Landneminn - 01.06.1948, Page 10

Landneminn - 01.06.1948, Page 10
Ríkissfjórn islands gerír nýjan smánar- samning við Bandaríkjastjárn Ríkisstjórn Islands hefur gert nýjan landráðasamning við Banda- ríki Ameríku, samning, sem sviftir íslenzku þjóðina efnahagslegu sjálf- stæði og opnar voldugasta auðvalds- ríki heims allar gáttir að athafna- lífi Islendinga. Samningurinn var undirritaður að kvöldi þess 3. júní 1948 af Bjarna Bene- diktssyni og Richard P. Butrich, sendiherra Bandaríkjanna. Hann var undirritaður að þjóðinni for- spurðri, að alþingi forspurðu og að utanríkismálanefnd forspurðri, og er samningsgerðin sjálf því algert brot á 21. grein stjórnarskrárinnar og 16. grein laga um þingsköp. ís- lenzka þjóðin mun neita að taka landráðasamning þennan gildan, en nokkur helztu atriði hans eru á þessa leið: ( Réttindi íslendinga: Islendingar fá þau — og þau ein — réttindi me'8 þessum samningi, oð þeim leyfist a8 biSja Bandaríkin um aðsíoð, sem þó verður því að- eins látin í té, að ríkisstjórn Banda- ríkjanna samþykki það! (1. grein). Réttindi Bandaríkj amanna: 1) Bandaríkin fá rétt til að koma á ,,ströngu eftirlitskcrfi“ með auð- lindum landsins, að hlutast til um gengi krónunnar, íslenzk fjárlög, „öryggi í innanlandsfjármálum“ og tolla á bandarískum varningi. (2. grein). 2) Bandaríkin já rétt til að liefja liér framkvœmdir „sem ríkisborgar- ar Bandaríkja Ameríku hafa gert tillögu um“ og fá bandarísk auðfé- lög arð af slíkum fyrirtœkjum greiddan í dollurum en ríkisstjórn Bandaríkjanna fœr til eignar sam- svarandi upphœð í íslenzkum krón- um. 3. grein). 3) Bandaríkin fá rétt til að af- lienda íslendingum bandarískan varning sem „aðstoð“. Skal andvirði þess varnings í íslenzkum krónum að mati bandaríkjastórnar lagt í sérstakan sjóð. Skal verja sjóði þessum til að greiða „reksturskostn- að“ Bandaríkjanna á Islandi, en að öðru leyti er óheimilt að nota sjóðinn nema í samrœmi við vald- boð bandaríkjastjórnar. (4. grein). 4) Bandaríkin fá rétt til for- gangskaupa á öllum þeim íslenzk- um afurðum, sem þau kœra sig um „með sanngjörnum söluskilmálum.“ Á þessari skemmtilegu mynd, lengst til vinstri, stendur Bjarni Benediktsson utanríkisráSherra í uufimýkt sinni og passar sig aS vera einu þrepi ncðar hinum bandarísku fulltrúum á Islandi. 10 LANDNEMINN

x

Landneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.