skólanum klukkan 8 að morgni. Á sumum heimilum þurfa þau að fara á fætur á undan öðru heimilisfólki og verða að sjá um morgunmat sinn sjálf. Ef þau eru ekki því bet- ur útsofin eða viljugri, er hætta á, að þau fari matarlaus í skólann. Þau börn, sem fara fyrst í skólann síðdegis, eru vitanlega betur sett í þessu tiliiti, en hætt er þá við, að fyrri hluti dagsins ódrýgist óhóflega til náms og leikja. Aukatímarnir verða svo enn frekar til truflunar, því að þeir

x

Foreldrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.