Landneminn - 01.06.1948, Síða 13
tíðin á sjálfsagt eftir að gjalda mikið þakklæti.
IJað liefði líka verið útilokað að fara hér geyst
af stað, meðan engin vissa var ennþá fyrir því,
hvort barrtrén gætu yfirleitt þrifizt í íslenzkum
jarðvegi og við íslenzkt loftslag. En árin leiddu
í ljós, að svo var. Hinir veiku sprotar teygðu
'tteira og meira úr sér — þótt hægt færu í fyrstu.
Og ef þeir, sem gróðursettu blágreniplönturnar
á Hallormsstað árið 1905, gætu nú lítið á ávöxt
starfs síns, myndu blasa við þcim reisuleg tré,
sem náð hafa 10,5 m. hæð.
Eftir því sem árin hafa liðið og ljóst lrefur
orðið, að barrtrén kunna ágætlega við sig í ís-
lenzku umhverfi, hefur gróðursetningartilraun-
um verið haldið áfram í stöðugt vaxandi mæli
°g með stöðugt betri árangri, enda á síðari ár-
um verið reynt að draga lærdóma af þeirri
reynslu, sem hvert tímabil gefur, og forðazt
ýmsar þær villur, sem tíminn liefur leitt í ljós,
að gerðar voru í upphafi.
Hingað til er þó aðeins hægt að ræða um
gróðursetningu í tilraunaskyni. En hvað hafa
þá þessar tilraunir sýnt? Þœr hafa sannað þad,
barrtré geta vaxið á íslandi — og það vel.
Árangurinn af síðustu gróðursetningum er vöxt-
Ur, sem mun fullkomlega standast samanburð
við vöxt skóga, er búa við svipað loftslag og
um er að ræða hér á landi. Og á slíkum stöð-
um, t. d. í Norðui-Noregi og í Alaska, vaxa
víðáttumiklir barrskógar.
Það er því sýnt, að frá náttúrufræðilegu sjón-
anniði er ekkert því til fyrirstöðu að hefja
gróðursetningu barrtrjáa í stórum stíl á landi
voru. En til þess að svo megi verða, þarf að
auka uppeldi trjáplantna margfaldlega. Áður
en hægt er að gróðursetja plöturnar útá víða-
vangi þarf að sá til þeirra og ala þær upp í
4—5 ár í gróðrarstöðvum. Og ennþá ráðum vér
aðeins yfir fáum og litlum slíkum gróðrarstöðv-
um.
En hér er breyting að eiga sér stað. Það eru
h'klega ekki margir, sem hafa fylgzt með því,
að austur á Tumastöðum í Fljótshlíð liefur
Skógrækt ríkisins keypt allmikið land og hefuv
nú grundvallað þar gróðrarstöð, sem á að geta
framieitt allt að tveimur milljónum trjáplantna
árlega, þegar hún verður komin í fullan gang
— en ætlunin er, að það verði innan fárra ára.
Hér er um að ræða geysimikilvægan atburð,
sem verðskuldar alþjóðarathygli. Þessi atburður
táknar þáttaskil í sögu íslenzkrar skógræktar: að
Frn Hailormssta'Saskógi.
þessi starfsemi hefur tekið skrefið af tilrauna-
stiginu uppá framleiðslustigið.
Hvað er að gerast, þegar vér getum farið að
framleiða 1—2 milljónir barrtrjáplantna á ári?
Hvorki meira né minna en það, að lagður hefur
verið grundvöllur að nýjum atvinnuvegi á Is-
landi og að sköþuð hefur verið hér ný hráefna-
lind.
En til þess að stíga þetta skref þarf átak —
eins og það kostar átök og baráttu að stíga öll
mikilvæg skref. Og það kostar líka átak að fylgja
því eftir — að gróðursetja 2 millj. trjáplantna á
ári hverju. Og þó að sáð sé að vori, verður ekki
uppskorið strax að hausti. Trén vaxa ekki uppí
himininn á einu sumri — jafnvel þótt það séu
barrtré. Skógræktarmennirnir hugsa ekki í ár-
um, heldur í áratugum. Þó að hafizt verði handa
um gróðursetningu í stórum stíl nú þegar, mun
núlifandi kynslóð ekki uppskera arðinn af því
starfi.
Það er ekki hlutverk þessarar greinar að skýra
frá því frá tæknilegu sjónarmiði, hvað til þess
þarf að koma hér upp svo stórum barrskógum,
að landið verði sjálfu sér nægt með trjávið, enda
ekki á mínu valdi að gera það. I því efni vil ég
benda mönnum á stórmerka grein, er Hákon
Bjarnason skógræktarstjóri skrifaði í Lesbók
Morgunblaðsins 30. nóv. í fyrra: „Barrskógar
á íslandi“. Þar leggur liann fram drög að áætl-
un, er gerð hefur verið um það, hvað mikið
þetta muni kosta, hvaða trjátegundir virðist
heppilegastar og hvað langan tíma það muni
taka. Framhald á bls. 18.
LANDNEMINN 13