Landneminn - 11.06.1953, Blaðsíða 3

Landneminn - 11.06.1953, Blaðsíða 3
'ygcjing c/ans/iallanna fræðaprófl fyrir 18 ára aldur. Um reynsluna og rétt og skyldur á öðrum svlöum má geta þess að sextán ára gamalt fer þetta fólk að grelða alla t>á nefskatta sem hinum ,,reyndu“ heíur teklzt aö finna upp af hugviti sinu. Og 16 ára gamalt lólk á rétt á sömu launum og aðrir ef vinnu er að fá. Það getur gengið í verkalýðsfélög og not- lð þar fullra réttlnda, og enginn neitar því að Verkamannafélagiö Dagsbrún i Reykjavik er ó- likt virðulegri og þýðingarmeiri stofnun heldur en ,,alþingi“ hernámsflokkanna var 30. marz 1949, svo að alkunnugt dæmi sé tekið. Það er bæði meiri vandi og vegsemd að vera meðlimur í verkalýðsfélagi heldur en venjulegur alþingis- kjósandi. Allir vita lika vel að krafan um 18 ára kosningarréttar- og kjörgengisaldur þarfnast ekki neinnar lögfræðilegrar eða sögulegrar rétt- lætingar. Nóg er að geta þess að siðustu að 18 ára gamalt fólk er nú mlklu betur að sér um þjóðfélagsmál hverskonar en þrítuglr Samvinnu- skólapiltar voru fyrir svo sem tveim áratugum. 17'f satt skal segja er allt of mikið til af svo- köiluðum ,,ábyrgum“ mönnum; mönnum sem þora í hvorugan fótinn að stiga íyrir ábyrgðar- tilflnningu og halda aö gólí auðvaldsins svigni eða jafnvel brotni við hvert skref, sem stigið er Iram á við. Menn geta ekki þverfótað íyrlr svona körlum til hægri og vinstrl. Þeir minna mig alltaf á grátittlinginn sem Jónas Hallgríms- son segir Irá í bréfinu til Steenstrup. Þessi fugl svaf alltaí á bakið með annan fótinn upp í loft- ið af einskærri varúð, svo að hlminninn dytti ekki ofan á hann á meðan hann svæfi. En hversu endlngargóð mun sú varúö reynast þegar æsku- lýðurlnn fer að kippa stoðum undan heiml þelrra og himni? Að sönnu segjast allir vera með bless- uðum æskulýðnum og vllja allt fyrir hann gera. Þelr vilja bara ekki láta hann haía nein þau réttindi sem hann gæti notað sér til framdrátt- ar; þeir vilja hafa pólltiskt óharðnaðan æsku- lýð, svo viljalausan að hann fáist tll að dýrka einhverja sjálfsklpaða íorlngja' í blindri hlýðni. I’etta er afstaða Péturs Þrihross til Ólafs Kára- sonar. f til væri rétt að setja strax fram kröfu um 16 ára aldurstakmark, og það værl i bili rök- féttast. En hitt er líka skynsamlegt að berjast íyrir 18 ára aldursmarki. Það er á valdi æsku- lýðsins að tryggja þaö að engln breyting sé 8erð á stjórnarskránni nema þessi réttarbót fá- Ist um leið. 4. júní 1953. Ungir sósíalistar! VinniS aS aukinni útbrciSslu LANDNEMANS meS því aS safna nýjum áskrifend- um aS honum. Áskrifendur! TryggiS reglulega úlkomu LANDNEMANS meS því aS greiSa áskriftargjaldiS skilvíslega. ÁskriflargjaldiS fyrir þetta ár féll í gjaiddaga 1. maí. STEINAR SIGURJÓNSSON: ar eð hin mikilvirku og dýru vopn lágu undir skemmdum varð að hefjast raunhæfra aðgérða, og j)ess vegna varð stríð. Og Stóraland kallaði til Smálands, sem í stolti skaut kolli upj) úr sæþokunni og vissi ekki um deilur fjarlægra landa: Við eigum undratæki sem getur allt. Smáland hafð'i aldrei heyrt þvílíkt og annað eins. Undratæki sem getur allt? Við getum varið Smáland fyrir óvinurn þess, kallaði Stóraland. Guð sé oss næstur, óvinum? spurði Smáland og stóð á öndinni af ótla og vit- anlega þáði það slíkt rausnarboð því það var lítið og vanmáttugt og vildi lifa í friði. Það átti líka fjallháa steina sem á var grafin saga þess frá fornum tímum. Það fór vel á með konungi Smálands og Stórlendingum því þeir reyndust hon- um hið bezta; hann hreifst af tækinu þeirra. Sannarlegt undratæki, sagði kóngur, og hann hafði reyndar á réttu að standa því það hafði jafnvel sannað að boðorðin tíu voru orðin slitin og úr sér gengin. að leið ekki á löngu þar til Stórlend- ingar sýndu konungi virðingu sína. Við viljum heiðra konunginn, sögðu þeir, og þeir létu ekki standa við orðin ein held- ur byrjuðu að slá fleygum undir hásæti hans. Kóngurinn varð sæll, því Stórlending- ar voru einkar hjálpfúsir, og hann kunn- gerði þjóð sinni velvilja þeirra. Öryggi! sagði kóngur. Öryggi! sagði þjóðin og gladdist að sjá kóng sinn í glöðu geði. Öryggi! sagði þjóðin óttafull, — en reyndar gerir eng- inn svo öllum líki, og þess vegna voru þegnarnir ýmist torlryggnir eða trúgjarn- ir á orðin kóngsins. Hæ, gaman, sagði kóngurinn og skelli- hló, og Stórlendingar héldu áfram að slá fleygum undir set hans, og hann hækkaði uns liann gat litið allt ríkið og hann brosti eins og máninn. Teikn.: Benedikt Gunnarsson. Halelúja! kallaði hann til þegnanna. Gleðjumst! sögðu Stórlendingar og byrjuðu að sprengja upp smálensku björgin til að byggja úr þeint danshallir. En þar kom að þá skorti meira grjót og þá urðu þeir ráðþrota því þeir þurftu að hyggja fleiri danshallir. Kónginum þvarr þanki og hann klóraði sér í höfði; hann hafði varla lyst á vínberjunum sínum. að»varð ekki fyrr en að löngum tíma liðnum að Stórlendingar höfðu byggt allar danshallirnar því rúnasteinarnir voru svo margir og stórir, en þá risu líka glæstar danshallir á Smálandi með gljá- andi veggjum — og þvílíkt dansgólf! I danshöllunum var stiginn dans daga og nætur .... Pabbi, vaknaðu! Það er komin sól! Þvílík kæti. Ég vaknaði þegar upp úr draumum mínum og stökk á fætur og lyfti henni í fang mér og kyssti hana á rjóða kinnina. Hve hún var æskudjörf og indæl, ástin mín litla. Já, það er komin sól, sagði ég. Það er komin sól. 1951. LANDNEMINN 3'

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.