Landneminn - 01.06.1948, Blaðsíða 6
— Hlustið á mig telpa, sagði hann harðlega, — bam þetta
sem þér eruð er komin til að kenna — skjólstæðingur minn
— er lausaleiksbarn. Hún er afkvæmi hjákonu minnar —
venjulegrar hóru. Ah! Fröken Mix, hvernig lízt yður á mig
núna?
— Ég dáist, svaraði óg, — að hreinskilni yðar. Væmin
virðing fyrir fínleika hefði kannski haldið þessari opinberun
leyndri fyrir öllum nema yður. í hreinskilni yðar sé ég ein-
göngu hin ósviknu hugsana- og tilfinningamök, sem ættu að
eiga sér stað á milli sannra mannvera.
Ég leit upp, hann hafði þegar í stað gleymt návist minni,
og var nú að draga af sér stígvélin og frakkann. Að því
búnu sökkti hann sér niður í hægindastól fyrir framan eld-
inn, og strauk skörungnum þreytulega gegnum hár sitt. Ég
kenndi ósjálfrátt í brjósti um hann.
Vindurinn hvein ægilega úti, og regnið lamdi tryllingslega
á gluggunum. Ég læddist til hans og settist á lágt skammel
við stól hans.
Hann sneri sér án þess að sjá mig, og lagði fótinn viðutan
í kjöltu mér. Ég þóttist ekki taka eftir því. En hann hrökk
við og Ieit niður.
— Þér hérna enn þá, Gulrótarhaus. O, ég gleymdi einu.
Talið þér frönsku.
— Oui, monsieur.
— Taisez vous, sagði hann branalega með sérlega fögrum
framburði. Ég samþykkti. Vindurinn veinaði geigvænlega í
skorsteininum, og það glórði í glæðurnar. Ég skalf gegn vilja
mínum. — Ah, þér skjálfið stúlka.
— Þetta er hræðileg nótt.
—Hræðileg, kallið þér þetta liræðilegt — ha! ha! ha!
Lítið á vesala kríli, lítið á, og hann stökk af stað, sveif út
um gluggann og stóð eins og líkneskja með krosslagða arma
í hvínandi rokinu. Hann stóð þarna stutta stund, og eftir
nokkrar mínútur kom hann aftur — í gegnum skorsteininn.
Ég sá á því, hvernig hann þurrkaði af fótum sér á kjólnum
mínum, að hann hafði aftur gleymt nærveru minni.
— Þér eruð kennslukona. Hvað getið þér kennt? spurði
hann og leit snögglega og æðislega á mig.
— Mannasiði, svaraði ég rólega.
—• Ha, kennið mér!
—- Þér misskiljið sjálfan yður, sagði ég, og lagaði á mér
vettlingana. — Siðir yðar krefjast ekki hinnar tilbúnu þving-
unar samkvæmislífsins. Þér eruð upprunalega kurteis, þessi
ofsi og grimmúðgi er einfoldlega hreinskilnin, sem ér grund-
völlur réttrar hegðunar. Eðlishvatir yðar eru siðferðislegar,
og ég sé, að betri maður yðar er trúaður. Eins og Páll postuli
segir svo réttilega — sjú kap. 6, 8, 9 og 10 —---------
Hann greip þungan kertastjaka og varpaði honum að mér.
Ég vék mér undan honum auðmjúklega, en með festu.
— Afsakið, sagði hann, og það slaknaði á kjálkanum. —
Afsakið fröken Mix, en ég þoli ekki Pál postula. Þetta er
nóg, þér eruð ráðin.
IV.
Ég fylgdi ráðskonunni og hún vísaði mér varlega veginn
til herbergis míns. Þegar við gengum inn i myrkan forsalinn
í útbyggingunni, tók ég eftir, að honum var lokað með járn-
hurðum, sem vældu á hjörunum, og napurt ýskrið í hurð-
unum þrem í ganginum nísti í gegnum merg og bein. Furðu-
legur hávaði, líkt og fætur drægjust eftir gólfinu, og öskur
óðra villidýra, kvað við í forsalnum. Ég bauð ráðskonunni
góða nótt, tók við kertinu og gekk inn í svefnstofu mína.
Ég afklæddist, fór svo í gula flónelsnáttkjólinn, sem alls
ekki samræmdist litarhætti mínum, lagðist til hvíldar og tók
að lesa Siðgæðisheimspeki Paleys. Ég var nýbúin að slökkva
Ijósið, þegar ég heyrði raddir á ganginum. Ég hlustaði með
athygli. Ég kannaðist við hörkulega rödd herra Rawjesters.
— Hefur númer 1 fengið að éta? spurði hann.
— Já, herra, sagði ruddaleg rödd, vafalaust rödd húskarls.
— Og hvað um númer 2?
— Hún hefur dregizt dálítið aftur úr í mataræðinu, en
hún nær því upp á tveimur, þremur dögum.
— Og númer þrjú?
— Gjörsamlega kolbrjáluð. Duttlungar hennar eru óvið-
ráðanlegir.
— Uss.
Raddirnar þögnuðu, og ég féll í væran svefn.
Mig dreymdi að ég væri á ferð um dimman frumskóg.
Allt í einu sá ég górilluapa nálgast mig. Og sem hann nálg-
aðist kannaðist ég við svip herra Rawjesters. Hann studdi
liöndinni að síðunni, eins og hann væri sárþjáður. Ég sá að
hann var særður. Hann þekkti mig og kallaði á mig ineð
nafni, en í sama andartaki breyttist draumsýnin, og ég var
nú stödd í Asjantía-þorpi, og þar dansaði hópur negra um-
hverfis bál mikið, hafði sýnilega verið efnt til mikillar Obí-
hátíðar. Ég vaknaði með hávaðann dunandi í eyrunum.
— Hókí, pókí, vókí fömm.
Drottinn minn. Gat mig verið að dreyma? Ég heyrði greini-
lega, að röddin var á neðri hæðinni og fann megnan bruna-
þef. Eg reis á fætur með óljósu hugboði tim voveiflega at-
burði, tróð í snatri bómull í eyrun, vafði handklæði um
höfuðið, sveipaði sjalinu um axlirnar og þaut niður. Dyrnar
að herbergi herra Rawjesters stóðu upp á gátt. Ég gekk inn.
Herra Rawjester lá auðsýnilega í fasta svefni, sem jafnvel
reykskýin af brennandi sængurfötum hans gátu ekki vakið
hann af. Stór og sterkleg negrakerling, lauslega klædd. steig
villtan dans uin herbergið, höfuð hennar var skreytt fjöðrum
og hún lék sjálf fyrir dansinum á heina-kastanéttur. Þetta
virtist vera seiðdans með tilbrigðum.
Ég glataði ekki ró minni. Og þegar ég var búin að hvolfa
úr vatnskrukkunni, þvottaskálinni og skólpfötunni á hið brenn-
andi rúm, gekk ég hljóðlega út í garðinn, og kom aftur með
garðslönguna og beindi vatnsbununni að herra Rawjester.
Þegar ég birtist, flúði hin tröllvaxna negrakerling. Herra
Rawjester vaknaði og geispaði. Og þegar hann reis gegn-
votur upp úr rúmi sínu, sagði ég honum ástæðuna fyrir
návist minni. Hann virtist ekki vera æstur, skelkaður eða
truflaður. Hann starði á mig forvitnislega.
— Svo þér hættuð lífi yðar til að bjarga mér, ha, þér
kanaríu-gula kennslukona smábarna?
Ég roðnaði hæversklega, og sveipaði sjalinu fastar að gula
flónelsnáttkjólnum mínum.
— Þér elskið mig, María Jana, neitið því ekki. Þessi
skjálfti sannar það. — Hann tók mig í faðm sér, og sagði
með rödd, sem var mjúk og þýð:
— Aumingja anga fótlurnar hennar, blotnaði hún í litlu
fótla dótlurnar sínar, gæzkan?
Ég skildi, að hann atti við fætur mína. Ég leit niður
og sá, að í flýtinum hafði ég smeygt mér í gömlu gúmmí-
stígvélin hans. I' ætur mínir voru hvorki smáir né fallegir,
og þessi viðbót jók ekki á fegurð þeirra.
Lofið mer að fara herra, sagði ég hljóðlega. — Þetta
er allt mjög ósæmilegt, og það gefur dóttur yðar miður
fagurt fordæmi, og ég losaði mig úr örmuin hans með festu,
en þó^ mjúklega. Eg núlgaðist dyrnar. Hann virtist andartak
vera í þungum þönkum.
— Þér segið að þetta hafi verið negrakerling?
— Já, herra.
— Humm, númer 1 hýst ég við.
— Hver er númer 1, herra?
Fyrsta konan mín, sagði hann og brosti sérkennilega
og meinlega. Síðan tók hann upp sína fyrri háttu, fleygði
stigvélum sínum í höfuð mér og bað mig fara. Ég hvarf á
braut með stillingu.
V.
Nemandi minn var skynsöm, lítil stúlka, sem talaði frönsku
með fyrirmyndar framburði. Móðir hennar hafði verið frönsk
6 LANDNEMINN