Landneminn - 01.06.1948, Síða 18
f FYLKINGARFRÉTTIR j
FRÁ SAMBANDSSTJÓRN.
Erindreki Æskulýðsfylkingarinnar hefur ný-
lega heimsótt félagana á Austurlandi. Á Nes-
kaupstað mætti hann á fundi með Æskulýðs-
fylkingunni og einnig efndi Æ.F.N. til opinbers
útbreiðslufundar, þar sem auk erindrekans tal-
aði Lúðvík Jósefsson, alþingismaður.
Æskulýðsfylkingin er eina pólitíska æsku-
lýðsfélagið í Neskaupstað, og er hún hlutfalls-
lega langfjölmennasta deildin innan sambands-
ins. Starf Æ.F.N. hefur verið mjög öflugt að
undanförnu. Fundir hafa verið fjölmennir, og
málfundahópur verið starfræktur i vetur af
miklum krafti. Þá er og hafinn undirbúningur
að bvffgingu félagsheimilis og skíðaskála fyrir
félagið, og munu framkvæmdir hafnar á næst-
unni. Formaður Æ.F.N. er Aðalsteinn Halldórs-
son.
Á Seyðisfirði mætti erindrekinn á fundi Æsku-
iýðsfylkingarinnar á staðnum. Deildin þar, sem
er ung að árum, hefur yfir að ráða mjög áhuga-
sömum starfskröftum og félagsstarfið hefur verið
allgott. Að undanförnu liefur bætzt nokkuð við
af nvjum meðlimum, og inun því starfsemi fé-
lagsins eflast og aukast verulega á næstunni.
Formaður Æskulýðsfvlkingarinnar á Seyðis-
firði er Stella Eymundsdóttir.
GAGNFRÆÐINGAÞRAUTIN. Þrautin um björninn virSist
hafa valdið mörgum heilabrotum og jafnvel komiS af staS
rifrildi. Einn lesandi sendi mér skammarbréf og sagSi, aS
þessi bjamarþraut væri sú alheimskulegasta, sem hann hefSi
nokkru sinni séS. Stúlka á Akureyri, sem sendi rétta lausn á
skákþrautinni, sagSi, aS bjöminn hlyti aS vera upolitaSur.
Margir lesendur sögSu í bréfum sínum, aS björninn væri
hvítur og hafi veriS aS spásséra á ísjaka, sem hefSi hreyfzt
á meSan. HiS rétta svar viS þrautinni liggur þó í augum uppi
og þrautin sjálf er engin vitleysa. Björninn var hvítur, af því aS
bæli hans var nákvæmlega á NorSurpóInum. — Enginn les-
andi hefur lagt á sig aS reikna út, hve eitt liósár væri langur
spotti. Nú fer ljósiS meS 300 þúsund kílómetra hraSa á
sekúndu og lætur því nærri aS eitt ljósár sé 9460800000000
km. — GagnfræSingaþraut þessa blaSs er fyrir málfræSinga:
HvaSa fjögurra stafa orS er þaS í kvenkyni eintölu nefnifalli,
sem verSur aS öSru kvenkynsnafnorSi í eintölu nefnifalli, ef
fyrsti stafurinn er felldur framan af og verSur aS karlkyns-
nafnorSi í eintölu nefnifalli, ef tveir fremstu stafirnir eru
felldir burtu — og endar á s?
ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Á SIGLUFIRÐI.
Nýlega var haldinn aðalfundur Æskulýðsfylk-
ingarinnar á Siglufirði. Starfsemi félagsins hefur
aukizt mikið að undanförnu, og hafa aldrei ver-
ið fleiri fundir en á s. 1. vetri. Meðlimum hefur
fjölgað, og fjárhagur félagsins batnað verulega.
Stjórn Æ.F.S skipa nú: Júlíus Júlíusson for-
maður, Einar M. Albertsson varaformaður,
Hannes Baldvinsson gjaldkeri, Guðrún Alberts-
dóttir ritari, Baldur Geirsson, Betty Antonsdótt-
ir og Eberg Elefsen meðstjórnendur. Varastjórn
skipa: Steinunn Rögnvaldsdóttir, Karl Sæmunds-
son og Kristján Rögnvaldsson.
DRAUMURINN UM BARRSKÖGA. —
Framhald aj bls. 13.
Örðugasti hjallinn á vegi íslenzkrar skógrækt
ar í dag er hin efnahagslega lilið. Vér erum hér
ekki að vinna fyrir oss sjálfa, heldur eftirkom-
endur vora, fyrir framtíðina. En framtíðin er
æskunnar. Það verður því hennar hlutverk að
skipa sér í fylkingarbrjóst við að gróðursetja
framleiðsluskóga íslands. í fyllingu tímans — og
það verður innan fárra ára — mun verða kallað
á æskulýð landsins fyrst og fremst til að hervæð-
ast í þessari baráttu til að skapa nýja hráefnalind
í landi voru, og bæta þarmeð einni traustri stoð
undir hina alltof óstöðugu efnahagsbyggingu ís-
lenzku þjóðarinnar.
Ungmennafélög landsins skortir nú m;ög til-
finnanlega verkefni og þess vegna eru þau ekki
eins sterk og vera bæri. Skógræktarmálin eru
einmitt vettvangur fyrir ungmennafélögin —
meðal annars. Og víðáttumikil nakin landflæmi
hrópa á pólitísk æskulýðsfélög og íþróttafélög
og hvers konar samtök, sem vilja stuðla þau um,
að leggia fram sinn skerf til að klæða sig hinni
grænu ábreiðu.
En fyrst og fremst kallar skyldan, sem vér er-
um bundnir niðjum vorum, um að skila í þeirra
hendur auðugra og frjósamara landi, sem býð-
ur betra og öruggara líf, en því sem vér tókum
við.
Ef þér sinnið þessu kalli og hjálpið til að fá
upp gi-æna skóga á íslandi, geta skógræktarmenn
landsins óhikað lofað arftökum yðar auknu gulli
til handa.
SigurSur Blöndal.
18 LANDNEMINN