Gandur - 29.10.1951, Síða 4

Gandur - 29.10.1951, Síða 4
GANDUSl VIKUBLAÐ UM BOKMENNTIR OG LISTIR Vötn á himni Framhald af 3. síðu. snýr sér frá henni. Heiður kemur í vinstri dyr, í dökkum slopp, náföl, horfir hörkulega á þau. Segir snöggt og eitrað — Heiður. Hildur! — Hildur sprettur upp. Hrædd. Fer — — Össur snýr sér undan, yptir öxlum, segir í ráðvilltu tómlæti — Össur. Nú! Nú ? — stoppar við arininn, snýr sér að Heiði •— — Heiður gengur að borðinu. Meta hvort annað. Eitrað augnablik, sem er óvænt rofið með því að Össur þreifar óstyrkum höndum aftur fyrir sig, rekur hendi í annan leir- vasann, sem dettur og brotnar. Össur lítur á brotin. Segir kjarkaðri undrun — Nú! ? Heiður. Ef ólánið er ekki í aðförum þínum, þá athöfnum. Hvað viltu hér? Össur — glottir ósvífið — Ólán! Þetta er ljótt álit á ættinni! Heiður. Hér er ekkert af því sem þú átt ekki hjá öðrum. Hafi ég ekki þurft þess áður, þá þarf ég þess ekki nú! Össur. Hefur nú sonurinn reynst ráðminni en refjar þínar? Heiður. — fálmar óstyrk um borðið. Reynir að stilla sig — Gegn eitri þínu er til annað en eyða á það orðum! Össur — glottir — Aðeins sterkara eitur! Heiður. Sjálfs þín eitur mun ofsækja þig. Þann dag, sem ég ól þig, hef ég þurrkað burt úr vitund mirmi. Þeim árum sem ég fór höndmn um þig, hefur þú sjálfur drekkt í vitfirrt- um drykkjuskap! Sonur minn — þú! — ert ekki til! össur. Þetta er ljótt. Það er gott það heyrir það enginn! jFólk gæti haldið þú værir að ávíta eitt af börnum þínum! ÍHeiður. Ég yrði að leggja meira að mér, en ég annars þyldi, ef mér yrði það á að þola þig héreftjr! össur. Og verða svo að umbera sjálfa þig á hverjum degi! Mikið er hvað ég hef misst! Eða misstir þú meira? Heiður. Sjálfur hefur þú grafið þig héðan með löstum þínum. Frá öðrum munu lestimir hrekja þig! Össur — eitraður — Og hver hefur lagt mér lestina ? — gengur að borðinu, tekur upp Biblíuna. Allur kaldur og miskunnarlaus — Er það kennske héðan sem þú telur þig hafa forskriftina að framkomu þinni?! — kastar Blblíunni að fótum hennar — Heiður — skjálfandi af reiði — Komirðu hingað aftur, verður mér annað erfiðara en það sem ég ætti að gera! Össur — hlær storkandi — Hvað segði fólkið þá ? — fer — Heiður — slítur orðið útúr sér — Djöfull! — gengur um, titrandi af ofsa — Svo langt getur hann gengið, að ekki verði komist framhjá honum! — horfir yfir áhorfendur •— 1 einum möguleika eru mörg ráð! TJALDIÐ. Nokkur orS um nútíma lýrik Framhald af 2. síðu. Einmitt þarna eiga hirð- skáldin merkilega sammerkt með ýmsum öndvegisskáldum nútímans, eins og t. d. Ezra Pound og Eliot. Kenningarn- ’ar skírskotuðu til þekkingar manna á goðsögnum, og vöktu ýmiskonar hugmynda- tengsl hjá þeim, sem höfðu þá þekkingu til að bera. Bæði Pound og Eliot leggja mikið upp úr slíkum hug- myndatengslum í kvæðum sínum, enda þarf oft geysivíð- tæka þekkingu á bókmennt- um yfirleitt, til að hafa hug- mynd um hvert þeir eru að fara. Nútímalýrik er óalþýðleg í fyllsta máta og það voru hirð- kvæðin líka á sínum tíma. Á tímum hirðskáldanna var ort dýrast á íslandi, og eins er í dag, jafnvel þótt menn hafi ekki skilning á öðru en kalla þau kvæði órímuð. Sannleikurinn er sá, að það eru hvorki stuðlar, höfuðstaf- ir eða endarím út af fyrir sig, sem skapa kvæði (þetta er hlægilegur sannleikur, af því hann liggur alltof mikið í aug- um uppi). Það, sem gerir kvæði að kvæði er hljómfall- ið, rythminn. Eini mælikvarðinn á kvæði, er að hægt sé að slá það á trumbu. Á leiðinlegum tímum eins og okkar, þegar eldri kynslóðin hefur svikið svo og svo mörg hundruð ár fram í tímann (Það er ekkert eftir handa okkur, ungu kynslóð- inni, til að svíkja, þótt við Hörður Ágústsson: „PAYSAGE INTERIEUR". (Sjá viðtal við listamanninn á 1. síðu). fegin vildum) eru menn að skattyrða okkur fyrir að dýrka formið meira en lífið. Mér þætti gaman að vita, hvað það er sem þeir kalla líf. Eitt er það, að á tímum, þar sem formdýrkunin ríkir, þá er líka blómaskeið alls konar marklausrar sérvizku. Hvort þessi sérvizka á eftir að gera nútímalýrik að dauðum bók- menntum í framtíðinni, skal hér ósagt. G. K. I einhverju næsta blaði, hefst þátturinn, „Menn og málefni,“ sem Ásta Sigurðar- dóttir hefur tekið að sér að skrifa, og er þess vænst, að frökenin verði ekki myrk í máli. I byrjun næsta mánaðar mun Magnús Ásgeirsson, Skáld, eiga fimmtugsafmæli, er í tilefni af því fyrirhug- að viðtal við skáldið. Ásmundur Sveinsson, hef- ur nýlega opnað sýningu á höggmyndum sínum í List- vinasalnum, og stendur hún yfir þessa dagana. I tilefni af því mun ,,Gandur“ hafa viðtal við listamanninn. Einn- ig er fyrirhugaður greina- flokkur rnn „Ásmund Sveins- son og íslenzka menningu“. ÞAÐ BLÆÐIR ÚR MORGUNSÁRINU titrandi seiðmagn eldsins undan gulum mána næturgálgans fljúga beinagrindur vinna vélbyssur að vélritun á sögu mannsins skríða drekar einsog sýklar inní morgunsárið í faðmlögum í hjarta þínu inní Ieitar skothríð orustuskip stórskotaliðsins að óvininum skelfur dufti jörðin stórborganna einsog þyrlar blóðsollið sandstormur kviksyndi útí gleymskunni Jónas E. Svafár Jónas E. Svafár heitir réttu nafni Jónas Svavar Einarsson og er fæddur í R.vík 8. sept 1925. Ilann hefur gengið' í skóla á Laugar- vatni og verið talin „slæmur í heljarstökki“ að eigin sögn. Síðan liefur hann unnið algenga erfiðis- vinnu og fengizt við verzlunar- störf og sjómennsku. Byrjaði fyrst að yrkja 18 ára gamall fyrir áhrif frá Einari Benediktssyni, en telur sig síðar hafa orðið fyrir nokkrum áhrifum frá Steini Steinar. — Hann hefur einnig lagt stund á tcikningu og málara- list, einkum þó hin síðari ár. Hef- ur lifað allra manna Iengst á lauk og rabarbara, að ógleymdu mola- kaffi og kartöflum, en telur sig þó ekki færan um að stofna sértrú- arflokk á því sviði í líkingu við Náttúrulækningafélagið. — Eins og kvæðið ber með sér er hann einna frumlegastur hinna ungu ljóðskálda og einkar sýnt um að komast furðulega'að orði. — Þetta er í fyrsta skipti, sem kvæði birt- ist cftir hann á prenti.

x

Gandur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gandur
https://timarit.is/publication/892

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.