Landneminn - 01.12.1949, Blaðsíða 6

Landneminn - 01.12.1949, Blaðsíða 6
hafið þegar látið af höndum liluta af frelsi ykkar. Bandarísku stríðsbrjálæðingarnir vilja láta ykkur gera samning við Franco og þau öf 1 í Þýzkalandi sem hlóðu undir Hitler. En framfaralireyfingin í Bandaríkjunum er miklu sterkari en margur hyggur. Mikill fjöldi okk- ar vill ekkert eiga sarnan við Franco að sælda, né grísku fasistana, né aðrar slíkar stjórnir, en tengir von sína vináttunni við spænsku lýðræðisöflin, frelsishetj- ur Grikklands, hið nýja Kína, Pólland, Tékkóslóvakíu og Ráðstjórnarríkin. Um Tékkóslóvakíu sagði Robeson m. a.: — Ég var í Tékkóslóvakíu árið 1945, rélt eftir að 'andið var frelsað af sovéthernum. Blóð hinna föllnu var enn ekki kólnað. Þá þegar heyrði ég háttselta arneríska liðsforingja lýsa því yfir að við ættum að fara með sprengjuregni inn yfir Ráðstjórnarríkin. Ég var beðinn að syngja fyrir Tékka í þeim landshluta sem amerískt lið her- sat. í Ijós kom að það voru Súdet-Þjóðverjar og þeir Tékkar sem unnið höfðu með Þjóðverjum. En aðrir Tékkar höfðu ekki í huga að veita fasismanum lið i framtíðinni. Þeir þurfa engin fyrirmæli um það hvað þeim beri að gera, og þeir hafa breytt að eigin vilja. Það er þetta sem gerzt hefur. En burgeisar Bandaríkj- anna fylgja hvarvetna söniu stefnunni. Robeson vék einnig að ASstöSu og réttindum bundarískra blökkumannu. Einnig meirihluti blökkumanna lét fíflast til að greiða Truman atkvæði, er Jieir hugðust leggja stjórn- arstefnu Roosevelts lið. Kosningaloforð Trumans um rýmkun borgaralegra réttinda fyrir blökkumenn hefðu ekki verið efnd. Afturhaldsblöðin segðu nú að Suður- ríkin hafi unnið Þrælaslríðið, þ. e. a. s.: negrarnir skulu vera þrælar ál'ram. Borgaraleg réttindi í Ame- ríku væru meir og meir að verða orðin ein. Robeson kvaðzt hafa barizt gegn þessari öfugbróun, og myndi halda því áfram, hverjar sem afleiðingarnar yrðu fyrir hann persónulega. Hann færi nú með fyrstu lerð heim til Bandaríkjanna að vitna í málaferlunum gegn kommúnistaleiðtogunum 12. Þetta mál snerti kiarna spurningarinnar um borgaraleg réttindi, frelsið til að liafa sannfæringu. Yrðu þeir dæmdir táknaði það áfall fyrir borgaraleg réttindi fólksins. Aðfarirnar gegn bandarísku kommúnistunum og framfaraöflunum í heild ætlu hliðstæðu sína í Jieim aðferðuin sem áður var reynt að beita gegn Jefferson og Lincoln. Eftir Þrælastríðið sameinaðist yfirstétt Suðurríkjanna auð- stétt Norðurríkjanna að því verki að kúga negrana á ný, innleiða ógnarstjórn sem raunverulega gerði svertingjana að þrælum á nýjan leik. Sem dæmi um það hvernig „vestrænt lýðræði“ tek- ur sig út nefndi Robeson samveldisstefnuna í London. Þar situr m. a. dr. Malan l'rá Suðurafríku, sá sem vi11 koina b milljónum litaðra manna í þrælabúðir. Hefðu það verið forvígismenn lýðræðis sem komu þar saman hefði dr. Malan ekki setzt jiar á rökstól. — Það brestur mikið á að við getum sagt að þjóð- Framh. á 14. síSu. Olajur Uaukur Arnason: í NÓTT I kvöld mun ég setja upp seglin og sigla á brottu jljótt. ÞiS getiS jengiS aS jaru meS. h fe.r í nólt. Þiö getiS fengiö aS furu meS. ViS förum af þessari strönd, og siglurn á svörtum skipum í sólarinnar lönd. Og siglum á svörtum skipum, og siglum um úfinn mar. Og fram.undan bíSur bjurtur dagur, aS baki: allt, sem vur. Og frumundun bíSur bjurtur dagur og brosir á móti þér. Og kannski er dagurinn dásumlegri en draurnurinn stœrsti sér. Og kannski er dagurinn dásamlegri, því dimmuna höfum viS reynt. En viS munum sigla á svörtum skipum — og sigla beint. En viS munum sigla á svörtum skipum, sigla þuSan á bruut, sern mennirnir skyldu úljur gegn öllum, og allt jéll í þjójunna skaut. Mennirnir skyldu úljar gegn öllum, til auSsins valdiS sólt. I kvöld, í kvöld mun ég selja upp seglin, — og sigla í nótt. 6 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.