Landneminn - 01.12.1949, Blaðsíða 15

Landneminn - 01.12.1949, Blaðsíða 15
I.KONID ANDREYKV: Píslir verzlunarmannsins Frá árla morgni þe&s hræðilega dags þegar al- heimsóréttlætið var framið og Jesús Kristur kross- festur á Golgata, rneðal ræningja, þjáðist verzl- unarmaður nokkur í Jerúsalem, Ben-Tovit að nafni, af óþolandi tannpínu. Hann hafði fyrst fundið til hennar undir kvöld daginn áður. í fyrstu fann hann til hægra megin í tanngarðin- um, og jaxlinn næstur vísdómstönninni virtist hafa lyfzt nokkuð, og er hann ýtti á hann með tungunni, kenndi hann allmikils sársauka. Eftir kvöldverð var tannpínan um garð gengin, og Ben-Tovit gleymdi henni alveg — liann hafði gert góð kaup um daginn, fengið ungan, sterkan asna í skiptum fyrir gamlan, svo að honum var mjög létt í skapi, og gaf engum óheillaboðum hinn minnsta gaum. Og hann svaf prýðilega. E'n skömmu íyrir dög- un fór hann að rurnska í svefninum eins og ein- liver væri að kalla á liann í áríðandi erindagerð- um, og er nann vaknaði, með gremjusvip á and- litinu, hafði hann illyrmiskga, bitra og stingandi kvöl í tönninni. Og hann fann ekki lengur, livort það var aðeins sama tönnin og í gær eða ileiri tennur í viðbót. Munnur og höfuð Ben-Tovits var altekið voðalegi i kvöl, eins og liann hefði ver- ið neyddur til að tyggja þúsund oddhvassa, rauð- glóandi nagla. Hann lékk sér vatn að drekka, og í eina mínútu eða svo svíaði honuin ögn, tönnin titraði og sveigðist til eins og bylgja, og þetta var allt að því unaðstilfinning hjá sársaukanum á undan. Ben-Tovit hallaði sér útaf, fór að hugsa um nýja asnann sinn, og fannst hann hlyti að hafa verið hamingjusamur, ef ekki hefði verið þessi tannpína, og hann langaði til að soi'na aftur. En vatnið hafði verið heitt, og nú ágerðist tannpín- an á nýjan leik og varð hálfu ákafari en nokkru sinni fyrr. Ben-Tovit settist upp og reri aftur og fram eins og pendúll. Hann gretti sig og kaldur svitadropi liékk á nefbroddinum, sem hvítnaði af öllum þessurn þjáningum. Er hann nú reri aftur og fram, veinandi af kvölum, skinu á hann fyrstu geislar sólarinnar, sem reis yfir Golgata og krossana þrjá og sortnaði síðan af sorg og hryllingi. Ben-Tovit var góður og grandvar maður, sem liataði óréttlæti, en er kona hans vaknaði, opnaði hann munninn með erfiðismunum, ávítaði hana og kvartaði yfir því, að liann stæði einn uppi eins og björn ;í skeri og éngdist sundur og sanr- an af kvölum. Kona lians irlýddi þolinmóð á þessar óverðskulduðu ásakanir, því að hún vissi að þær stöfuðu ekki af reiði, og hún færði hon- mn fjölda góðra læknisdóma, lagði heitan bakst- ur að vanga lians, bruggaði honum sterkan drykk, sem í var eitruð könguló og stakk iíknar- steini í munn hans. Baksturinn dró nokkuð úr tannpínunni, en ekki nema skamrna stund, drykkurinn og steinninn bættu honum einnig, en eftir því sem áhrif hvers um sig dvínuðu jókst kvölin með endurnýjuðunr krafti. I lrvert sinn senr bráði af Ben-Tovit huggaði hann sig við unrhugsunina unr asnann og lét sig dreynra unr hann, og þegar kvölin ágerðist veinaði hann, ávítaði konu sína og lrótaði að nrola á lrenni hausinn nreð sleggju, ef tanrrpín- unni linnti ekki. Hann stikaði aftur og franr á flatþaki liúss síns og skamnraðist ,sín í hvert sinn er lrann nálgaðist götuna, því að iröfitð lrans var vafið reifunr. Við og við konru börn lrlaupandi og sögðu honunr, másandi og blásandi, frá Jesú frá Nazaret. Ben-Tovit hlustaði á þau þegjandi og gretti sig í franran af sársauka, síðan stappaði irann niður fætinum og rak þau burtu. Hann var hjartagóður nraður og unni börnunr, en nú varð hann granrur þeinr fyrir að ónáða lrann nreð smámununr. LANDNEMINN 15

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.