Landneminn - 01.12.1949, Page 13

Landneminn - 01.12.1949, Page 13
sögulegs efnis: „Kampen mod uretten“, um líf hins skapmikla, danska sósíaldemókrataforingja, Peter Sa- hroe. Þótt hún sýni danska atburði, á hún jafnt er- indi til allra þjóða til að sýna það þrek og þá baráttu, sem þurft liefur til þess að vinna ýmis þau rétlindi, sem oss þykja sjálfsögð í dag. Sérstakt erindi á hún kannski til allra sósíaldemókrataforingja vorra tíma. Þeir myndu þá kannski einu sinni skamm- ast sín duglega. Sabroe er snilldarlega leikinn af Mogens Wiedt og kona hans kannski enn betur af Karin Nellemose. Vandamál eftirstríðsár- anna gegnum mynda- vélaraugað. w Voidirigði vestrœnna j)jóða þessi eftirstríðsár o])inberast ^ m. a. í svonefndri „innihalds- krep])u“ kvikmyndanna. Kvik- myndamenn |)eirra læðast einsog keltir í kringum heitan graut vanda- málanna: öfugþróunina, sem átt hefur sér stað, vonbrigðin, öryggisleysið, svartsýnið. Banda- ríkjamenn hafa gert eina alvarlega tilraun með liinni ]>rýðilegu mynd Wylers, „The Best Years of Our Lives“ (Beztu árin). Sérstaklega er þetta áber- andi í frönskum myndum og enskum síðustu tveggja ára, sem flýja nú allt hvað af tekur inn í helgisagnir og leyndardóma (Jean Cocteau í Frakkl.) og klass- ískar bókmenntir 19. aldar (Rank og Korda í Eng- landi. rVær þjóðir eru undautekuing: ítalir og Danir. einkum þó ítalir. Þeir liafa dirfzt að ganga beint að efninu. I síðustu grein var sagt frá helztu afrekum ítala á þessari göngu. Hér skal sagt frá Dönum. Það eru fyrst og fremst tvær myndir: „Tre ár etter“ og „Det gælder os alle“. „Tre ár etter“ er prýðilega sett á svið af Johan Jacobsen, eftir samnefndu leikriti Soya. Hinum síð arnefnda ber kannski fyrst og fremst heiðurinn: að |)ora að sýna, hvernig allt er umsnúið 3 árum eftii 1945: Ungur maður, sem barðist ótrauður í mótspyrnu hreyfingunni, er nú alls staðar útrekinn vegna þess Kaupsýslumaðurinn, sem alltaf hefur hjartað á viss um stað, nefnilega hjá fjárhirzlunni, starfaði að sjálf sögðu fyrir Þjóðverja í „den tid“, en missti verk smiðju sína 1945, hefur nú fengið hana aftur! Það’ er engin tilviljun, að hann er í myndinni kallaður „Onkel Hylle“ (komið af „hyllemarv“, undirskilið sá sem flýtur ofan á!) Hann er prýðilega leikinn af Ib Schönberg. Sérstakur er leikur Angelo Bruuns sem hins lama arkitekls. Samtölin hjá Soya eru kafli fyrir sig, óvæntustu atriðum stöðugt slengt framan í áhorfanda af mikilli fimi, svo að ótrúlega tekst að halda hraða myndarinnar, þótt svið hennar sé þröngt. „Det gælder oss alle“ var gerð fyrir tilstilli danska Rauðakrossins af Alice 0’ Fredericks og fjallar um starf ungs læknis meðal fórnarlamba slríðsins í Póllandi. Hér verður efni liennar ekki rak- ið nánar, þar eð undirr. hefur ekki séð liana. En þess skal aðeins getið, að í Noregi hefur hún verið með vin- sælustu myndum þessa árs. Loks skal hér getið einn- ar nýjustu myndar Dana: „Vi vil ha et barn“, þótt hún sé ekki sérstaklega um eftirstríðsvandamál. Hún fjall- ar nefnilega um eilífasta vanda- mál mannkynsins, hvorki meira minna en það að eignast börn! Um vandamál þess að vilja eignast barn, en geta það ekki, á móti því að geta átl barn, en vilja það ekki. Fléttað er inn í myndina upp- lýsingum um það, hvernig læknisvísindi nútímans geta gert konum okkar fæðingu hreinan barnaleik hjá því, sem mæður okkar urðu að þola, þegar við komum í heiminn, svo að ekki sé talað um ömmur okkar. Mynd- in nær hámarki sínu, þegar sýnd er upptaka af /«’ð- ingu, einsdæmi í sögu kvikmynda, sem ætlaðar eru al- menningi til sýnis, en vitnar um djörfung og hrein- skilni danskra kvikmyndamanna. Þetta er þó fellt svo vel inn í atburðarás, að áhorfanda þykja ekki meiri undur en að drekka morgunkaffið sitl! Handritið er skrifað af lækni, Ib Freuchen, svo að hvergi skortir á vísindalega efnismeðferð. Kona, Alice 0’ Fredricks. setti á svið. Myndin er mjög skemmtileg, full af ómót- stæðilegri danskri kímni og hlýju. Sem betur fer ræt- ist að lokum úr öllum flækjum, og er það ekki sízt að þakka gömlum, klókum „framda41, sem er bráðskemmti- lega leikinn af — auðvitað Ib Schönberg, sem alls staðar er ómissandi! — Þessi mynd er mjög jákvæð, hvað sem líður þeirri gagnrýni, að hún gefi falska mynd af ástæðum danskra mæðra. En svona ættu a. ni. k. aöstœður allra mæöra aö vera. Hér hefur aðeins unnizt rúm til þess að geta beztu Myndin hér að ofan er af Ebbe llode sem Kristínus Rerffnian í samnefndri mynd. LANDNEMINN 13

x

Landneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.