Landneminn - 01.06.1948, Page 3

Landneminn - 01.06.1948, Page 3
Útgefandi: ÆskulýSsfylkingin — samband ungra sósíalista. Ritstjóri: Jónas Árnason. 6. tölublað íúní 1948 2. árangur FÁEIN ORÐ TIL UNGRA SÓSlALDEMÓKRATA ertír Mig liefur lengi langað til að beina nokkr- ura orðum til ykkar, kunningja minna í hópi sósíaldemokrata. Þið eruð að vísu ekki margir, flestir líka jafnaldrar mínir og þeir hafa yfir- leitt ekki fylkt sér í ykkar flokk. Það mætti því ætla, að ekki væri ómaksins vert að eyða dýr- mætu rúmi Landnemans til slíkrar orðsending- ar, en þó ætla ég, að svo sé. Þessi grein er nefni- lega skrifuð í þeim tilgangi að fá svar við þeirri ntiklu spurningu: Hvað skilur okkur að? Að sumra áliti er ef til vill þarflaust að leita svars við þeirri spurningu, henni hafi verið svarað svo oft á opinberum vettvangi, að engum gæti blandazt hugur um, að milli ykkar flokks og okkar er óbrúanlegt hyldýpi. Ég get þó ekki fallizt á, að spurningunni sé fullsvarað. Þetta tornæmi mitt byggist á þeirri staðreynd, að eft- tr því sem ég veit bezt, teljum við okkur alla stefna að sama marki, afnámi auðvaldsþjóðfé- lagsins, sósíalismanum. Þið álítið ykkur enn vera marxista og farið alls ekki í felur með það, eins og eldri flokksbræður vkkar, heldur hamp- *ð gamla manninum á tyllidöffum ykkar. Grund- vallarskoðanir okkar um þióðfélaersmál ættu því að vera þær sömu. En hvað skilur? Það gæti máski í fljótu bragði virzt fljótsvar- uð, og þið hafið svarið sjálfsagt á reiðum hönd- **m: leiðirnar að markinu, framkvæmd sósfalism- ans. Að ykkar áliti erum við sósíalistar fúsir að .-/Jsniund S)iyur/cmsson. Á þingi ungra alþýSuflokksmanna á llvanneyri sumariS 1947 voru stórar myndir af Karli Marx og Jóni Baldvinssyni sitt hvoru megin viS rœSu- stólinn. fórna öllum þeim takmörkuðu mannréttindum, sem við njótum í kapítalísku þjóðfélagi, „skoð- anafrelsinu, fundafrelsinu, prentfrelsinu“ fyrir sósíalismann. Okkar hugmynd um sósíalisinann er, að ykkar áliti, jafngild kúgun, harðstjórn, ein- ræði. Hvaðan okkur kemur þessi hvöt til að hneppa þjóð ókkar í þrældómsfjötra er óskýrt atriði, vissulega væri það rannsóknarefni sál- fræðingum. Þið hafið heldur ekki gert neina til- raun til að röksanna þessar staðhæfingar. Ef til vill trúið þið sjálfir ekki á réttmæti þessara full- yrðinga, þær eru aðeins hálmstrá að grípa í, þegar rök þrýtur í opinberum umræðum. Það er í rauninni þarflaust að segja ykkur það enn einu sinni, að við sósíalistar ætlum okkur að framkvæma sósíalismann á íslandi á grundvelli hins borgaralega lýðræðis, þegar meirihluti þjóðarinnar er að baki okkar, en það þarf oft að endurtaka sömu setningarnar fvrir þá, sem heyrnarsljóir eru. Ég vona, að þið ungir sósíal- demokratar hafið sömu fyrirætlun, þið eruð enn ekki dúsbræður við foringja bræðraflokksins í Svíbióð, sem haft hefur meirihluta þings og þjóðar að baki sér árum saman án þess að sænska þjóðin hafi séð rofa fyrir sósfalismanum. Ég sagði áðan, að þið hefðuð ekki gert tilraun LANDNEMINN 3

x

Landneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.