Foreldrablaðið - 01.12.1970, Side 34

Foreldrablaðið - 01.12.1970, Side 34
32 vinnu við búfé skógum og breytt árfarvegum. Þó mörg séu vegsummerkin frá liðnum tíma, hefur ekki alltaf þótt ástæða til að æðrast. En tækni- þróunin gerir manninn máttugri og máttugri. Afl nokkurra tækja, t. d. íslenzku millilandaþotanna, er sambærilegt við afl allra íslendinga á Sturl- ungaöld. En við verðum að lifa í nábýli við um- hverfið og í þessu nábýli verðum við að skilja það afl, sem við ráðum yfir og þekkjum, bæði tak- mörk þess og umhverfisins. Mengunarvandamálið er ef til vill ekki mjög knýjandi hjá okkur, en við höfum spurnir af því. Almennur skilningur á vanda- málinu, skilningur á því afli, sem við ráðum yfir, er undirstaða að farsælu sambýli við umhverfi okkar. Notadrýgsta auðlindin er aukin menntun þjóðarinnar. í öðru lagi má benda á hagvöxt, en það orð heyrist æ oftar og er að vissu marki orðið stefnu- mark mannkyns, þ. e. a. s. stöðugur hagvöxtur er krafa okkar til þjóðfélagsins. Sú auðlind, sem reynzt hefur notadrýgst, er menntun og aukin menntun þjóðarinnar. Það er fyrst og fremst auk- in geta í tækni og iðnaði, sem skapað hefur hag- vöxt seinni ára. Til að viðhalda hagvexti og batn- andi lífskjörum, þarf að leggja nokkra áherzlu á hinar svokölluðu raungreinar í skólanum, en hald- góð tækniþekking er í nánum tengslum við þessar greinir. í þriðja lagi gefa þessar greinar nemendum ágætt tækifæri til, þess að þjálfa hjá sér rökvísi, hagkvæm vinnubrögð og sjálfstæði í mati á upp- lýsingum, ef rétt er haldið á um gerð og kennslu þessara námsgreina. Hin mikla verklega kennsla, sem er eð'ilegur þáttur í meðferð þessa efnis, gef- ur nemandanum mörg tækifæri til að auka þroska sinn, gerir hann gegnrýninn, svo að hann sér, að oftast eru fleiri en ein hlið á hverju máli. Til skamms tíma höfum við ekki einu sinni verið hálfdrættingar á við hin Norðurlöndin. Ef við berum okkur saman við nágrannalöndin, kemur í Ijós, að mikill munur er á þeim tímafjölda, sem varið er til kennslu í eðlis- og efnafræði. Til skamms tíma höfum við ekki einu sinni verið hálf- drættingar á við hin Norðurlöndin, en nú er hins vegar stefnt að því að jafna að nokkru þennan mun. Árið 1968 skilaði 5 manna nefnd undir for- ystu Sveinbjörns Björnssonar, eðlisfræðings, áliti um framtíðarskipan kennslu þessara greina í skóla- kerfinu og lagði nefndin jafnframt áætlun til úr- bóta. Menntamálaráðuneytið samþykkti áætlunina og hefur síðan verið unnið að framkvæmd hennar. Álitið birtist að miklu leyti í tímaritinu Menntamál- um á síðastliðnum vetri. Gert er ráð fyrir, að eðlis- og efnafræði verði kennd í 11/2 vikustund í 11 og 12 ára bekkjardeildum, 2 vikustundir hjá 15 ára nemendum. Lítið sem ekkert námsefni er til á íslenzku fyrir yngri stigin og er gert ráð fyrir, að gera þurfi mikið átak í samningu heppilegra kennslubóka, gera tilraunir með námsefni og búa skólana tækj- um. Einnig þarf að koma á víðtækum kennara- námskeiðum. Haustið 1969 var hafin tilrauna- kennsla með námsefni fyrir 11 og 13 ára nem- endur í þrem skólum. Að fenginni reynslu var efnið endurskoðað í vor og síðan undirbúið til almennrar kennslu fyrir veturinn 1970—71. Samhliða verður hafin tilraunakennsla á námsefni 12 og 14 ára nemenda og er ætlunn, að það verði endurskoðað að vori og tilbúið til almennrar kennslu næsta haust. Á þennan hátt er ætlunin að Ijúka innfærslu eðlis- og efnafræði í skólakerfið árið 1973. Námsefninu má skipta í tvo flokka. í 11 og 12 ára bekkjum verður efnið skipt í stuttar einingar, sem fjalla um afmarkað efni og nemendur fást við í 2—12 vikur. Efnismeðferð er að mestu leyti verkleg og er nemendum skipað þrem til fimm saman í hóp. Á þennan hátt kynnast þau af eigin raun ýmsum grundvallar lögmálum eðlis- og efna-

x

Foreldrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.