Landneminn - 01.12.1949, Blaðsíða 3

Landneminn - 01.12.1949, Blaðsíða 3
LANDNEhlNN Útgefandi: Æskulí(ísfylkitigin — samband ungra sósíalista. Ritstjóri: Bjarni Benediktsson. 10. tölublað desember 1949 3. árgangur 1 tilei'ni afmælis þíns, núna þann 24. ^ langar mig að senda þér fáeinar línur. Það eru engar hamingju- óskir með daginn — þú erl sjálfsagt vaxinn up]) úr því að hafa gaman af slíku — en af því ég var einu sinni dálítið handgenginn þér fýsir mig að ræða við þig, örstutllega, málefni sem ég þykist vita að þér séu hugstæð ekki síður en mér, varða enda okkur háða. Ég sagðist hafa verið handgenginn þér. Það var á þeim árum, fyrir löngu síðan, þegar amma mín kenndi mér bænirnar. Það tók mig að lokum rösklega tuttugu mínútur á hverju kvöldi að lesa þær. Þú varst hinn alnálægi andi þeirra, ásamt Cuði, auk þess sem hún sagði mér margt af ykkur tvímenningum. Það voru mörg góð líðindi. Um skeið varst þú heimamaður í hverjum draumi mínum. En mér var fleira kennt, því miður. Og því var það að oft hrökk ég upp af draumi mínum um þig — og gat ekki sofnað aftur. Helvítis- liræðslan og grafarangistin sóttu að mér, og unnu mér stundum ekki hvíldar fyrr en dagur reis. Við tölum ekki hér um örlagagildi þessarar reynslu. En nú ótt- ast ég hvorki Hel né víti hennar framar. En mér hef- ur nú um sinn verið fátt um „kristindómsfræðslu“ barna og unglinga. Þú ert löngu fluttur húferlum úr draumi mínum. En þeim mun oftar hefur þú vitjað mín í vöku, bæði á síðkastið og áður. Af þeim skiptum hafa smám sam- an mótazt í huga mér meira og minna ljósar skoðan- ar á veru þinni og því hlutverki sem þú hefur verið látinn leika í heiminum um nítján alda skeið. Látinn leika? Hefur þú, „guðssonurinn“, þá ekki verið fullvaldur iirlaga þinna og ævi? Er ekki guðlast að spyrja svo? Ef ég þekki þig rétt virðir þú mér spurningu mína til vorkunnar. Mér hefur sem sé skil- izt að þú sért í margri grein einn mesti ógæfumaður sem litið hefur ljós þessa heims. Getur þú nefnt mér tölu þeirra milljóna manna er myrtar hafa verið i þínu nafni, þér til lofs og dýrðar á harmagöngu kyn- slóðanna? Sviðu þér ekki hjartarætur er bálköstur Jóhanns Húss brann við himni þínum? Eða varst þú ef til vill í verki Þorleifs lögmanns Ivortssonar er hann brenndi Grím Jónsson á Ströndum norður? Hve miklu bætlari varst þú eftir Þrjátíuá'rastríðið? Þetta þart’ ekki lengur að rekjast. Þeir sögðust vera að úthreiða ríki þitt og föður þíns á himnum. En það var ósatl mál. Þeir notuðu ))ig sem skálkaskjól. En þeir voru að efla ríki sitt, þeir stríddu um lönd og sálir, þjóðir og völd. Og skutu sér bak við þig. Blind- um augum varstu þveginn — úr blóði. En gæfa þín og gleði? Gengu þær ekki til einnar sængur — á nöktu gólfi? Og „koddinn minn steinn.“ Ég nefndi föður þinn á himnum. Orðin eru höfð eft- ir þér. En ég trúi ekki á hann. Og nú skal ég vera ná- kvæmur. Að trúa ekki á hann þýðir í mínum munni að trúa ekki á tilvist hans. Ég er guðlaus, í biblíuleg- um skilningi. Eg hef spurt góða menn, sem bera Guð mjög á vörum sér, livað þeir ættu við. Er Guð ykkar ákveðin persóna sem býr einhvers staðar í himninum? Hlýtur j)að ekki að vera? Veiztu að ég hef aldrei hlot- ið ákveðið svar? Aldrei já eða nei, aðeins þoku og loðmollu. Aðrir góðir og velkristnir menn kveðast ekki trúa því að prestarnir okkar trúi á tilvist Guðs, per- sónulegan guð. En hvað merkir j)á ])etta alkunna orð? LANDNEMINN 3

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.