Landneminn - 11.06.1953, Side 4

Landneminn - 11.06.1953, Side 4
A ferð með Þórbergi Hér fer á eftir kafli úr óprentaðri frásögn af ferð Þórbergs Þórðar- sonar og undirritaðs á friðarþing í Varsjá haustið 1950. æsta dag notuðum við til að skoða merkileg hús í London og fara í búð- ir að eyða nokkrum pundum sem við átt- um eftir. í einni búðinni keypti Þórberg- ur rakblöð til þriggja ára. Þarnæsta dag var okkur sagt að halda kyrru fyrir í anddyri hótelsins og bíða þess að verða fluttir flugleiðis til Prag. Það þurfti að skipuleggja flutning á þúsundum manna í skjótri svipan, og af þeim sökum urðu nokkur mistök, þará- meðal var ferðataska Þórbergs alltíeinu horfin í bíl með bráðókunnugu fólki. Við gerðum strax ráðstafanir til að haft yrði uppi á töskunni og hún færð Þórbergi áð- uren við legðum af stað til Prag. I hótelanddyrinu var umgangur mik- ill, enda oftast samankomin þar hundruð manna. En á miðju gólfi lá bröndóttur köttur og horfði syfjuðum augum á það sem fram fór. „Allstaðar eru kisurnar eins,“ sagði Þór- bergur, „heimspekilegar og hafnar yfir hversdagsleikann. Stoltar í reisn sinni, eins og skáldin segja. Hún veit nú viti sínu þessi. Hún veit allt um kongressinn í Varsjá. Hún veit hvort við verðum í Prag í nótt. Mér sýnist að henni lítist illa á þetta ferðalag.“ Svo voru mennirnir búnir að hafa uppi á töskunni, og settu hana niður þar sem við Þórbergur sátum. „Aumingja taskan mín,“ sagði Þór- bergur, „að flækjast um húsbóndalaus í þessum voðalegu útlöndum. Sérðu hvað hún er fegín að vera búin að finna mig aftur?“ að var komið að kvöldi þegar flugvélin lenti í Prag. Þar fengum við að borða ásamt fleiri fulllrúum á einu glæsilegu hóteli, en biðum síðan eftir því að verða fluttir áfram til Varsjár með járnbrautar- lest. Þarna á hótelinu var samankomið fólk af öllum þjóðernum, svart fólk og gult og hvítt. Þórbergur sat lengi og skrifaði í dagbók sína þegar við vorum búnir að borða. Svo leit hann allíeinu upp, horfði yfir mannfjöldann og sagði: „Hugsa sér, að margt af þessu fólki skuli hafa verið á lífi daginn sem Knud Zimsen stökk upj)á pípustaflann á La;kj- artorgi til að tala á móti Birni Jónssyni árið 1910.“ Þórbergur var í sérlega góðu skapi þetta kvöld, og húmorinn ólgaði í honum. Hann hallaði sér aftur í stólnum og raul- aði gamlan slagara. „Sweet Rosie O’Grady When we are married, how happy we’ll be.“ Framhjá okkur gekk indversk stúlka, vafin í sarí. „Væri þessi stúlka ofurlítið Ijósari á hörund,“ sagði Þórbergur, „mundi ekki vera hægt að þekkja hana frá vinnukonu austurí Suðursveit sem heitir Ásta.“ Svo bætti hann við: „Það þarf mikið átak til að drífa Ind- land upp. Það er ekki fyrir Sweet Rosie 0’Grady.“ Ég var, einsog oftar, að skrifa í vasa- bók mína það sem Þórbergur sagði. „Af hverju lærirðu ekki hraðritun?“ spurði hann. „Það er þrennt sem blaða- maður þarf að kunna. Ilann þarf að kunna hraðritun. Ilann þarf að kunna á ritvél. Og hann þarf að kunna á skautum. Til alls þessa getur hann þurft að grípa, þeg- ar minnst varir.“ Eftir þetta sat Þórbergur hugsi nokkra stund og horfði uppí loftið. Svo sagði hann: „Skrifaðu nú.“ Hann hallaði sér fram í stólnum, gerði sig heiðarlegan í andlitinu og mælti af miklum hátíðleik: „,Guð er hvorki góður né vondur, lield- ur er hann öll gæzka og öll vonzka.“ J^estin lagði af stað með okkur tii Var- sjár um nóttina, og við komum þang- að er nokkuð var liðið á næsta dag. Þar var okkur fengið herbergi á litlu hóteli í miðjum bæ, en mal allan skyldum við hafa á öðru og stærra hóteli þar í grennd. Þar borðaði einnig fjöldi annarra þing- þingfulltrúa. Þórbergur hélt áfram að sjá fólk, sem Mcð Indverjnm um borð í pólska farbcsaskipinu Batory. Bórbcrgur að hugsa. hann þekkti heima, birtast í annarlegu gerfi hér fyrir austan járntjald. Þegar við settumst að borðinu fyrsta kvöldið gekk framhjá okkur roskinn þjónn með grátt yfirskegg og hélt á diskastafla. „,Nei, sérðu,“ sagði Þórbergur. „Hérna iáta þeir séra Bjarna bera á borð.“ Þjónninn sem gekk um beina hjá okk- ur var einstaklega viðfelldinn maður, broshýr og hamingjusamur á svipinn. Þórbergur kallaði hann Árna. Hann var nefnilega svo líkur Árna Friðrikssyni í út- liti. Og raunar ekki örgrant að fleira væri líkt með honum og Árna. Að minnsta kosti virtist hann jafnvel ennþá hamingju- samari en endranær þegar hann gat boð- ið uppá fisk. Áberandi maður í matsal þessum var Dani einn stór og þrekinn með kónga- nef. Dani þessi talaði mikið og hló hátt og maður vissi alltaf hvar hann var staddur. Okkur var sagt hann væri frá Jótlandi. „Þetta er Sigurjón á Álafossi þeirra Jótanna,“ sagði Þórbergur. Fyrir kom jafnvel að yfirbragð fólks leiddi Þórberg til samlíkinga útfyrir tak- mörk hins mannlega. Eitt kvöldið settust að næsta borði við okkur nokkrir Ástra- líumenn, en sú þjóð sagði Þórbergur að væri einsog dálítið snurfusaðir Bretar. f hópnum var einn horaður maður með óvenjulega langt og sorglegt andlit. „Sérðu hvað þessi maður hefur verið !4 LANDNEMINN

x

Landneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.