Landneminn - 01.06.1948, Blaðsíða 16

Landneminn - 01.06.1948, Blaðsíða 16
un: Fyrst þú ferð til vígstöðvanna ætla ég að taka við starfi þínu í verksmiðjunni. — Taktu ekki fram í fyrir mér, hlustaðu á það sem ég hef að segja. Borgin okkar er umsetin. Þján- ingar fólksins taka engu tali. Borgin er orðin að vígvelli — það segja blöðin einmitt. Og það er satt. Og þegar svona er komið og þú ætlar til vígstöðvanna til að hefna bróður þíns, ætla ég að taka við starfi þínu. Ég er ennþá í fullu fjöri og get það vel. Hafðu engar áhyggjur af því. Ég hef fulla skynsemi og hef gaman af að vinna. Ég skal ekki standa þér fjarska mikið að baki, og þú skalt enga ástæðu fá til að skamm- ast þín fyrir konu þína.. . Ég veit hvað lífið er. Ég hætti nú einu sinni í verksmiðjunni aðeins vegna barnanna.. „En hvað það snertir eru kringumstæðurnar óbreyttar,“ sagði Semyon Ivanovicli. „Hvernig þá óbreyttar?" „Petya er ekki annað en barn ennþá. Jafnvel Olya er aðeins tólf ára; og hún er pasturslítil. Hvað verður um börnin, ef við förum bæði að heiman? Heimilið leysist upp, mamma. Hef- urðu hugsað út í það?“ „Já, það hef ég, Semyon, ég hef hugsað um þetta hvað eftir annað. Ég ætla mér að senda börnin til Porokhoviye. Þar á ég gamla vinkonu, og hún á börn á svipuðu reki og okkar. Ég ætla að biðja hana að taka þau að sér. Og þá höfum við frjálsar hendur. Nú er ekki tími til að hugsa um fjölskyldulíf. Við sjáumst aftur, eða kannske sjáumst við ekki aftur. Já, óvinirnir eru jafn- vel farnir að eyðileggja heimili okkar. Við verð- um að berjast, við getum ekki setið hjá með krosslagðar hendur. Enginn verður til að berj- ast fvrir okkur, ef við berjumst ekki sjálf. .. Er þetta ekki rétt hjá mér, Sernyon?" „Þetta er alveg rétt hjá þér,mamma,“ sam- sinnti Semyon Ivanovich. „Þú veizt hvernig á að orða það.“ Olya var komin. Hún skildi vatnsfötuna eft- ir í eldhúsinu og fór síðan rakleitt inn í herberg- ið til að orna sér. Hún gekk að litla ofninum og rétti úr fingrunum, sem voru bláir af kulda. Hún varð strax vör við eitthvað óvenjulegt í framkomu pabba og mömmu. „Mamma," sagði hún, „hvað gengur að þér í dag? Það hefur eitthvað komið fyrir. Hafa þeir drepið einhvern annan til? Nei, segðu mér satt, ekki fela neitt fyrir mér.“ „Við þurfum ekki að fela neitt fyrir þér, góða mm,“ sagði Dasha. „Farðu úr kápunni þinni og hlustaðu svo vel á, hvað við liöfum ákveðið." Hún andvarpaði þunglega og talaði mjög hratt, varla með nokkurri hvíld millum orðanna: „Faðir þinn er að fara til vígstöðvanna og ég ætla að taka við starfi hans í verksmiðjunni, og við höfum ákveðið að senda ykkur börnin til hennar Auntie Lolya í Porokhoviye og biðja hana að sjá um ykkur... Þannig er nú þetta, Olya mín.“ Olya lauk upp ofnhurðinni, fleygði inn nokkr- um viðarkubbum og starði í daufa logana. Síð- an spurði hún án þess að líta upp: „En hvers vegna að senda Petyu og mig til Porokhoviye?" „Vegna þess að enginn verður til að sjá um húsið, góða mín. Hver á að bíða í röðum eftir brauði, ná í eldivið og sækja vatn, og hver á að gefa Petya að borða? Einhver verður að taka á móti honum, þegar hann kemur inn úr leik við nágrannabörnin; liann getur ekki séð um sig sjálfur... Hver yrði til að gera allt þetta, þegar ég væri farin?" „Mamma, ég vil ekki fara til Porokhoviye, og ekki senda Petya þangað. Mér líkar ekki Auntie Lolya. Hún er stöðugt að kvarta. Hún nöldrar daginn út og daginn inn. .. Ég get vel séð um húsið sjálf." Hún stóð upp, og snögg í hreyfingum varpaði liún kápunni af rengluvöxnum herðunum, reisti höfuðið og hóf máls með ákveðinni og full- vissandi röddu: „Stend ég illa í stöðu minni? Sæki ég ekki vatnið? Ég get unnið. Ég veit hvert á að sækja eldiviðinn; Valya á nr. 17 myndi hjálpa mér. Og að kveikja upp í ofninum, það get ég vel- Eg get líka eldað mat. Við Valya getum skipzt á að bíða eftir brauðinu. Og einhvern veginn sé ég um jrað, að Petya fái alltaf nóg að borða. Þú mátt ekki halda að ég sé bara krakki. Nú eru engir börn, við erum öll fullorðin. Farið, bæði tvö, úr því að þess gerizt þörf. Hafið engar áhyggjur af okkur. Þú kemur svo heim svo- litla stund á hverjum degi, er það ekki, mamma? .... Nú, það er þá allt í lagi. Ef það verður erfitt fyrir mig, hvað um það? Það er erfitt hjá öllum núna. Ekkert mun fá mig til að fara til Porokhoviye. Og hér sérðu, elsku mamma mín- Vertu ekki með neinar áliyggjur, allt mun fara vel. . . Hérna, lof mér að kyssa þig. Svona. • • • Elias Mar íslenzkaði. 16 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.