Landneminn - 01.06.1948, Síða 15
FJÖLSKYLDAN
Smásaga úr stríðinu eftir NIKOLAI TIKONOV.
..Mamnia, komdu hingað snöggvast, ég ætla
að segja þér nokkuð," sagði Semyon Ivanovich.
Dasha starði á mann sinn eins og hún sæi í
fyrsta skipti þennan herðabreiða alvarlega mann
nieð hinar jafnvægu hreyfingar og hvössu augu,
sem um langt skeið höfðu ekki brosað til henn-
ar eða blikkað hana. Hún þurrkaði sér um
hendurnar á svuntuhorninu, tyllti sér á stól og
!eit undan um leið og hún sagði:
..Ég veit hvað þú ætlar að segja, Semyon.*'
,,Svo þú veizt það, já? Hvernig veiztu það?“
„Ég finn það á mér. . . F.n hvað sem því líð-
Ur, haltu áfram. ,,Hvað var það, sem þú ætlaðir
að segja?“
„Lokaðu hurðinni, ég kæri mig ekki um, að
Dlya heyri það.. .“
„Olya fór að sækja vatn. Ég skal annars sjálf
seSÍa það, sem þú ætlar að segja; þú leiðréttir
nrig bara, ef ég fer með rangt. Eins og þú get-
Ur skilið, veit ég, hvað þú hefur orðið að gegn-
timgangast síðan Kostya var drepin. En, hvað
um það. Kostya féll sem hetja í vörninni við
Leningrad. En við verðum að hefna hans á fas-
tstunum; við verðum að hefnast á þeim á hverj-
tim degi, hverri klukkustund. .. Ó, þessir villi-
menn, þessir níðingar; verkin, sem þeir vinna!
Lað er hræðilegt, það er ógurlegt. Ég hata þá,
eg fyrirlft þá. . . . Þig langar til að hefna Kostya
hróður þíns. Þig langar til að ganga í herinn,
big langar á vígstöðvarnar. Þetta er sannleik-
Urinn, er ekki svo? Hef ég ekki á réttu að standa?
Semyon Ivanovich skellti flötum lófunum á
hné sér, reis á fætur, gekk að konu sinni, faðm-
aði hana að sér, kyssti hana, og sagði:
„Þú ert sannkallaður hugsanalesari, Dasha.
Letta er alveg laukrétt hjá þér, ég hefði ekki get-
að valið því betri orð sjálfur. Og, satt að segja,
lil Jjess að ganga að fullu og öllu frá þessu, er
ég þegar búinn að fylla út innritunarskjalið.
Þannig standa málin, mamma. Það verður ein-
um hermanni meira í Rauða hernum. Ég get
ekki unnið lengur við bekkinn; það er eitthvað
annað, sem knýr fastar á. Og ég er gamall her-
maður, ég lifði síðustu heimsstyrjöldina, og ég
er ekki búinn að gleyma að skjóta úr byssu. . .
En ég hef nauman tíma til stefnu, mamma.
Hjálpaðu mér að ganga frá farangrinum. ..“
,,Ég skal sjá um |rað,“ sagði Dasha hógvær.
Hún gekk að glugganum og leit út á veginn til
að sjá, hvort Olya væri að koma. Á veginum
var margt fólk, eins og það væri helgidagur.
Allir voru fótgangandi, því að strætisvagnarnir
voru ekki í gangi. Margir drógu sleða hlaðna
eldsneyti eða pokum. Á sumum sleðunum sátu
gamlir rnenn eða konur, dúðuð í sjöl og trefla.
Einnig drógu menn vatn á sleðum, í bölum,
fötum, kyrnum og kvartelum. Fólkið datt á hálli
götunni, vatnið skvettist upp úr ílátunum og
varð að íslagi utan á þeim. Frostið tók engu tali.
Kaldur vindgustur utan af firðinum þyrlaði
hörðum snjókornum í andlit og augu fólksins.
Menn höfðu svartan trefil bundinn fyrir vitin
og sýndust bera Itálfgrímur líkt og trúðar.
Dasha stóð í sömu sporum nokkra stund og virti
fyrir sér mannfjöldann, er var á sífelldu iði fram
og aftur. Niður undan treflinum varð andgufan
að nokkurs konar perluvef í frostinu, og hvítan
eiminn lagði út frá munni vegfarandans. Það
reyndist erfitt að koma auga á Olyu með vatns-
fötuna í jressari iðandi mannjaröng, en hún ætti
að fara að koma á hverri stundu.
,,Ég hef líka nokkuð, sem ég þarf að segja ]3ér,“
mælti Dasha, um leið og hún sneri sér frá glugg-
anum. „Ég er einnig búin að taka mína ákvörð-
LANDNEMINN 15